Um námskeiðið

Skiljum (við) verkina er valdeflandi og nærandi nálgun fyrir fólk sem býr við langvinna verki og hefur áhuga á að fræðast um samband heilans, taugakerfisins og verkja – og hvernig hægt er að virkja hugann til að endurmóta taugabrautir heilans og draga þannig úr eða jafnvel rjúfa þrálát verkjamynstur.
Show More

Ávinningur þinn

  • Valdeflandi skilningur á verkjum, hvað þeir eru og dýpri innsýn í þitt eigið ástand
  • Aukin yfirsýn yfir eigin heilsu, hugarfar, tilfinningar, gildi og styrkleika
  • Þú lærir leiðir til að endurtengja taugabrautirnar og auka innra öryggi
  • Lærir ýmsar hagnýtar aðferðir jákvæðrar sálfræði til að bæta eigin vellíðan og hamingju
  • Þú lærir leiðir til að hafa áhrif á eigin líðan og hamingju
  • Aukin von og bjartsýni
  • Aukin samkennd í eigin garð
  • Þú fræðist um heilsueflandi lífsstíl
  • Þú lærir um öndun og hagnýtar öndunaraðferðir

Yfirlit yfir efnið

1. VIKA: Kynning og kortlagning
Við skoðum í upphafi hvernig langvinnir verkir og heilsufarsvandamál geta haft áhrif á hlutverk okkar í lífinu, eiginleika okkar og tilfinningar ásamt stöðu okkar í því félagslega samhengi sem við lifum í. Hver manneskja er einstök og vegferð þín á námskeiðinu hefst á því að staldra við, taka stöðuna í upphafi og kortleggja: Hvaða einkenni eru til staðar? Hvernig hafa þau áhrif á líf þitt og sjálfsmynd þína? Þessi grunnvinna er mikilvæg til að allt efni námskeiðsins nýtist þér sem best í samhengi við þín einkenni og þínar aðstæður.

  • Praktísk atriði í upphafi
    00:00
  • Heilsumst og lendum í rýminu
    05:36
  • Yfirlit yfir efni og aðferðir námskeiðsins
    17:41
  • Fyrra verkefni vikunnar
    03:50
  • Kortlagning einkenna
  • Seinna verkefni vikunnar
    12:55
  • Að lokum

2. VIKA: Hvað eru verkir?
Við förum yfir nýja og spennandi þekkingu taugavísindanna um heilann og samband heilans og verkja (og annarra heilsufarseinkenna sem tengjast taugakerfinu). Þú fræðist m.a. um: Hvað verkir og verkjaboð eru Hlutverk heilans, viðvörunarkerfi hans og tengsl heilans og verkja Langvinna verki; frumkomna, afleidda og taugamótaða verki Taugakerfið og jákvæða og neikvæða streitu Mótanleika heilans (neuroplasticity) Að allir verkir eru raunverulegir, hver sem orsökin er Þú færð verkefni sem hjálpar þér að vinna með efnið út frá þínum einkennum og aðstæðum.

Material Includes

  • Upptökur
  • Stuðningsskjöl - PDF
  • Hljóðskrá með hugleiðslu

námskeið:

Skiljum (við) verkina: Átta vikna netnámskeið

Free
Free access this course
Course Duration: 0

Leiðbeinendur

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni