Um heilsuhönnun
Heilsuhönnun ehf. er í eigu Sóleyjar Stefáns Sigrúnardóttur hönnuðar, heilsumarkþjálfa og jógakennara og býður upp á heildræna heilsuhönnun & markþjálfun, heilsutengd námskeið og heilsutengda grafík.
——-
Eftir að lenda í veikindum sem komu í veg fyrir möguleika mína til að starfa sem grafískur hönnuður fór ég í langa vegferð í leit að leiðum til að endurheimta heilsuna (sem ég segi frá í lengra máli í heilsusögunni minni hér að neðan).
Nú þegar ég hef náð starfsgetu aftur vil ég nýta krafta mína í að styðja aðra sem vilja vinna með hugarfar, mataræði og lífsstíl til að koma heilsunni á góðan stað.
Þegar ég fór að prófa mig áfram sem heilsumarkþjálfi fann ég að ég var enn að vinna sem hönnuður, bara á annan hátt. Ég var að hjálpa fólki að hanna sína leið til heilsu ásamt því að hanna grafískt efni til stuðnings. Út frá þeim pælingum kviknaði hugmyndin að Heilsuhönnun. Ég gúgglaði orðið og leitaði í orðabók en fann ekkert. Ég ákvað þá að búa það orð til og hafa að leiðarljósi í minni vinnu.
Í orðinu Heilsuhönnun felst sú hugsun að hægt sé að hanna heilsuna, þ.e. að heilsan sé mótanleg og að við höfum töluvert vald til að hafa áhrif á hana – við getum hannað okkar leið til heilunar og heilsu.
Hönnun byggir í grunninn á sköpunargleði, forvitni, bjartsýni og að virkja innsæið, hún er aðgerðamiðuð, snýst um að skissa og prófa sig áfram. Góð hönnun er heildræn, hún fléttar saman fegurð, virkni og næmi fyrir samhengi. Hún snýst um að skapa eitthvað nýtt, finna leiðir til að leysa vanda eða endurhanna það sem þarfnast umbóta – hún snýst um að gera heiminn betri og betri.
Heilsuhönnun byggir á þeirri trú að það séu alltaf hægt að umbreyta núverandi ástandi í betra, hvar sem við erum stödd með heilsuna.
Heilsumarkþjálfun hjálpar fólki að skilja betur eigin heilsu, skoða undirliggjandi orsakir, takmarkandi hugarfar og drauma og langanir. Þetta er valdeflandi leið sem byggir á samtali og opnum spurningum sem hjálpa markþega við að greina hvaða leiðir henta þeim best til að byggja upp og viðhalda góðri heilsu. Heilsan er skoðuð heildrænt og einstaklingsmiðað. Það er ekkert eitt mataræði eða lífsstíll sem hentar öllum. Hver manneskja þarf að hanna sína leið, prófa sig áfram skref fyrir skref, og finna þær aðferðir sem henta henni og hennar aðstæðum best til að skapa góða heilsu og hamingju.
Heilsumarkþjálfi er ekki ráðgjafi eða fræðingur sem greinir gefur fyrirmæli, heldur meira eins og samstarfsfélagi. Ýmsar heilsumælingar og fræðsla er í boði eftir því sem við á samhliða heilsumarkþjálfuninni í samtali við markþega.
Við þekkjum flest vel að það er hægara sagt en gert að breyta. Lífið er fullt af verkefnum og orkan sem þarf til að breyta vanabundinni hegðun getur verið af skornum skammti. Það getur því breytt öllu að fá stuðning.
Hugsjón mín með Heilsuhönnun er að veita innblástur og valdeflingu með því að:
- hvetja þig til að líta á heilsueflingu sem skapandi og gefandi hönnunarverkefni, sem þú vinnur í vináttu við sjálfa þig, líkamann þinn og líf
- bjóða upp á heilsumarkþjálfun
- bjóða upp á áhugaverð námskeið og fræðsluefni

Leiðarljós í nálgun Heilsuhönnunar
Í Heilsuhönnun skoðum við heilsuna þína heildrænt. Allt í okkar daglega lífi hefur áhrif á heilsufarið. Tengslin við líkamann verða oft verri ef heilsan er ekki í lagi og þá getur jafnvel myndast óvinátta við hann. Til að finna okkar jafnvægi þurfum við að skoða þætti eins og að anda vel, fá nægan svefn, nærandi mat, passlega hreyfingu, vera í tengslum við náttúruna og sköpunarkraftinn, eiga góð fjölskyldu- og félagstengsl og finna fyrir innra öryggi.
Það eru engar algildar aðferðir eða svör sem eiga við alla. Hver manneskja á sína sögu, sitt einstaka lífshlaup sem hefur m.a. áhrif á genahegðun, taugakerfið, hormónakerfið og örverukerfið. Hver manneskja þarf að byggja upp góð tengsl við sinn líkama til að finna hvað virkar; hvaða mataræði, hvaða hreyfing, hvernig félagslíf, hvaða skapandi starf o.s.frv. Í heilsuhönnun & markþjálfun færðu stuðning til að finna þínar leiðir.
Stór hluti af því sem við gerum daglega er vanabundin hegðun. Dagsdaglega hættir heilanum til að fara troðnar slóðir. Það getur verið áskorun að móta nýjar brautir, brjóta sig út úr rútínunni og leyfa sér að hugsa hlutina upp á nýtt. Þar er sköpunarkrafturinn lykilverkfæri. Hann er krafturinn sem nýtum í heilsuhönnun. Við staðsetjum okkur í möguleikavíddinni, gefum okkur leyfi til að leika okkur, flæða, finna leiðir og láta okkur dreyma.
Í heilsuhönnun & markþjálfun er þér ekki sagt hvað þú átt að gera. Þú færð innblástur til valdeflingar á þinni heilsuvegferð, hlustun og stuðning til að komast á góðan stað og verða þinn eigin heilsuhönnuður.
Það er hægara sagt en gert að breyta hugarfari og lífsstíl og okkar vanabundnu hegðun.
Vissulega er nóg af upplýsingum um hvað við ættum að gera og því ættum við öll að vera heilsuhraust og í góðum málum. En upplýsingarnar eru mótsagnakenndar og þar kemur heilsuhönnunin inn: Hún snýst í grunninn um að takast á við það verkefni að styðja fólk til að raungera þær breytingar sem það vill eða þarf að gera til að koma heilsunni á góðan stað.
Owning our story and loving ourselves through that process is the bravest thing that we will ever do.
heilsuvegferðin mín
Allir eiga sína heilsusögu og heilsuáskoranir. Ég deili heilsusögu minni hér í þeim tilgangi að veita ÞÉR innblástur til að setja heilsuna í fyrsta sæti og trú á að hægt sé að ná fram umbreytingu á heilsunni með hugarvinnu, mataræði og lífsstíl.
Heilsan hefur í raun verið mér áskorun síðan ég var barn þegar ég greindist með Hashimoto’s vanvirkan skjaldkirtil. Móðir mín hafði þá gengið með mig á milli lækna í um tvö ár að reyna að finna út hvað væri að dótturinni sem breyttist úr brosandi lífsglaðri stelpu í skapvonda og síþreytta stelpu. Þær eru þónokkuð margar sögurnar sem móðir mín hefur rifjað upp andvarpandi, eins og „þegar þú, 5 ára, lagðist ítrekað niður á gangstéttina og sagðist ekki labba skrefinu lengra vegna þreytu! Og ég þurfti að halda á þér um allt”.
Svo kom að því að svarið fannst og ég var svo heppin að eiga dásamlegan frænda sem var innkirtlasérfræðingur og ég fékk skjaldkirtilslyf sem komu mér í mun betra jafnvægi. Ég varð þó ekki sama hressa stelpan aftur, læknaheimsóknir voru algengar vegna allskyns kvilla sem lítið var um svör við.
Orkuleysi, heilaþoka, stoðkerfisverkir, höfðuðverkir, sveppasýkingar, húðvandamál, þyngdaraukning, alls kyns mataróþol og meltingartruflanir hafa verið reglulegir gestir hjá mér. Ég hef fengið allskonar greiningar eins og vefjagigt, mígreni, latan ristil, bakflæði, athyglisbrest (ADD), ‘myofacial pain syndrome’, brjósklos og hrörnunarbreytingar í liðþófum. Ég hef verið í allskyns þjálfun og meðferðum sem hafa hjálpað og bjargað mér í gegnum erfið tímabil. Ég hef líka fengið lyf við mörgum af þessum einkennum, sum virkuðu vel, en mörg voru bara vel þegnir plástrar á einkennin í einhvern tíma og svo komu aukaverkanir sem færðu mér ný vandamál – og gömlu vandamálin komu aftur.
Heilsan var dáldið eins og jójó – upp og niður og erfitt að treysta á hana og skipuleggja lífið, því ef heilsan fór niður fór allt skipulag í vaskinn. Ég náði þó að skapa mér aðstæður til að starfa sjálfstætt og gat þannig haft betri stjórn á vinnunni og dregið úr henni eða stoppað ef þurfti – sem gat verið ansi stressandi afkomulega. En heilsan hafði líka mikil áhrif á lífið í heild, orkan til að sinna fjölskyldunni, taka þátt í félagslífi, íþróttum og áhugamálum var oft af skornum skammti og svefngæðin oft af skornum skammti. Þessu ástandi fylgdi svo reglulega, vonleysi, einmanaleiki og laskað sjálfstraust.
Ég var svo heppin að komast um 25 ára gömul ( á síðustu öld! 🙂 í meðhöndlun hjá Helga Valdemarssyni lækni, einn af örfáum sem hafði þekkingu á mikilvægi örverukerfisins, löngu áður en það var eitthvað sem þótti mikilvægt. Það skipti sköpum fyrir mig að meðhöndla örveruóreiðuna sem fólst í ofvexti á Candida sveppsins með réttu mataræði. Þarna lærði ég ung hve gríðarleg áhrif mataræði og þarmaflóran hefur á heilsu – og ég lærði að trúa því ekki þegar mér er sagt að það sé ekkert hægt að gera. Það er alltaf leið til að bæta, þó það sé oft krefjandi verkefni að finna rót vandans og leiðina til að koma heilsunni á betri stað.
En þessi meðhöndlun náði þó ekki í rót míns vanda, því ef ég var ekki á tánum með mataræði og lífsstíl og passaði uppá vinnuálag og streitu hrundi heilsan aftur. Ég hafði ekki náð að skilja áhrif undirliggjandi streitu á heilsuna.
Heilsuhrun
Það kom að því að ég lenti í álagi sem ég réði ekki við, verkefni sem var stærra en ég kunni að höndla, sem var að fylgja manninum mínum í gegnum krabbamein og andlát. Ég hef reyndar sjaldan verið sterkari en í gegnum veikindin hans, þá var ekkert annað í boði. En eftir andlátið fór heilsan að gefa sig, öll einkennin sem ég þekkti dúkkuðu upp, en nú bættust við ný einkenni sem tengdust taugakerfinu. Ég hafði ekki lengur fulla stjórn á því og upplifði kvíða sem ég hafði ekki kynnst áður, stundum ofsakvíða sem tók stjórnina af mér. Þetta dró úr mér kjark til að taka að mér verkefni og setja mig í krefjandi aðstæður. Ég lenti svo í myglu á heimili mínu sem jók einkenni og bætti nýjum einkennum á einkennalistann.
Ég hélt áfram að starfa við grafíska hönnun eins og ég gat en varð svo að hætta að vinna vegna stoðkerfisverkja sem lýstu sér þannig að vinstri öxlin mín hætti að virka (ég er örvhent…), um tíma gat ég varla skrifað nafnið mitt.
Ég var komin á erfiðan stað og upplifði vonleysi – og horfði fram á örorku ef ég fyndi ekki leiðina tilbaka. Það er svo niðurbrjótandi að geta ekki unnið fyrir sér og hafa ekki orku til að taka þátt í samfélaginu. Því fylgir einsemd og sú mikilvæga tilfinning að tilheyra dofnar og jafnvel hverfur.
Ég gekk á milli lækna og meðferðaraðila í leit að heilsunni, alltaf með von í brjósti um að þessi meðferðin eða hin mundi koma mér í lag, en hægt gekk, stundum dáldið upp og svo aftur niður.
Ég lifði nokkuð góðum lífsstíl en það tókst ekki alltaf að halda það stranga mataræði sem ég virtist þurfa, þegar mikil vanlíðan er til staðar getur viljastyrkurinn stundum verið af skornum skammti.
Ég fann að sorgin tók á, það var eins og hún vildi ekki sleppa takinu, mér var ekki að takast að lifa með henni. Ég fann og veit að sorg og áföll hafa víðtæk áhrif á líkamann, því allt sem gerist í huganum hefur áhrif á öll kerfi líkamans. Ég spurði gigtarlækni hvort hann teldi að sorg geti verið bólguvaldandi – hann sagði „við erum allavega hættir að hlæja að slíkri spurningu”. Í dag veit ég að auðvitað getur sorg verið bólguvaldandi, slíkt streituálag hefur áhrif á alla líkamsstarfsemina, efnaskipti, hormónaheilsu, örverukerfið, allt.
Heilsan í fyrsta sæti
Ég ákvað að ég yrði að fjárfest í heilsunni og setja allan minn fókus á að skilja líkamann heildrænt, skilja hvað líkaminn minn þyrfti til að heilast og halda heilsu.
Ég fór í jógakennaranám, bæði hér heima og á Indlandi, tók jóga nidra kennaranám (djúpslökunaraðferð) og anatómíunám í London og svo í kjölfar þess fór ég í nám í heilsumarkþjálfun, þar sem heilsan er skoðuð á heildrænan hátt og unnið með mataræði, hugarrækt og lífsstíl. þessi heilsuvegferð; þekkingin og viskan sem myndaðist, breytti viðhorfum mínum og hugsun á djúpstæðan hátt og var svo valdeflandi – ég öðlaðist dýpri skilning á getu líkamans til að heilast fái hann rétta næringu, aðstæður og heilandi hugarfar. Ég náði að dýpka tengslin við líkamann minn, skapa vináttutengsl, eiga hann og bera ábyrgð á honum og skilja hvað margt varðandi heilsuna er í mínum höndum.
Það sem skipti svo sköpum fyrir mig í að endurheimta heilsuna var að kynnast aðferðum sem byggja á taugaendurmótun eða endurmótun heilans (neuroplasticity). Ég hef sökkt mér í þau fræði og dýpkað skilninginn á því hvernig hægt er að virkja hugann til að endurtengja heilabrautirnar og róa tilfinningastöð heilans (randkerfið) til að losna úr viðjum þrálátra einkenna. Út frá því hef ég haldið áfram að þróa með mér aðferðir sem hafa virkað með undraverðum hætti bæði gegn þrálátum verkjum og öðrum þrálátum líkamlegum einkennum eins og iðraólgu og gegn huglægum einkennum eins og kvíða og depurð – þetta er allt eitt kerfi hugurinn og líkaminn. Í kjölfarið á þessum áhuga mínum ákvað ég að sækja um í MA nám í jákvæðri sálfræði, sem ég stunda núna.
Í gegnum þessa vegferð hef ég fundið mína leið til góðrar heilsu aftur. Mér líður vel í dag og get gert flest sem ég vil – og er yfir mig þakklát fyrir heilsuna – ég og líkaminn minn gerum þetta saman, í samtali, vináttu og virðingu.
Að halda góðri heilsu er daglegt verkefni alla ævi og allskyns heilsuáskoranir eru partur af lífinu. Þess vegna er svo mikilvægt að komast út úr íþyngjandi hugarfari gagnvart heilsunni og finna leiðir til að taka ábyrgð og gera heilsueflinguna og heilsueflandi lífsstíl að áhugaverðu verkefni.
Nú á heilsa og heildræn heilsuefling hug minn allan og að nýta mína reynslu og þekkingu til að styðja fólk sem vill taka utan um heilsuna sína og hanna sína vegferð í átt að góðri heilsu, hamingju og velsæld!
Heilsa og hönnun
Ég er hönnuður að mennt er því þjálfuð í að beita skapandi nálgun og hönnunarhugsun við að leysa verkefni. Sá bakgrunnur hefur alltaf verið nálægur í gegnum heilsuvegferðina mína. Að sjá mótlætið sem verkefni sem hægt er að leysa með skapandi og lausnamiðaðri nálgun. Fyrir mér byggir hönnun í grunninn á bjartsýni og trúnni á að það séu alltaf til lausnir, hún snýst um að hanna og búa til eitthvað sem ekki er ennþá til, leysa eitthvað sem hefur ekki verið leyst – þannig hef ég tileinkað mér að horfa á heilsueflinguna sem skapandi hönnunarverkefni.
You can't use up creativity. The more you use, the more you have.
heilsuhönnun
Heilsuhönnun og heilsumarkþjálfun eru aðferðir sem byggja á sköpunarkrafti og bjartsýni. Við vinnum í möguleikavíddinni – með ótakmarkaða trú á að það séu alltaf til leiðir til að leysa vanda.
Til að styðja þig á þinni heilsuvegferð nýti ég:
- 6 skrefa ramma heilsuhönnunar
- aðferðir heilsumarkþjálfunar –djúpa hlustun, kjarnandi spurningar og viðeigandi ráðleggingar
- aðferðir jákvæðrar sálfræði
- aðferðir jóga sem efla tengsl hugar og líkama
Bókaðu 15 mín kynningarsamtal ef þú vilt heyra í mér – eða 45 mín. heilsusögusamtal þér að kostnaðarlausu ef þú vilt koma beint í það. Við skoðum í sameiningu hvort okkar samvinna gæti passað þér.

Minn bakgrunnur
- MA Diplómanám í Jákvæðri sálfræði
- BA Grafísk hönnun - LHÍ
- BA Guðfræði og kynjafræði - HÍ
- Heilsumarkþjálfun IIN - Institute for Integrative Nutrition
- Þarmaheilsa IIN framhaldsnám - Institute for Integrative Nutrition
- Hormónaheilsa IIN framhaldsnám - Institute for Integrative Nutrition
- BA Guðfræði og kynjafræði - HÍ
- Hatha yoga í anda Scaravelli kennaranám
- Anatomy for Yoga Teachers með Gary Carter
- Yoga Nidra og Yoga Nidra Advanced kennaranám
- Kundalini yoga kennaranám
- PCD - Diploma í visthönnun
Um heilsuhönnun ehf.
Heilsuhönnun er í eigu Sóleyjar Stefánsdóttur hönnuðar, heilsumarkþjálfa og jógakennara og býður upp á einstaklingsmiðaða heilsumarkþjálfun og hópnámskeið.
Eftir að lenda í veikindum sem komu í veg fyrir möguleika mína til að starfa sem grafískur hönnuður fór ég í langa vegferð í leit að leiðum til að endurheimta heilsuna sem ég segi frá í lengra máli í heilsusögunni minni hér að neðan.
Nú þegar ég hef náð starfsgetu aftur á það hug minn og hjarta að styðja aðra til að endurheimta heilsuna, fyrirbyggja veikindi og viðhalda góðri heilsu.
Þegar ég fór að prófa mig áfram sem heilsumarkþjálfi fann ég að ég var enn að vinna sem hönnuður, bara á annan hátt. Ég var að hjálpa fólki að hanna sína leið til heilsu – og ég var að hanna grafískt stuðnings og fræðsluefni sem nýttist með markþjálfuninni. Út frá þeim pælingum kviknaði hugmyndin að Heilsuhönnun. Ég gúgglaði orðið og leitaði í orðabók en fann ekkert. Ég ákvað þá að búa það orð til og hafa að leiðarljósi í minni vinnu.
Í orðinu Heilsuhönnun felst sú hugsun að hægt sé að hanna heilsuna, þ.e. að við höfum innra vald og getu til þess að hanna okkar leið til heilunar og heilsu. Ásamt því er fókus minn í heilsuhönnun að hanna áhugavekjandi efni sem veitir innblástur og valdeflir.
Hönnun byggir í grunninn á sköpunarkrafti, forvitni og bjartsýni. Hún snýst um að skapa eitthvað nýtt, leysa eitthvað sem hefur ekki verið leyst, endurhanna eitthvað sem þarfnast umbóta. Heilsuhönnun byggir á þeirri trú að það séu alltaf hægt að umbreyta núverandi ástandi í betra, hvar sem við erum stödd með heilsuna og ég vinn með aðferðir heilsumarkþjálfunar sem valdefla fólk til að skilja betur eigin heilsu, greina undirliggjandi orsakir, takmarkandi hugarfar og drauma og langanir. Nýta svo sköpunarkraftinn til að hanna nýjar leiðir til breytinga og bóta, prófa sig áfram og innleiða, skref fyrir skref, eigin heilsueflandi leiðir sem verða hluti af lífsstílnum til framtíðar.
En við þekkjum flest vel að það er hægara sagt en gert að breyta. Lífið er fullt af verkefnum og orkan sem þarf til að breyta vanabundinni hegðun getur verið af skornum skammti. Það getur því breytt öllu að fá stuðning.
Hugsjón mín með Heilsuhönnun er að veita innblástur og valdeflingu með því að:
- hvetja þig til að líta á heilsueflingu sem skapandi og gefandi hönnunarverkefni, sem þú vinnur í vináttu við sjálfa þig, líkamann þinn og líf
- bjóða upp á heilsumarkþjálfun
- bjóða upp á áhugaverð námskeið og fræðsluefni
- skapa styðjandi samfélag fólks í Heilsuhönnun

heilsusagan mín
Owning our story and loving ourselves through that process is the bravest thing that we will ever do.
Allir eiga sína heilsusögu og heilsuáskoranir. Ég deili heilsusögu minni hér í þeim tilgangi að veita ÞÉR innblástur til að setja heilsuna í fyrsta sæti – veitt þér trú á þá umbreytingu sem er hægt að ná með réttri næringu, hugarfari og lífsstíl.
Heilsan hefur í raun verið mér áskorun síðan ég var barn þegar ég greindist með Hashimoto’s vanvirkan skjaldkirtil. Móðir mín hafði þá gengið með mig á milli lækna að reyna að finna út hvað væri að dótturinni sem breyttist úr brosandi lífsglaðri stelpu í skapvonda og síþreytta. Þær eru þónokkuð margar sögurnar sem móðir mín hefur rifjað upp andvarpandi “eins og þegar ég, 5 ára, lagðist ítrekað niður á gangstéttina og sagðist ekki labba skrefinu lengra vegna þreytu! Og hún þurfti að bera mig á leiðarenda”. Ég fékk svo skjaldkirtilslyf sem komu mér í betra jafnvægi, en ég varð ekki sama hressa stelpan aftur.
Orkuleysi, heilaþoka, stoðkerfisverkir, höfðuðverkir, þyngdaraukning, alls kyns mataróþol og meltingartruflanir hafa verið reglulegir gestir hjá mér. Ég hef fengið allskonar greiningar eins og vefjagigt, mígreni, latan ristil, bakflæði, athyglisbrest (ADD), ‘myofacial pain syndrome’, brjósklos og hrörnunarbreytingar í liðþófum. Ég hef verið í allskyns þjálfun og meðferðum sem hafa hjálpað og bjargað mér í gegnum erfið tímabil. Ég hef líka fengið lyf við mörgum af þessum einkennum, stundum voru þau vel þegnir plástrar á einkennin en oft bara í einhvern tíma og svo komu aukaverkanir sem færðu mér ný vandamál.
Heilsuleysið dró verulega úr lífsgæðum mínum – geta mín til að vinna og taka að mér verkefni var oft skert og orkan til að sinna fjölskyldunni, taka þátt í félagslífi, íþróttum og áhugamálum var af skornum skammti. Svefngæðin, sem eru grundvöllur þess að halda heilsu, voru oft slæm. Þessu ástandi fylgdi svo reglulega depurð, vonleysi, einmanaleiki og laskað sjálfstraust.
Ég náði að lifa með þessu og náði mér á tímabilum á mjög góðan stað, en ef ég var ekki á tánum með mataræði og lífsstíl og passaði uppá vinnuálag og streytu hrundi heilsan. Ég var svo heppin að komast snemma í meðhöndlun hjá lækni sem skildi mikilvægi örverukerfisins (löngu áður en það komst í almenna umræðu) og það skipti sköpum fyrir mig að meðhöndla örveruóreiðu eins og Candida og SIBO með réttu mataræði, svo ég er komin með áratugareynslu af þeirri mikilvægu vinnu sem töluvert er rætt um í dag.
Heilsuhrun
Það kom svo að því að ég lenti í álagi sem ég réði ekki við, verkefni sem var stærra en ég kunni að höndla, sem var að fylgja manninum mínum í gegnum krabbamein og andlát. Ég hef reyndar sjaldan verið sterkari en í gegnum veikindin hans, þá var ekkert annað í boði. En eftir andlátið fór heilsan að gefa sig, öll einkennin sem ég þekkti dúkkuðu upp, en nú bættust við ný einkenni sem tengdust taugakerfinu. Ég hafði ekki lengur fulla stjórn á því og upplifði kvíða sem ég hafði ekki kynnst áður, stundum ofsakvíða sem tók stjórnina af mér. Þetta dró úr mér kjark til að taka að mér verkefni og setja mig í krefjandi aðstæður.
Ég hélt áfram að starfa við grafíska hönnun eins og ég gat en varð svo að hætta að vinna vegna stoðkerfisverkja sem lýstu sér þannig að vinstri öxlin mín hætti að virka (ég er örvhent… ), um tíma gat ég varla skrifað nafnið mitt.
Ég var komin á erfiðan stað og upplifði mikið vonleysi og horfði fram á örorku ef ég fyndi ekki leiðina tilbaka. Það er svo niðurbrjótandi að geta ekki unnið fyrir sér og hafa ekki orku til að taka þátt í samfélaginu. Því fylgir einsemd, að vera ekki að leggja neitt til, tilheyra ekki.
Ég gekk á milli lækna og meðferðaraðila í leit að heilsunni, alltaf með von í brjósti um að þessi meðferðin eða hin mundi koma mér í lag, en hægt gekk, stundum dáldið upp og svo aftur niður.
Ég lifði nokkuð góðum lífsstíl en það tókst ekki alltaf að halda það stranga mataræði sem ég virtist þurfa, þegar mikil vanlíðan er til staðar getur eina sjáanlega huggunin verið að fá sér eitthvað sem sefar.
Ég fann að sorgin tók á, það var eins og hún vildi ekki sleppa takinu, mér var ekki að takast að lifa með henni. Ég fann og veit að sorg og áföll hafa víðtæk áhrif á líkamann, því allt sem gerist í huganum hefur áhrif á öll kerfi líkamans. Ég spurði gigtarlækni hvort hann teldi að sorg geti verið bólguvaldandi – hann sagði “við erum allavega hættir að hlæja að slíkri spurningu”. Í dag veit ég að auðvitað getur sorg verið bólguvaldandi, slíkt streytuálag hefur áhrif á alla líkamsstarfsemina, efnaskipti, hormónaheilsu, örverukerfið, allt.
viðsnúningur
Ég ákvað að ég yrði að fjárfest í heilsunni og setja allan minn fókus á að skilja líkamann heildrænt, skilja hvað líkaminn minn þyrfti til að heilast og halda heilsu.
Ég fór í jóganám, bæði hér heima og á Indlandi, ég tók jóga nidra djúpslökunarnám og anatómíunám í London og svo á endanum fór ég í nám í heilsumarkþjálfun, þar sem heilsan er skoðuð á heildrænan hátt og boðið var uppá fjöldann allann af frábærum fyrirlestrum lækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, heilsumarkþjálfa og fleiri sérfræðinga sem nálgast heilsu út frá mataræði, hugarrækt og lífsstíl.
Jóga námið gaf mér verkfæri sem ég er óendanlega þakklát fyrir og eru orðin daglegur hluti af lífi mínu, en það var ekki fyrr en ég fór í heilsumarkþjálfunarnámið sem ég fór virkilega að ná heilsunni tilbaka.
Þessi heildræna, einstaklingsmiðaða nálgun og þekking breytti viðhorfum mínum og hugsun á djúpstæðan hátt og var svo óendanlega valdeflandi – ég öðlaðist dýpri skilning á getu líkama míns til að heilast fái hann rétta næringu, aðstæður og stuðning hugans. Ég náði að dýpka tengslin við líkamann minn, skapa vináttutengsl, eiga hann og bera ábyrgð á honum og skilja hvað margt varðandi heilsuna er í mínum höndum. Ég sökkti mér í fræði um mótanleika heilans og dýpkaði skilninginn á því hvernig hugurinn er lykillinn að því að heila heilann og líkamann – og hef reynt hvernig slíkar aðferðir virka með undraverðum hætti bæði gegn líkamlegum einkennum eins og þrálátum verkjum og meltingareinkennum og gegn huglægum einkennum eins og kvíða og depurð – þetta er allt eitt kerfi hugurinn og líkaminn.
Í gegnum þessa vegferð fann ég mína leið til heilsu aftur- mér líður vel í dag og get gert flest sem ég vil og finnst lífið dásamlegt – ég og líkaminn minn gerum þetta saman, í samtali, vináttu og virðingu.
Að halda góðri heilsu er daglegt verkefni alla ævi og þess vegna svo mikilvægt að gera það inspírerandi og skemmtilegt, frekar en að líta á það sem eitthvað sem ég ‘er tilneydd’ til að gera.
Nú brenn ég fyrir því að vinna með fólki sem vill taka utan um heilsuna og hanna og móta sína vegferð í átt að heilandi og nærandi lífsstíl!
Heilsa og hönnun
Ég er hönnuður að mennt er því þjálfuð í að beita skapandi nálgun og hönnunarhugsun við að leysa verkefni. Sá bakgrunnur hefur alltaf verið nálægur í gegnum heilsuvegferðina. Að sjá mótlætið sem verkefni sem hægt er að leysa með skapandi og lausnamiðaðri nálgun. Fyrir mér byggir hönnun í grunninn á bjartsýni og trúnni á að það séu alltaf til lausnir, hún snýst um að hanna og búa til eitthvað sem ekki er ennþá til, leysa eitthvað sem hefur ekki verið leyst – þannig náði ég að horfa á heilsuleitina sem skapandi hönnunarverkefni og þróa nýjar leiðir.
You can't use up creativity. The more you use, the more you have.
heilsuhönnun
Heilsuhönnun ehf. er vettvangur með þann tilgang að styðja fólk til að hanna sína leið í átt að góðri heilsu, orku og vellíðan með skapandi aðferðum hönnunar og heilsumarkþjálfunar.
Ég hef þróað heilsuhönnunarprógram í 6 skrefum sem byggir á samþættum verkfærum hönnunar og heilsumarkþjálfunar sem ég vinn eftir með skjólstæðingum mínum sem vilja hjálp við að finna sína leið til að byggja upp betri heilsu, fyrirbyggja þróun lífsstílstengdra sjúkdóma og koma heilsunni, grundvallarþætti hamingjuríks lífs, á betri stað.
mín sýn fyrir þig
- að þú náir að byggja upp þína draumaheilsu og verðir full/ur af orku, vellíðan og hamingju
- Að gera heilsueflinguna þína að skapandi og áhugaverðu verkefni
- Að styðja þig til að vinna í möguleikavíddinni með óbilandi trú á að allt sé hægt - skref fyrir skref
- Að þú valdeflist til að setjast í forstjórasæti heilsu þinnar
- Að þú náir að byggja upp styrk og orku til að og stíga ölduna í lífinu hvernig sem hún birtist
Bókaðu heilsusamtal þér að kostnaðarlausu ef þetta er eitthvað sem gæti passað þér.
Ég kynni Heilsuhönnun fyrir þér og við förum yfir heilsusöguna þína – og skoðum í sameiningu hvort okkar samvinna sé það rétta.
Minn bakgrunnur
- BA Grafísk hönnun - LHÍ
- Heilsumarkþjálfun IIN - Institute for Integrative Nutrition
- Þarmaheilsa IIN framhaldsnám - Institute for Integrative Nutrition
- Hormónaheilsa IIN framhaldsnám - Institute for Integrative Nutrition
- BA Guðfræði og kynjafræði - HÍ
- Hatha yoga í anda Scaravelli kennaranám
- Anatomy for Yoga Teachers með Gary Carter
- Yoga Nidra og Yoga Nidra Advanced kennaranám
- Kundalini yoga kennaranám