- markþjálfun
- Jákvæð sálfræði
- Jóga & jóga nidra
Að sjá hlutina
í nýju ljósi
Stendur þú á tímamótum og þarft aðstoð við að sjá hlutina í nýju ljósi?
Ég nýti valdeflandi aðferðir markþjálfunar og jákvæðrar sálfræði til að hjálpa þér að;
- Vaxa og blómstra í leik og starfi
- Öðlast meiri skýrleika
- Opna ný tækifæri
- Auðvelda ákvarðanatöku
- Auka persónulegan vöxt
- Auka vellíðan
Taktu þér tíma til að verða enn betri útgáfa af sjálfri/um þér!
Sendu mér tölvupóst og bókaðu tíma. Ég býð upp á frítt kynningarspjall og stakur tími er á 18.900 krónur.
Markmið mitt er að tengja saman jákvæða sálfræði við markþjálfun og jóga og skapa þannig uppbyggilegan vettvang til að bæta vellíðan og heilsu fólks. Hjálpa fólki að lifa innihaldsríku og skapandi lífi og vekja fólk til umhugsunar um hvað það er í raun sem skiptir mestu máli.
Ég hef upplifað á eigin skinni að með bjartsýni, jákvæðni og von að leiðarljósi er hægt að hugsa í lausnum og byggja sig upp. Það má rækta með sér forvitni og eiginleikann að prófa sig áfram í átt að betra jafnvægi og aukinni vellíðan.
- MA diplóma í jákvæðri sálfræði – Endurmenntun HÍ
- Meðferðaraðili í PRT- verkjaendurferlun (Pain Reprocessing Therapy)
- Markþjálfi – Gothia Akademi í Gautaborg
- Hatha jóga kennsluréttindi – Yogayama Svíþjóð
- Kennsluréttindi í bandvefsnuddi og hreyfifærni – Happy Hips
- Jógakennsluréttindi í Jóga Nidra – Uma Dinsmore Tuli & Nirlipta Tuli – Yogavin
- BA í félagsfræði – Háskóli Íslands