Skiljum (við) verkina: Átta vikna netnámskeið

74.900 kr.
Enrollment validity: 185 days
UMSAGNIR ÞÁTTTAKENDA skiljum (við) verkina

Um námskeiðið

Skiljum (við) verkina er valdeflandi og nærandi nálgun fyrir fólk sem býr við langvinna verki og hefur áhuga á að fræðast um samband heilans, taugakerfisins og verkja – og hvernig hægt er að virkja hugann til að endurmóta taugabrautir heilans og draga þannig úr eða jafnvel rjúfa þrálát verkjamynstur.
Show More

Ávinningur

  • Valdeflandi skilningur á verkjum, hvað þeir eru og dýpri innsýn í þitt eigið ástand
  • Aukin yfirsýn yfir eigin heilsu, hugarfar, tilfinningar, gildi og styrkleika
  • Þú lærir leiðir til að endurtengja taugabrautirnar og auka innra öryggi
  • Lærir ýmsar hagnýtar aðferðir jákvæðrar sálfræði til að bæta eigin vellíðan og hamingju
  • Þú lærir leiðir til að hafa áhrif á eigin líðan og hamingju
  • Aukin von og bjartsýni
  • Aukin samkennd í eigin garð
  • Þú fræðist um heilsueflandi lífsstíl
  • Þú lærir um öndun og hagnýtar öndunaraðferðir

Yfirlit yfir efni

1. VIKA: Kynning og kortlagning
Við skoðum í upphafi hvernig langvinnir verkir og heilsufarsvandamál geta haft áhrif á hlutverk okkar í lífinu, eiginleika okkar og tilfinningar ásamt stöðu okkar í því félagslega samhengi sem við lifum í.

  • Praktísk atriði í upphafi
    00:00
  • Heilsumst og lendum í rýminu
    05:36
  • Yfirlit yfir efni og aðferðir námskeiðsins
    17:41
  • Fyrra verkefni vikunnar
    03:50
  • Kortlagning einkenna
  • Seinna verkefni vikunnar
    12:55
  • Ítarefni: Edda segir sína verkja- og batasögu
    06:58
  • Ítarefni: Hér segir Sóley sína verkja- og batasögu
    12:29
  • Lokaorð fyrstu viku

2. VIKA: Hvað eru verkir?
Við förum yfir nýja og spennandi þekkingu taugavísindanna um heilann og samband heilans og verkja (og annarra heilsufarseinkenna sem tengjast taugakerfinu).

3. VIKA: Um heilann, taugakerfið og mátt hugans
Við höldum áfram að fjalla um samband heilans, taugakerfisins og verkja og beinum sjónum að huganum.

4. VIKA: Um tilfinningar
Hér verða tilfinningarnar í sviðsljósinu. Við fjöllum um hvað tilfinningar eru, samband heilans og tilfinninga, hvaða hlutverki þær gegna og skoðum hvernig þær hafa áhrif á verki og einkennamynstur.

5. VIKA: Grunngildi, styrkleikar og sýn
Í viku fimm beinum við sjónum okkar í ríkari mæli að þáttum sem styðja okkur í því verkefni að skilja við verkina. Við fjöllum um mikilvægi þess að skapa sér sýn og stilla þannig áttavitann þangað sem við viljum stefna. Til að byggja grunninn að því vinnum með að greina grunngildi og styrkleika. Sýnt hefur verið fram á að fólk sem þekkir gildi sín og lifir í samræmi við þau er líklegra til að búa við góða heilsu og velsæld. Þegar við tökum ákvarðanir, eða hegðum okkur á skjön við gildi okkar, getur það valdið streitu og kvíða.

6. VIKA: Að lifa í vináttu við þig og líkama þinn
Við skoðum mikilvægi þess að sýna sér mildi í daglegu lífi og getuna til að staldra við og spyrja sig hvers þarfnast ég núna? Við skoðum hvernig hægt er að endurmóta taugabrautir verkjanna í gegnum milt jóga sem eflir innra skyn og tengsl við líkamann.

7. VIKA: Heilsuvænn lífsstíll
Síðustu tvær vikurnar beinum við sjónum okkar að mikilvægi lífsstílsins. Við skoðum lífsstílinn á heildrænan hátt og hvernig við getum stutt við líkamann og heilsuna almennt.

8. VIKA: Heilsuvænn lífsstíll, samantekt og næstu skref
Við fjöllum áfram um heilsuvænan lífsstíl og tökum saman mikilvæga punkta eftir námskeiðið. Við fögnum þeirri umbreytingu sem þú hefur náð eftir vegferð námskeiðsins og hvernig þú getur mótað næstu skref til að byggja heilsu þína áfram upp og halda henni á góðum stað.

Leiðbeinendur

Sóley Stefáns
Sóley Stefáns
Heilsumarkþjálfi
Edda Björk
Edda Björk
Markþjálfi

Innifalið í námskeiðinu

  • Valdeflandi fræðslufyrirlestrar og verkefni
  • Fjölbreytt fræðslumyndbönd
  • Stuðningsmyndir (hægt að hlaða niður PDF)
  • Verkefni (hægt að hlaða niður PDF)
  • Hljóðupptökur með nærandi hugleiðslum og slökun, sem hjálpa við að brjóta upp verkjamynstur og róa taugakerfið

Nánar um Sóley og Eddu

Hér má hlusta á upptöku af Sóleyju gefa innsýn inn í sína verkja- og batasögu.

Hér má hlusta á upptöku af Eddu Björk gefa innsýn inn í sína verkja- og batasögu.

"Real change, enduring change, happens one step at a time."

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni