SKILJUM (við) VERKINA:
Valdeflandi vinnustofa

Þetta er hálfs dags vinnustofa þar sem þátttakendur fá valdeflandi fræðslu, vinna verkefni og fá verkfæri sem þau geta strax byrjað að vinna með í daglegu lífi.

Skiljum (við) verkina er valdeflandi nálgun fyrir fólk sem býr við langvinna verki eða heilsufarseinkenni sem draga úr lífsgæðum þeirra – og hefur áhuga á að læra um samband heilans og verkjaboða og hvernig hægt er að virkja hugann til að draga úr eða jafnvel rjúfa verkjaboðin.  

Yfirskriftin er orðaleikur sem vísar annars vegar til þess hve mikilvægt og valdeflandi það er að skilja hvað verkir og verkjaboð eru – og hins vegar til þess að hægt sé að skilja við verkina, þ.e. markmiðið er ekki að lifa með verkjunum heldur að gjörbreyta sambandinu við þá og að læra aðferðir byggðar á taugavísindum og jákvæðri sálfræði, sem geta brotið upp langvinn verkjamynstur og jafnvel náð að rjúfa verkjaboðin.

Mikilvægt er að ítreka að þessi nálgun fjallar ekki um að verkir séu huglægir – allir verkir eru raunverulegir verkir, en undirliggjandi orsök getur verið mismunandi.

Hér fyrir neðan er listi frá Pain Reprocessing Therapy Center yfir einkenni sem algengt er að séu taugamótuð. Ath. að flest þessi einkenni geta líka verið vegna kerfislægra sjúkdóma/structural disease processes. (Hér er PDF skjal með þessum lista)

Á vinnustofunni fræðast þátttakendur fræðast um verki, taugakerfið og taugamótaða verki, ásamt því að vinna verkefni sem hjálpa þeim að skilja eigið verkjamynstur og fá verkfæri til að vinna með áfram til að bæta heilsu sína og vellíðan.

Efnið byggir á þekkingu um mótanleika heilans (e. neuroplasticity) og hvernig hægt er að beita henni í tengslum við langvinna verki. Farið er í lífeðlisfræði streitu og vellíðunar og hvernig taugakerfi okkar virkar. Unnir er með sannreyndar aðferðir jákvæðrar sálfræði sem miða að því að skapa innra öryggi, auka skilning og stjórn á tilfinningum og efla jákvætt hugarástand. Ásamt því er farið yfir heilsueflandi lífsstíl og hvernig við getum stutt við líkamann í daglegu lífi. 

Nálgunin byggir á aðferðum jákvæðrar sálfræði, PRT verkjaendurferlunar (Pain Reprocessing Therapy), markþjálfunar og jóga.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að skrá þig á biðlista fyrir næstu vinnustofu.

UMSAGNIR UM VINNUSTOFUNA

„Sóley og Edda eru með mjög þægilega nærvera, brosmildar og nærgætnar. Mæli svo sannarlega með vinnustofunni því að hún er nákvæm og fræðandi ásamt því að gefa tól og tæki til að halda áfram að vinna með þá hluti sem er farið yfir”

„Þessi vinnustofa vakti með mér von um að geta losnað við mígreni sem hefur fylgt mér síðan ég var barn. Leiðbeinendur skemmtilegir og komu efninu vel frá sér og það var gott að fá leiðbeiningar um hvernig sé hægt að vinna með þetta áfram.“

– Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir

Opnar augun fyrir nýjum veruleika. Þið sýndu hvernig hægt er að hafa áhrif á hugsanir og verki. Deilduð ykkar reynslusögum sem hefur alltaf áhrif . Þið eru með góða nærveru og myndið gott traust.

– Sif Beckers

DAGSKRÁIN Í HNOTSKURN

KL. 10-12: SKILJUM VERKINA

Fræðslufyrirlestrar um verki, heilann, taugakerfið og taugamótanleika

þátttakendur fá verkefni og æfingar til að skoða eigið verkjamynstur

12-13: Hádegishlé

13-15: SKILJUM VIÐ VERKINA

Fræðsla um aðferðir til að endurtengja taugabrautir verkjanna

Valdeflandi verkefni og æfingar

—-

Þátttakendur fá möppur með stuðningsefni til að taka með sér heim eftir vinnustofuna

VIÐTÖL

Hér má hlusta á útvarps viðtöl við okkur bæði í þættinum Í bítið á Bylgjunni og í Mannlega þættinum á RÚV – og blaðaviðtal á vísi.is.

GREIN

Hér má lesa grein sem fjallar um nálgun okkar. Smelltu á myndina til að lesa greinina.

UM OKKUR

Sóley Stefáns
Sigrúnardóttir

Sóley er grafískur hönnuður, heilsumarkþjálfi, jógakennari og PRT meðferðaraðili (Pain Reprocessing Therapy). Hún er með BA í guðfræði og kynjafræði og MA diplóma jákvæðri sálfræði við HÍ. 

Heilsan hefur lengi verið mér áskorun og undanfarin ár hef ég lagt stund á ýmiskonar heilsutengd fræði í leit að leiðum til að endurheimta heilsuna og byggja hana upp. Ég hef reynt á eigin skinni hvaða umbreytingu er hægt að ná með þekkingu á líkamanum, hugarvinnu og nærandi lífsstíl. 

Ég hef lengst af starfað sem grafískur hönnuður en nú nýti ég sköpunarkraftinn í að styðja fólk við að hanna sína vegferð í átt að bættri heilsu og velsæld í lífinu.

Mynd af Eddu Björk

Edda Björk
Pétursdóttir

Edda er markþjálfi frá Gothia Akademi í Svíþjóð,  jógakennari og PRT meðferðaraðili (Pain Reprocessing Therapy). Hún er með BA í félagsfræði og MA diplóma í jákvæðri sálfræði við HÍ. 

Í kjölfar veikinda og áfalla dreymir mig um að tengja saman jákvæða sálfræði við markþjálfun og jóga og skapa þannig uppbyggilegan vettvang til að bæta vellíðan og heilsu fólks. 

Mitt markmið er að hjálpa fólki að lifa innihaldsríku og skapandi lífi og vekja fólk til umhugsunar hvað það er í raun sem skiptir mestu máli. Allt þetta hefur hjálpað mér að móta hugmyndir mínar, bæði þegar kemur að persónulegri framþróun, þroska og mögulegri nýsköpun.

HAFA SAMBAND

Einnig er hægt að panta vinnustofu eða fyrirlestur t.d. fyrir hópa eða vinnustaði. Ef þú hefur áhuga, skrifaðu okkur póst og við verðum í sambandi.

Hafðu endilega samband ef þú ert með spurningar eða vilt fá nánari upplýsingar

Einnig verður í boði 8 vikna netnámskeið sem hefst 3. mars '24

UMSAGNIR UM NÁMSKEIÐIÐ
Þetta er námskeið sem hjálpar manni að skilja verkina og ástandið sem maður er að kljást við, það gefur manni verkfæri til að takast á við það og breyta vönum sem viðhalda ástandinu.

Í raun geta verkir og ástand verið gamalt forrit sem gengur í engu samræmi við það sem raunverulega er í gangi í líkamanum í dag. Stjórnendurnir eru dásamlegar og andrúmsloftið mjög afslappað og nærandi, engin pressa né tilætlunarsemi.

Allir fá að vera á sínu ferðalagi. Maður mætir skilningi og samkennd ( sem er eitthvað sem flestar okkar fá ekki eða finnst við ekki fá annarsstaðar). Efnið er mjög aðgengilegt og þær búa til öruggt svæði til að slaka á og tengjast.
Umsagnir
"Ekki spurning að fara, námskeiðið gefur góðan árangur í betri líðan, meiri skilning og trú að geta haft áhrif. Síðan situr eftir mikið af verkfærum til að vinna áfram með."
Umsagnir
"Mér fannst ég fá verkfæri sem ég er nú þegar farin að nýta mér til að minnka þráhyggju yfir verkjum og kvíða. Áhugaverð fræðsla og verkefni sem kveiktu á enn meiri löngun til að fræðast meira og gera meira.

Edda og Sóley alveg yndislegar, gott að heyra þeirra sögu og sjá hvar þær eru staddar í dag. Mæli 100 % prósent með þessu námskeiði."
Umsagnir
Frábært námskeið þar sem bæði vísindaleg og andleg nálgun er um líðan og hvernig hægt er að sjá það jákvæða, breyta huganum til hins betri, endurbyggja brautirnar og endurtengja. Verkfæri til þess að tengjast líkamanum og fara inn á við. Samþykkja og halda áfram.

Mæli 100 % með. Farið í mataræði, öndun, jóga, og hvað heilinn er merkilegur og miklu meir.
Umsagnir
"Myndi mæla 100% með námskeiðinu, gefur þér verkfæri til að takast á við líkamlega og andleg langvarandi veikindi, gefur þér styrk og von, góð og kjörnuð nálgun á að hvernig við getum gert en betur að skilja verkina og sýna okkur samkennd."
Umsagnir
"Fyrst og fremst þakklæti til leiðbeinenda fyrir faglegt og hvetjandi námskeið. Einstaklega vel heppnað. Ég hef verið inn í Virk í rúmlega ár og hef ekki farið á svona gott námskeið um nákvæmlega þetta viðfangsefni með þessari nálgun."
Mundir þú mæla með námskeiðinu?
Svarið væri hiklaust og jákvætt gagnvart þessu námskeiði. Mæli með fyrir alla í svipaðri stöðu. Ekkert þessu líkt er í boði að mínu viti. Mætti bæta við fleiru, fyrir utan verkina, öðrum atriðum sem tengjast langvarandi ástandi verkja, þrekleysi og algeru heilsuleysi tengt streitu og kulnun. Kulnun sem tengist ekki atvinnu sérstaklega, heldur langvarandi heilsuleysi. Þetta er algjörlega óplægður akur.
Previous slide
Next slide
Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni