SKILJUM (við) VERKINA:
8 vikna netnámskeið

Skiljum (við) verkina er valdeflandi nálgun fyrir fólk sem býr við langvinna verki eða heilsufarseinkenni sem draga úr lífsgæðum þeirra – og hefur áhuga á að læra um samband heilans og verkjaboða og hvernig hægt er að virkja hugann til að draga úr eða jafnvel rjúfa verkjaboðin.  

Yfirskriftin er orðaleikur sem vísar annars vegar til þess hve mikilvægt og valdeflandi það er að skilja hvað verkir og verkjaboð eru – og hins vegar til þess að hægt sé að skilja við verkina, þ.e. markmiðið er ekki á að lifa með verkjunum heldur að gjörbreyta sambandinu við þá og að læra aðferðir sem byggja á taugavísindum og jákvæðri sálfræði sem geta brotið upp langvinn verkjamynstur og jafnvel náð að rjúfa verkjaboðin.

Þátttakendur fræðast um verki, taugakerfið og taugamótaða verki, ásamt því að vinna verkefni sem hjálpa þeim að skilja eigið verkjamynstur og fá verkfæri til að vinna með áfram til að bæta heilsu sína og vellíðan.

Efnið byggir á þekkingu um mótanleika heilans (e. neuroplasticity) og hvernig hægt er að beita henni í tengslum við langvinna verki. Farið er í lífeðlisfræði vellíðunar og hvernig taugakerfi okkar virkar og í sannreyndar aðferðir jákvæðrar sálfræði sem miða að því að skapa innra öryggi, auka skilning og stjórn á tilfinningum og efla jákvætt hugarástand. Ásamt því er farið yfir samband heila og þarma og áhrif þarmaflórunnar á heilsu, fjallað verður heildrænt um heilsueflandi lífsstíl og hvernig við getum stutt við líkamann í daglegu lífi. 

Nálgunin byggir á aðferðum jákvæðrar sálfræði, PRT verkjaendurferlunar (Pain Reprocessing Therapy), markþjálfunar og jóga.

Netnámskeiðið hefst 7. apríl 2024

Verð: 89.900 kr. 
*10% afsláttur fyrir þau sem hafa tekið þátt í
Skiljum (við) verkina: valdeflandi vinnustofa

FYRIRKOMULAG NÁMSKEIÐSINS

Aðgangur að efni námskeiðsins opnast
sunnudaginn 7. apríl 2024 

Vikulegir fyrirlestrar og verkefni vikunnar opnast á sunnudagsmorgnum
(hægt að horfa og vinna verkefni á eigin hraða)

Vikulegir fjarfundir á miðvikudögum kl. 18-19,
þar sem hægt er að ræða um efnið og spyrja spurninga
(upptaka fyrir þau sem komast ekki)
 

Stuðningur í lokuðum facebook hópi á meðan á námskeiðinu stendur

Á NÁMSKEIÐINU ER FJALLAÐ UM
ÁVINNINGUR ÞINN
UM OKKUR

Sóley Stefáns
Sigrúnardóttir

Sóley er grafískur hönnuður, heilsumarkþjálfi, jógakennari og PRT meðferðaraðili (Pain Reprocessing Therapy). Hún er með BA í guðfræði og kynjafræði og MA diplóma jákvæðri sálfræði við HÍ. 

Heilsan hefur lengi verið mér áskorun og undanfarin ár hef ég lagt stund á ýmiskonar heilsutengd fræði í leit að leiðum til að endurheimta heilsuna og byggja hana upp. Ég hef reynt á eigin skinni hvaða umbreytingu er hægt að ná með þekkingu á líkamanum, hugarvinnu og nærandi lífsstíl. 

Ég hef lengst af starfað sem grafískur hönnuður en nú nýti ég sköpunarkraftinn í að styðja fólk við að hanna sína vegferð í átt að bættri heilsu og velsæld í lífinu.

Mynd af Eddu Björk

Edda Björk
Pétursdóttir

Edda er markþjálfi frá Gothia Akademi í Svíþjóð,  jógakennari og PRT meðferðaraðili (Pain Reprocessing Therapy). Hún er með BA í félagsfræði og MA diplóma í jákvæðri sálfræði við HÍ. 

Í kjölfar veikinda og áfalla dreymir mig um að tengja saman jákvæða sálfræði við markþjálfun og jóga og skapa þannig uppbyggilegan vettvang til að bæta vellíðan og heilsu fólks. 

Mitt markmið er að hjálpa fólki að lifa innihaldsríku og skapandi lífi og vekja fólk til umhugsunar hvað það er í raun sem skiptir mestu máli. Allt þetta hefur hjálpað mér að móta hugmyndir mínar, bæði þegar kemur að persónulegri framþróun, þroska og mögulegri nýsköpun.

Einnig er hægt að panta vinnustofu eða fyrirlestur t.d. fyrir hópa eða vinnustaði. Ef þú hefur áhuga, skrifaðu okkur póst og við verðum í sambandi.

HAFA SAMBAND

Hafðu endilega samband ef þú ert með spurningar eða vilt fá nánari upplýsingar

Einnig er í boði hálfs dags valdeflandi vinnustofur

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni