Í viku fimm beinum við sjónum okkar í ríkari mæli að þáttum sem styðja okkur í því verkefni að skilja við verkina.
Við fjöllum um mikilvægi þess að skapa sér sýn og stilla þannig áttavitann þangað sem við viljum stefna. Til að byggja grunninn að því vinnum með að greina grunngildi og styrkleika.
Sýnt hefur verið fram á að fólk sem þekkir gildi sín og lifir í samræmi við þau er líklegra til að búa við velsæld og góða heilsu. Þegar við tökum ákvarðanir, eða hegðum okkur á skjön við gildi okkar, getur það valdið streitu og kvíða.
Þú fræðist m.a. um:
- Að skapa sér framtíðarsýn
- Gildi og styrkleika og færð æfingu til að greina þín grunngildi og styrkleika
- Mikilvægi innri áhugahvatar, að það sem við gerum sé í samræmi við okkar innri áhuga og gildi okkar í lífinu.
Þú færð verkefni sem styður þig í að greina gildi þín og styrkleika og móta þér sýn.