Hönnum þína heilsuvegferð

Hönnun - Heilsumarkþjálfun - jákvæð sálfræði - jóga

Langar þig að koma heilsunni á góðan stað? Með heildrænni heilsuhönnun mótum við saman þína vegferð og þú færð stuðning og innblástur til valdeflingar sem passar þér.

Hönnum Þína heilsuvegferð

í vináttu og virðingu
við líkamann og lífið

Langar þig að finna góðan stað til framtíðar? Með heildrænni heilsuhönnun einbeitum við okkur að því að styðja þig og gefa þér innblástur til valdeflingar á þinni heilsuvegferð. 

Heildræn & heilandi heilsuhönnun & markþálfun

með jóga ívafi

Við förum í valdeflandi vegferð þar sem við setjum heilsuna þína á teikniborðið – gerum heilun og heilsueflingu að skapandi hönnunarverkefni og mótum þína leið til að koma heilsunni á góðan stað. Þetta er ekki skyndiátak, það tekur tíma að gera breytingar sem eiga að hafa varanleg áhrif.

 

Allt í daglegu lífi okkar hefur áhrif á heilsuna. Það er hægt að ná fram umbreytingu á heilsufari, til dæmis með því að gefa sér tíma til að staldra við, kanna undirliggjandi orsakir og vinna með breytingar á hugarfari og lífsstíl sem styðja heilunarmátt líkamans.

En við vitum öll að það er hægara sagt en gert að breyta. 

Við vitum svo margt sem við ‘ættum’ að gera en gerum ekki. Okkar daglega líf byggir að mestu á vanabundinni hegðun sem erfitt getur verið að breyta. Það getur skipt sköpum að fá stuðning við að greina ljónin í veginum og aðferðir til að fást við þau. 

 

Í heilsumarkþjálfun er þér ekki sagt hvað þú átt að gera, heldur snýst hún um að styðja þig í að greina og skilja hvað þú þarft til að koma líkama þínum í jafnvægi og byggja upp góða heilsu.

 

Þú færð stuðning, hvatningu, innblástur og fræðslu – og valdeflist til að gerast þinn eigin heilsuhönnuður. Heilsuhönnun og heilsumarkþjálfun eru aðferðir sem byggja á sköpunarkrafti og bjartsýni. Við vinnum í möguleikavíddinni – með ótakmarkaða trú á að það séu alltaf til leiðir til að leysa vanda eða umbreyta og komast á betri stað.

Til að styðja þig á þinni heilsuvegferð nýti ég:

Bókaðu kynningarsamtal til að vita meira og skoða hvort heilsuhönnun gæti passað þér.

...„Heilsumarkþjálfunin hjá Sóleyju hafði mjög góð áhrif á mig. Ég öðlaðist mikla þekkingu á bæði hlutum tengdum heilsu, mataræði, hreyfingu og hugleiðslu en líka þekkingu á mér, hugsunum mínum og tilfinningum. Í gegnum markþjálfunina náði ég að tileinka mér hugsunarhátt og ákveðna meðvitund sem ég mun búa að út lífið, auk þess sem ég lærði að hlusta betur á og virða líkamann minn. “...

...„Heilsumarkþjálfunin hjá Sóleyju hafði mjög góð áhrif á mig. Ég öðlaðist mikla þekkingu á bæði hlutum tengdum heilsu, mataræði, hreyfingu og hugleiðslu en líka þekkingu á mér, hugsunum mínum og tilfinningum. Í gegnum markþjálfunina náði ég að tileinka mér hugsunarhátt og ákveðna meðvitund sem ég mun búa að út lífið, auk þess sem ég lærði að hlusta betur á og virða líkamann minn. “...

Ef þú ert að glíma við:

og vilt vinna með heilandi hugarfar og lífsstíl til að öðlast:

Um mig

Ég heiti Sóley

Ég er hönnuður, heilsumarkþjálfi og jógakennari – og stunda nú  nám í jákvæðri sálfræði við HÍ. Ég á það sameiginlegt með nöfnum mínum úr blómaríkinu að vilja hafa ræturnar í jörðinni og teygja mig í átt til sólar 🙂

Ég hef brennandi áhuga á heilsu og heilunarmætti líkamans. Eftir að hafa tapað heilsunni og fundið hana aftur hef ég reynt á eigin skinni hvað það er dýrmætt að setja heilsuna í fyrsta sæti og veit hvaða umbreytingu er hægt að ná með þekkingu á líkamanum, hugarvinnu og nærandi lífsstíl. 

Það skiptir öllu að gefa sér tíma til að skoða undirliggjandi orsakir þess að líkaminn fer úr jafnvægi og finna réttu leiðirnar til að koma jafnvæginu á að nýju.

Um mig

Ég heiti Sóley

Ég er hönnuður, heilsumarkþjálfi og jógakennari – og stunda nú  nám í jákvæðri sálfræði við HÍ. Ég á það sameiginlegt með nöfnum mínum úr blómaríkinu að vilja hafa ræturnar í jörðinni og teygja mig í átt til sólar 🙂

Ég hef brennandi áhuga á heilsu og heilunarmætti líkamans. Eftir að hafa tapað heilsunni og fundið hana aftur hef ég reynt á eigin skinni hvað það er dýrmætt að setja heilsuna í fyrsta sæti og veit hvaða umbreytingu er hægt að ná með þekkingu á líkamanum, hugarvinnu og nærandi lífsstíl. 

Það skiptir öllu að gefa sér tíma til að skoða undirliggjandi orsakir þess að líkaminn fer úr jafnvægi og finna réttu leiðirnar til að koma jafnvæginu á að nýju.

Leiðarljós í nálgun Heilsuhönnunar

Í Heilsuhönnun skoðum við heilsuna þína heildrænt. Allt í okkar daglega lífi hefur áhrif á heilsufarið. Tengslin við líkamann verða oft verri ef heilsan er ekki í lagi og þá getur jafnvel myndast óvinátta við hann. Til að finna okkar jafnvægi þurfum við að skoða þætti eins og að anda vel, fá nægan svefn, nærandi mat, passlega hreyfingu, vera í tengslum við náttúruna og  sköpunarkraftinn, eiga góð fjölskyldu- og félagstengsl og finna fyrir innra öryggi.

Það eru engar algildar aðferðir eða svör sem eiga við alla. Hver manneskja á sína sögu, sitt einstaka lífshlaup sem hefur m.a. áhrif á genahegðun, taugakerfið, hormónakerfið og örverukerfið. Hver manneskja þarf að byggja upp góð tengsl við sinn líkama til að finna hvað virkar; hvaða mataræði, hvaða hreyfing, hvernig félagslíf, hvaða skapandi starf o.s.frv. Í heilsuhönnun & markþjálfun færðu stuðning til að finna þínar leiðir.

Stór hluti af því sem við gerum daglega er vanabundin hegðun. Dagsdaglega hættir heilanum til að fara troðnar slóðir. Það getur verið áskorun að móta nýjar brautir, brjóta sig út úr rútínunni og leyfa sér að hugsa hlutina upp á nýtt. Þar er sköpunarkrafturinn lykilverkfæri. Hann er krafturinn sem nýtum í heilsuhönnun. Við staðsetjum okkur í möguleikavíddinni, gefum okkur leyfi til að leika okkur, flæða, finna leiðir og láta okkur dreyma.

Í heilsuhönnun & markþjálfun er þér ekki sagt hvað þú átt að gera. Þú færð innblástur til valdeflingar á þinni heilsuvegferð, hlustun og stuðning til að komast á góðan stað og verða þinn eigin heilsuhönnuður. 

Það er hægara sagt en gert að breyta hugarfari og lífsstíl og okkar vanabundnu hegðun.
Vissulega er nóg af upplýsingum um hvað við ættum að gera og því ættum við öll að vera heilsuhraust og í góðum málum. En upplýsingarnar eru mótsagnakenndar og þar kemur heilsuhönnunin inn: Hún snýst í grunninn um að takast á við það verkefni að styðja fólk til að finna sína leið og raungera þær breytingar sem það vill eða þarf að gera til að koma heilsunni á góðan stað.

Umsagnir

Þegar ég byrjaði í heilsumarkþjálfun hjá Sóleyju vissi ég ekki alveg út í hvað ég væri að fara en var forvitin og langaði að prófa eitthvað nýtt. Í fyrstu vildi ég leggja áherslu á hreyfingu og mataræði en Sóley fékk mig til að átta mig á mikilvægi margra annarra þátta sem einnig viðkoma góðri heilsu.  Sóley hjálpaði mér að forgangsraða og skipuleggja mig til þess að geta náð árangri. Í dag er ég almennt meðvitaðri um heilsuna mína og hvað ég þarf að gera til þess að líða vel, líkamlega og andlega.  Sóley er virkilega vel lesin og hefur frætt mig um ótal margar rannsóknir um hin ýmsu málefni sem hafa nýst mér vel í átt að bættri heilsu. En fyrst og fremst er hún frábær manneskja sem hlustar, skilur og hvetur mann áfram. Ég mæli heilshugar með Sóleyju heilsumarkþjálfa!“
Áslaug Lárusdóttir
Heilsumarkþjálfunin hjá Sóleyju hafði mjög góð áhrif á mig. Ég öðlaðist mikla þekkingu á bæði hlutum tengdum heilsu, mataræði, hreyfingu og hugleiðslu en líka þekkingu á mér, hugsunum mínum og tilfinningum. Í gegnum markþjálfunina náði ég að tileinka mér hugsunarhátt og ákveðna meðvitund sem ég mun búa að út lífið, auk þess sem ég lærði að hlusta betur á og virða líkamann minn. Það sést langar leiðir að Sóley hefur mikla ástríðu fyrir málunum sem um ræðir í heilsumarkþjálfuninni og þess vegna er hún eins og glitrandi viskubrunnur sem gefur bestu ráðin á sama tíma og að hún tekur mikið mark á að allir séu ólíkir og þurfi því fyrst og fremst að hlusta á sig og sinn líkama. Ofan á það er hún frábær hlustandi, hjartahlý og yndisleg í alla staði. Ég mæli því mjög mikið með heilsumarkþjálfun hjá Sóleyju, því hún hjálpaði mér og minni heilsu mikið.
Steinunn Lóa Lárusdóttir
Sóley er frábær heilsumarkþjálfi og hún fær mín allra bestu meðmæli. Tímarnir með henni eru alltaf stútfullir af fróðleik og góðum ráðum og henni er virikilega umhugað um að fólk nái árangri og betri heilsu. Heilsumarkþjálfun með Sóleyju hefur verið árangsrík og meðal annars skilað sér í meiri orku og alls kyns tólum og tækni til að huga að heilsunni í heildstæðu samhengi. 
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Þegar ég byrjaði í heilsumarkþjálfun hjá Sóleyju vissi ég ekki alveg út í hvað ég væri að fara en var forvitin og langaði að prófa eitthvað nýtt. Í fyrstu vildi ég leggja áherslu á hreyfingu og mataræði en Sóley fékk mig til að átta mig á mikilvægi margra annarra þátta sem einnig viðkoma góðri heilsu.  Sóley hjálpaði mér að forgangsraða og skipuleggja mig til þess að geta náð árangri. Í dag er ég almennt meðvitaðri um heilsuna mína og hvað ég þarf að gera til þess að líða vel, líkamlega og andlega.  Sóley er virkilega vel lesin og hefur frætt mig um ótal margar rannsóknir um hin ýmsu málefni sem hafa nýst mér vel í átt að bættri heilsu. En fyrst og fremst er hún frábær manneskja sem hlustar, skilur og hvetur mann áfram. Ég mæli heilshugar með Sóleyju heilsumarkþjálfa!“
Áslaug Lárusdóttir
Sóley er frábær heilsumarkþjálfi og hún fær mín allra bestu meðmæli. Tímarnir með henni eru alltaf stútfullir af fróðleik og góðum ráðum og henni er virikilega umhugað um að fólk nái árangri og betri heilsu. Heilsumarkþjálfun með Sóleyju hefur verið árangsrík og meðal annars skilað sér í meiri orku og alls kyns tólum og tækni til að huga að heilsunni í heildstæðu samhengi. 
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Heilsumarkþjálfunin hjá Sóleyju hafði mjög góð áhrif á mig. Ég öðlaðist mikla þekkingu á bæði hlutum tengdum heilsu, mataræði, hreyfingu og hugleiðslu en líka þekkingu á mér, hugsunum mínum og tilfinningum. Í gegnum markþjálfunina náði ég að tileinka mér hugsunarhátt og ákveðna meðvitund sem ég mun búa að út lífið, auk þess sem ég lærði að hlusta betur á og virða líkamann minn. Það sést langar leiðir að Sóley hefur mikla ástríðu fyrir málunum sem um ræðir í heilsumarkþjálfuninni og þess vegna er hún eins og glitrandi viskubrunnur sem gefur bestu ráðin á sama tíma og að hún tekur mikið mark á að allir séu ólíkir og þurfi því fyrst og fremst að hlusta á sig og sinn líkama. Ofan á það er hún frábær hlustandi, hjartahlý og yndisleg í alla staði. Ég mæli því mjög mikið með heilsumarkþjálfun hjá Sóleyju, því hún hjálpaði mér og minni heilsu mikið.
Steinunn Lóa Lárusdóttir

hver vegferð hefst á að taka
fyrsta skrefið

1

Bókaðu kynningartíma hér að neðan eða hafðu samband sem getur farið fram bæði á Zoom eða á stofu (Þverholti, 105 R)

2

Í tímanum skoðum við heilsusöguna þína, heilsuáskoranir og hvaða breytingum þú vilt ná fram – og hvernig  ég og heilsuhönnun getur stutt þig á þinni vegferð til bættrar heilsu

3

Ef þetta er fyrir þig skráir þú þig í prógramm sem passar þér og gefur þér þá gjöf að setja heilsuna þína og heilsuhugarfarið á teikniborðið og hanna vegferðina í átt að blómstrandi heilsu.

Ég styð þig, leiði og hvet áfram, skref fyrir skref

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni