Play Video about Kynningarmynd um Skilum (við) verkina: 8 vikna netnámskeið

SKILJUM (við) VERKINA:
8 vikna netnámskeið

Það skiptir sköpum að skilja verkina, til að geta skilið við þá

Skiljum (við) verkina er valdeflandi og nærandi nálgun fyrir fólk sem býr við langvinna verki og hefur áhuga á að fræðast um samband heilans, taugakerfisins og verkja – og hvernig hægt er að virkja hugann til að endurmóta taugabrautir heilans og draga þannig úr eða jafnvel rjúfa þrálát verkjamynstur.  

heilinn er
mótanlegur
alla ævi

Umsögn þátttakanda

"Fyrst og fremst þakklæti til leiðbeinenda fyrir faglegt og hvetjandi námskeið. Einstaklega vel heppnað. Ég hef verið inn í Virk í rúmlega ár og hef ekki farið á svona gott námskeið um nákvæmlega þetta viðfangsefni með þessari nálgun."

Í HNOTSKURN

Yfirskrift námskeiðsins er orðaleikur sem vísar annars vegar til þess hve mikilvægt og valdeflandi það er að skilja hvað verkir og verkjaboð eru – og hins vegar til þess að hægt sé að skilja við verkina.

 Markmiðið er ekki að lifa með verkjunum heldur að gjörbreyta sambandinu við þá og beita aðferðum, sem byggja á þekkingu um mótanleika heilans, til að brjóta upp langvinn verkjamynstur, draga úr óttaviðbragði í daglegu lífi og endurstilla bæði taugakerfið og hugarfarið.

Nálgunin byggir á sannreyndum aðferðum PRT verkjaendurferlunar (Pain Reprocessing Therapy), jákvæðrar sálfræði, markþjálfunar og jóga.

FYRIRKOMULAG & VERÐ

Aðgangur að efni námskeiðsins opnast
sunnudaginn 7. apríl 2024 

Vikulegir fyrirlestrar og verkefni vikunnar opnast á sunnudagsmorgnum
(hægt að horfa og vinna verkefni á eigin hraða)

Vikulegir fjarfundir á miðvikudögum kl. 17-18,
þar sem hægt er að ræða um efnið og spyrja spurninga
(upptaka fyrir þau sem komast ekki)
 

Stuðningur í lokuðum facebook hópi á meðan á námskeiðinu stendur

ÖNNUR EINKENNI

Þrátt fyrir að við notum orðið ‘verkir’, getur nálgun námskeiðsins verið áhrifarík við margskonar þrálátum heilsufarseinkennum, þar sem rót vandans gæti legið í heila- og taugakerfi (taugamótuð einkenni / neuroplastic symptoms). Dæmi um slík einkenni eru: 

iðraólga – maga og meltingareinkenni – kvíði – þunglyndi – síþreyta – svefnleysi – áfallastreituröskun – svimi – vefjagigt – ofurnæmi (snerting, hljóð, lykt, matur) – þrálátur ofsakláði – mígreni – Staðbundin verkjanæming – áráttu og þráhyggjuröskun – átröskun – piriformis einkenni
– POTS – Kjálkaverkir – Spennuhöfuðverkir – Tinnitus – Vulvodynia – hálstognun / Whiplash syndrome

Hér má sjá lista frá Pain Reprocessing Therapy Center yfir einkenni sem þau tiltaka að geti verið taugamótuð.
* Ath. að öll þessi einkenni geta líka verið vegna kerfislægra sjúkdóma.

ÁVINNINGUR ÞINN
YFIRLIT YFIR VIKULEGT SKIPULAG NÁMSKEIÐSINS

Í fyrri hluta námskeiðsins beinum við sjónum okkar í ríkari mæli að því að skilja verkina. Að fræðast og byggja grundvöll fyrir því að geta mögulega skilið við verkina. Þó fléttast viðfangsefnin auðvitað alltaf saman í gegnum allt námskeiðið.

1. HLUTI: Að skilja verkina

Við skoðum í upphafi hvernig langvinnir verkir og heilsufarsvandamál geta haft áhrif á hlutverk okkar í lífinu, eiginleika okkar og tilfinningar ásamt stöðu okkar í því félagslega samhengi sem við lifum í.

Hver manneskja er einstök og vegferð þín á námskeiðinu hefst á því að staldra við, taka stöðuna í upphafi og kortleggja:

 • Hvaða einkenni eru til staðar?
 • Hvernig hafa þau áhrif á líf þitt og sjálfsmynd þína?

Þessi grunnvinna er mikilvæg til að allt efni námskeiðsins nýtist þér sem best í samhengi við þín einkenni og þínar aðstæður.

Við förum yfir nýja og spennandi þekkingu taugavísindanna um heilann og samband heilans og verkja (og annarra heilsufarseinkenna sem tengjast taugakerfinu).

Þú fræðist m.a. um:

 • Hvað verkir og verkjaboð eru
 • Hlutverk heilans, viðvörunarkerfi hans og tengsl heilans og verkja
 • Langvinna verki; frumkomna, afleidda og taugamótaða verki
 • Taugakerfið og jákvæða og neikvæða streitu
 • Mótanleika heilans (neuroplasticity)
 • Að allir verkir eru raunverulegir, hver sem orsökin er

Þú færð verkefni sem hjálpar þér að vinna með efnið út frá þínum einkennum og aðstæðum.

Við höldum áfram að fjalla um samband heilans, taugakerfisins og verkja og beinum sjónum að huganum.

Þú fræðist m.a. um:

 • Hugann, hvernig hann virkar og mátt hugans; bæði jákvæðan (Placebo) og neikvæðan (Nocebo)
 • Vitundina og hve stór hluti þess sem við hugsum og gerum er ómeðvitað
 • Hugarfar grósku og hugarfar festu (þroskaviðhorf og eðlisviðhorf)
 • Samhengi huga og líkama og hvernig við getum virkjað hugann til að endurmóta taugabrautir heilans til að komast út úr langvinnum verkjamynstrum

Þú færð verkefni til að skoða og vinna með þinn huga í tengslum við þín einkenni og upptöku sem hjálpar þér að vinna með samband þitt við verkina/einkennin.

Hér verða tilfinningarnar í sviðsljósinu. Við fjöllum um hvað tilfinningar eru, samband heilans og tilfinninga, hvaða hlutverki þær gegna og skoðum hvernig þær hafa áhrif á verki og einkennamynstur.

Þú fræðist m.a. um:

 • Samband heilans og tilfinninga
 • Mótanleika tilfinninganna
 • Tilfinningalæsi
 • Tengsl tilfinninga, huga og gjörða
 • Uppbyggjandi og útvíkkandi áhrif jákvæðra tilfinninga á hugræna getu
 • Heilunarmátt húmors og hláturs
 • Eitraða jákvæðni

Þú færð upptöku sem styður þig við að skoða og skynja tilfinningar. Þú færð stuðningefni sem styður þig í að auka tilfinningalæsi þitt.

2. HLUTI: Að skilja VIÐ verkina

Í viku fimm beinum við sjónum okkar í ríkari mæli að þáttum sem styðja okkur í því verkefni að skilja við verkina.

Við fjöllum um mikilvægi þess að skapa sér sýn og stilla þannig áttavitann þangað sem við viljum stefna. Til að byggja grunninn að því vinnum með að greina grunngildi og styrkleika.

Sýnt hefur verið fram á að fólk sem þekkir gildi sín og lifir í samræmi við þau er líklegra til að búa við velsæld og góða heilsu. Þegar við tökum ákvarðanir, eða hegðum okkur á skjön við gildi okkar, getur það valdið streitu og kvíða.

Þú fræðist m.a. um:

 • Að skapa sér framtíðarsýn
 • Gildi og styrkleika og færð æfingu til að greina þín grunngildi og styrkleika
 • Mikilvægi innri áhugahvatar, að það sem við gerum sé í samræmi við okkar innri áhuga og gildi okkar í lífinu.

Þú færð verkefni sem styður þig í að greina gildi þín og styrkleika og móta þér sýn.

Við skoðum mikilvægi þess að sýna sér mildi í daglegu lífi og getuna til að staldra við og spyrja sig hvers þarfnast ég núna? Við skoðum hvernig hægt er að endurmóta taugabrautir verkjanna í gegnum milt jóga sem eflir innra skyn og tengsl við líkamann.

Þú fræðist m.a. um:

 • Núvitund og hvað það þýðir að vera í núvitund
 • Áhrif samkenndar í eigin garð
 • Milt jóga sem hjálpar þér að skapa eða auka vináttutengsl þín við líkamann
 • Að lifa í þyngdaraflinu, um hrygginn, liðamótin og bandvefinn (fasíuna)

Þú færð verkefni sem hjálpar þér að skoða samkennd þína í eigin garð og leiðir til að vinna með hana. Ásamt því færð þú upptöku með jóga nidra djúpslökun.

Síðustu tvær vikurnar beinum við sjónum okkar að mikilvægi lífsstílsins. Við skoðum lífsstílinn á heildrænan hátt og hvernig við getum stutt við líkamann og heilsuna almennt.

Þú fræðist m.a. um:

 • Meðvitaða öndun í daglegu lífi
 • Svefninn, ofurkraftinn okkar
 • Fræðist um þarmaflóruna og samband heila og þarma
 • Hvernig hreyfing og hugleiðsla breytir heilanum

Þú færð verkefni til að kortleggja þinn lífsstíl og skoða hvað er gott og hvað þig langar til að vinna með og bæta.

Við fjöllum áfram um heilsuvænan lífsstíl og tökum saman mikilvæga punkta eftir námskeiðið. Við fögnum þeirri umbreytingu sem þú hefur náð eftir vegferð námskeiðsins og hvernig þú getur mótað næstu skref til að byggja heilsu þína áfram upp og halda henni á góðum stað.

UM OKKUR

Sóley Stefáns
Sigrúnardóttir

Sóley er grafískur hönnuður, heilsumarkþjálfi, jógakennari og PRT meðferðaraðili (Pain Reprocessing Therapy). Hún er með BA í guðfræði og kynjafræði og MA diplóma jákvæðri sálfræði við EHÍ.

Heilsan hefur lengi verið mér áskorun og undanfarin ár hef ég lagt stund á ýmiskonar heilsutengd fræði í leit að leiðum til að endurheimta heilsuna og byggja hana upp. Ég hef reynt á eigin skinni hvaða umbreytingu er hægt að ná með þekkingu á líkamanum, hugarvinnu og nærandi lífsstíl. 

Ég hef lengst af starfað sem grafískur hönnuður en nú nýti ég sköpunarkraftinn í að styðja fólk við að hanna sína vegferð í átt að bættri heilsu og velsæld í lífinu.

Mynd af Eddu Björk

Edda Björk
Pétursdóttir

Edda er markþjálfi frá Gothia Akademi í Svíþjóð,  jógakennari og PRT meðferðaraðili (Pain Reprocessing Therapy). Hún er með BA í félagsfræði og MA diplóma í jákvæðri sálfræði við EHÍ.

Í kjölfar veikinda og áfalla dreymir mig um að tengja saman jákvæða sálfræði við markþjálfun og jóga og skapa þannig uppbyggilegan vettvang til að bæta vellíðan og heilsu fólks.

Mitt markmið er að hjálpa fólki að lifa innihaldsríku og skapandi lífi og vekja fólk til umhugsunar hvað það er í raun sem skiptir mestu máli. Allt þetta hefur hjálpað mér að móta hugmyndir mínar, bæði þegar kemur að persónulegri framþróun, þroska og mögulegri nýsköpun.

Einnig er hægt að panta vinnustofu eða fyrirlestur t.d. fyrir hópa eða vinnustaði. Ef þú hefur áhuga, skrifaðu okkur póst og við verðum í sambandi.

HAFA SAMBAND

Hafðu endilega samband ef þú ert með spurningar eða vilt fá nánari upplýsingar

Fylgdu skiljum (við) verkina á instagram

Fylgdu heilsuhönnun
á samfélagsmiðlum

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni