hönnum
ný heilandi
mynstur!
Ef þú ert að glíma við þráláta verki eða heilsuvanda og hefur ekki fundið svör, gæti rót vandans legið í mynstrum sem hafa mótast í taugabrautum heilans – og þau mynstur er hægt að endurmóta!
Ef þú ert að glíma við þráláta verki eða heilsuvanda og hefur ekki fundið svör, gæti rót vandans legið í mynstrum sem hafa mótast í taugabrautum heilans – og þau mynstur er hægt að endurmóta!
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að orsök langvinnra verkja eins og þrálátra bakverkja, hálsverkja, höfuðverkja og margskonar þrálátra einkenna liggur í mörgum tilfellum ekki í vefjum líkamans, heldur í samskiptum heilans og líkamans.
Verkir eru viðvörunarmerki sem heilinn notar til að vara okkur við hættu.
Þegar verkir verða langvinnir er hættan oft yfirstaðin en taugabrautir verkjanna virkjast áfram. Þá eru verkirnir taugamótaðir, sem sagt, rót verkjanna liggur í taugamynstrum heilans en ekki á verkjasvæðunum.
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að orsök langvinnra verkja eins og þrálátra bakverkja, hálsverkja, höfuðverkja og margskonar þrálátra einkenna liggur í mörgum tilfellum ekki í vefjum líkamans, heldur í samskiptum heilans og líkamans.
Verkir eru viðvörunarmerki sem heilinn notar til að vara okkur við hættu. Þegar verkir verða langvinnir er hættan oft yfirstaðin en taugabrautir verkjanna virkjast áfram. Þá eru verkirnir taugamótaðir, sem sagt, rót verkjanna liggur í taugamynstrum heilans en ekki á verkjasvæðunum.
Taugamótaðir verkir eru jafn raunverulegir og sársaukafullir og aðrir verkir og eru ekki 'bara í huganum' - en leiðin til bata er ólík.
Taugamótaðir verkir geta verið læknanlegir með aðferðum sem byggja á taugavísindum og felast í að skilja samband heila, taugakerfis og verkja og læra leiðir til að endurþjálfa viðbrögð heilans við áreiti, endurmóta mynstrin og koma taugakerfinu á góðan stað. Í kjölfar þess hætta óþarfa verkjaboð eða það dregur verulega úr þeim.
Þessar aðferðir hafa gefið mér og fjölda annarra kærkomið frelsi frá langvinnum verkjum og heilsufarsvandamálum.
Sú aðferð sem ég vinn með nefnist PRT verkjaendurferlun (Pain Reprocessing Therapy), ásamt því að vinna með inngrip úr jákvæðri sálfræði. Bæði byggja á gagnreyndum aðferðum. Ef þetta er eitthvað sem þú tengir við ertu velkomin/n/ð í kynningartíma.
Eftir að hafa prófað nánast ‘allt undir sólinni’ án þess að ná bata, fann ég rót vandans; verkirnir og einkennin mín voru taugamótuð (neuroplastic). Ég náði bata með því að endurþjálfa heilann og taugakerfið og hef í dag öðlast frelsi frá verkjum og þrálátum einkennum og get gert flest það sem ég vil!
Ég hef lengst af verið grafískur hönnuður en hætti því starfi vegna verkja. Nú tek ég mér starfsheitið heilsuhönnuður og það á hug minn allan að vinna með fólki við að skapa sína leið frá langvinnum verkjum og heilsufarsvandamálum til bættrar heilsu.
Á minni heilsuvegferð fór ég í margskonar heilsutengt nám og byggi mína nálgun á aðferðum PRT verkjaendurferlunar, heilsumarkþjálfunar, jákvæðrar sálfræði, núvitundar og jóga.
Ef þú vilt lesa nánar um minn bakgrunn og heilsusögu geturðu smellt hér.
Ég er með aðstöðu á stofunni Shalom í Þverholti 14, 105 Rvk, ásamt Eddu Björk
Þar bjóðum við upp á einkatíma; ég býð upp á PRT verkjaendurferlun og heildræna heilsumarkþjálfun og Edda býður upp á markþjálfun. Við bjóðum einnig upp á fjarfundi.
Við vinnum báðar með skapandi og valdeflandi nálgun og fléttum inn aðferðir jákvæðrar sálfræði og jóga eftir því sem við á.
PRT-verkjaendurferlun
& heildræn heilsumarkþjálfun
með Sóleyju Stefáns
Ertu að glíma við þrálát verkja- eða einkennamynstur og vilt fá stuðning við að hanna ný heilandi mynstur?
Markþjálfun með Eddu Björk
Stendur þú á tímamótum og vilt fá stuðning við að sjá hlutina í nýju ljósi?
Það skiptir sköpum að skilja verkina til að geta skilið við þá.
Valdeflandi og nærandi námskeið fyrir fólk sem býr við langvinna verki.
Þetta er öðruvísi nálgun og von um bót sem er raunhæf og ekki of flókið að vinna að. Efnið er mjög fróðlegt og frábært að geta horft aftur á það sem stendur upp úr.
Mæli mjög svo með þessu námskeiði fyrir alla sem eru búnir að prófa ALLT“- Ásta Kjartansdóttir
...„Heilsumarkþjálfunin hjá Sóleyju hafði mjög góð áhrif á mig. Ég öðlaðist mikla þekkingu á bæði hlutum tengdum heilsu, mataræði, hreyfingu og hugleiðslu en líka þekkingu á mér, hugsunum mínum og tilfinningum. Í gegnum markþjálfunina náði ég að tileinka mér hugsunarhátt og ákveðna meðvitund sem ég mun búa að út lífið, auk þess sem ég lærði að hlusta betur á og virða líkamann minn. “...
- Steinunn Lóa Lárusdóttir
Þetta er öðruvísi nálgun og von um bót sem er raunhæf og ekki of flókið að vinna að. Efnið er mjög fróðlegt og frábært að geta horft aftur á það sem stendur upp úr.
Mæli mjög svo með þessu námskeiði fyrir alla sem eru búnir að prófa ALLT“- Ásta Kjartansdóttir
Mjög góð fjárfesting í heilsu.
- Þórir Páll Agnarsson
...„Heilsumarkþjálfunin hjá Sóleyju hafði mjög góð áhrif á mig. Ég öðlaðist mikla þekkingu á bæði hlutum tengdum heilsu, mataræði, hreyfingu og hugleiðslu en líka þekkingu á mér, hugsunum mínum og tilfinningum. Í gegnum markþjálfunina náði ég að tileinka mér hugsunarhátt og ákveðna meðvitund sem ég mun búa að út lífið, auk þess sem ég lærði að hlusta betur á og virða líkamann minn. “...
- Steinunn Lóa Lárusdóttir
Sóley er frábær heilsumarkþjálfi og hún fær mín allra bestu meðmæli. Heilsumarkþjálfun með Sóleyju hefur verið árangsrík og meðal annars skilað sér í meiri orku og alls kyns tólum og tækni til að huga að heilsunni í heildstæðu samhengi.
- Katrín Anna Guðmundsdóttir