Um heilsuhönnun
Heilsuhönnun ehf. er í eigu Sóleyjar Stefáns og býður upp á heildrænar, skapandi og valdeflandi leiðir til að koma heilsunni á góðan stað.
Aðferðirnar sem byggt er á eru:
- Hönnunarhugsun
- PRT verkjaendurferlun
- heilsumarkþjálfun
- markþjálfun
- Jákvæð sálfræði
- Jóga & Jóga nidra
<Í hugtakinu Heilsuhönnun felst sú hugsun að hægt sé að ‘hanna heilsuna’ – að hægt sé að setjast í sæti hönnuðarins og hanna leiðina að bættri heilsu og vellíðan. það er að mínu mati valdeflandi nálgun og hvetur fólk til að leita inn á við að eigin svörum.
Bæði hönnun og markþjálfun vinna í möguleikavíddinni – með ótakmarkaða trú á að það séu alltaf til leiðir til að leysa vanda eða umbreyta og komast á betri stað.
Eins og er beinist starf Heilsuhönnunar sérstaklega að stuðningi við fólk sem glímir við langvinna verki. Eftir að hafa endurheimt heilsuna eftir langa leit að svörum vil ég nýta krafta mína í að styðja aðra til að koma heilsunni á góðan stað. Hér má lesa um mína heilsuvegferð.
Eddu Björk Péturdóttur gekk til liðs við mig við að þróa námskeiðið Skiljum (við) verkina sem við bjóðum upp á saman. Við deilum einnig aðstöðu á heildrænu meðferðamiðstöðinni Shalom í Þverholti 14, 105 Reykjavík þar sem við vinnum saman og bjóðum upp á einkatíma.
Sóley Stefáns
Í Heilsuhönnun skoðum við heilsuna þína heildrænt. Allt í okkar daglega lífi hefur áhrif á heilsufarið. Til að finna okkar jafnvægi þurfum við að skoða heildina, þætti eins og tengsl okkar við eigin líkama, hugarfarið, öndun, svefn, mataræði, tengsl við náttúruna og sköpunarkraftinn, fjölskyldu- og félagstengsl og innra öryggi.
Stór hluti af því sem við gerum daglega er vanabundin hegðun. Dagsdaglega hættir heilanum til að fara troðnar slóðir. Það getur verið áskorun að móta nýjar brautir, brjóta sig út úr rútínunni og leyfa sér að hugsa hlutina upp á nýtt. Þar er sköpunarkrafturinn lykilverkfæri. Hann er krafturinn sem við nýtum í heilsuhönnun. Við staðsetjum okkur í möguleikavíddinni, gefum okkur leyfi til að leika okkur, flæða, finna leiðir og láta okkur dreyma.
Í Heilsuhönnun er þér ekki sagt hvað þú átt að gera. Þú færð innblástur og stuðning til valdeflingar, til að móta þína leið til að komast á góðan stað, blómstra og verða þinn eigin heilsuhönnuður.
Það eru engar algildar aðferðir eða svör sem eiga við alla. Hver manneskja á sína sögu, sitt einstaka lífshlaup sem hefur m.a. áhrif á genahegðun, taugakerfið, hormónakerfið og örverukerfið. Hver manneskja þarf að byggja upp góð tengsl við sinn líkama til að finna hvað virkar; hvaða mataræði, hvaða hreyfing, hvernig félagslíf, hvaða skapandi starf o.s.frv. Í Heilsuhönnun færðu stuðning til að finna þínar leiðir.