Það skiptir sköpum að skilja verkina til að geta skilið við þá!
„Faglegt og hvetjandi námskeið. Einstaklega vel heppnað. Ég hef verið inn í Virk í rúmlega ár og hef ekki farið á svona gott námskeið um nákvæmlega þetta viðfangsefni með þessari nálgun.“
Ert þú að glíma við langvinna verki eða einkenni sem draga úr lífsgæðum þínum?
Á aðeins átta vikum getur þú haft umbreytandi áhrif á heilsu þína og líf.
Þú getur lært að skilja verkina út frá nýjustu taugavísindum og tileinka þér öflugar og gagnreyndar aðferðir til að gjörbreyta sambandi þínu við verkina, draga verulega úr þeim eða jafnvel skilja við verkina og lifa til fulls!
Í hnotskurn
Þú lærir um samband heilans og verkja út frá nútíma taugavísindum, og hvernig er hægt að nýta hugrænar aðferðir til að rjúfa þrálát verkja- eða einkennamynstur og skapa ný heilandi og heilsuvæn mynstur.
Yfirskrift námskeiðsins er orðaleikur sem vísar annars vegar til þess hve mikilvægt og valdeflandi það er að skilja hvað verkir og verkjaboð eru, skilja eigið verkjamynstur og hvernig mögulegt getur verið að skilja við verkina og lifa verkjalausu lífi.
LANGVINN EINKENNI SEM ALGENGT ER AÐ SÉU TAUGAMÓTUÐ (NEUROPLASTIC)
(Ath. að þau geta líka verið af öðrum orsökum. Þetta er listi frá Pain Reprocessing Theraphy Center)
• Bakflæði / Acid reflux
• Kvíði / Anxiety
• Bakverkir / Back pain
• Þrálátir verkir í kviði og mjöðmum / Chronic abdominal and pelvic pain syndromes
• Síþreyta / Chronic fatigue syndrome
• Þrálátur ofsakláði / Chronic hives
• Þrálátar bólgur í hásin / Chronic tendonitis
• Þunglyndi / Depression
• Svimi / Dizziness
• Átröskun / Eating disorders
• Vefjagigt / Fibromyalgia
• Fótaverkir / Foot pain syndrome
• Maga og meltingar einkenni / Gastrointestinal issues
• Brjóstsviði / Heartburn
• Ofurnæmi (snerting, hljóð, lykt, matur, lyf) / Hypersensitivity syndromes (touch, sound, smells, foods, medications)
• Inappropriate sinus tachycardia
• Svefnleysi / Insomnia
• Interstitial cystitis (irritable bladder syndrome)
• Iðraólga / Irritable bowel syndrome
• Mígreni / Migraines
• Staðbundin verkjanæming / Myofascial pain syndrome
• Hálsverkur / Neck pain
• Áráttu og þráhyggjuröskun / Obsessive-compulsive disorder
• Parasthesias (numbness, tingling, burning)
• Piriformis syndrome
• Plantar fasciitis
• Áfallastreyturöskun / Post-traumatic stress disorder
• Pots / Postural orthostatic tachycardia syndrome (POTS)
• Reflex sympathetic dystrophy (complex regional pain syndrome)
• Álagsmeiðsl (meiðsli á svæði sem verður fyrir ítrekuðu álagi) / Repetitive strain injury
• Sciatic pain syndrome
• Spasmodic dysphonia
• Raddbandakrampi / Substance use disorders
• Kjálkaverkir / Temporomandibular joint (TMJ) syndrome
• Spennuhöfuðverkir / Tension headaches
• Tinnitus
• Vulvodynia
• Hálstognun / Whiplash
Efnið byggir á gagnreyndum aðferðum
Á námskeiðinu lærir þú
Við höfum báðar farið í gegnum erfiðar heilsuáskoranir og áföll og glímt við langvinna verki sem við töldum okkur þurfa að lifa með.
Þau fræði og aðferðir sem við miðlum á námskeiðinu Skiljum (við) verkina komu okkar út úr langvinnu verkjamynstri og til góðrar heilsu. Í dag lifum við verkjalausu lífi, lausar við óttann og óvissuna sem fylgir langvinnum verkjum.
Viðfangsefni námskeiðsins er okkur því hjartans mál, en við eigum það einnig sameiginlegt að hafa farið í gegnum fjölbreytt nám tengt heilsueflingu og vellíðan og unnið að margskonar verkefnum því tengt.
Vertu velkomin/n/ð á námskeiðið ef þetta er eitthvað fyrir þig!
Sóley er grafískur hönnuður, heilsumarkþjálfi, jógakennari og meðferðaraðili í Verkjaendurferlun (Pain Reprocessing Therapy). Hún er með BA í guðfræði og kynjafræði og MA diplóma jákvæðri sálfræði við EHÍ.
Ég hef lengst af starfað sem grafískur hönnuður en nú á það hug minn allan að styðja fólk við að skapa sína vegferð út úr langvinnum verkjum og heilsufarsvanda í átt að bættri heilsu og getu til að lifa til fulls.
Eftir að hafa prófað nánast 'allt undir sólinni' án þess að ná bata, fann ég rót vandans; verkirnir og einkennin mín voru taugamótuð. Ég náði bata með því að endurþjálfa heilann og taugakerfið, ásamt því að lifa heilsuvænum lífsstíl. Ég hef reynt á eigin skinni hve mikil áhrif við sjálf getum haft á eigin heilsu með því að vinna með heilann, hugarfarið og lífsstílinn.
Edda er markþjálfi frá Gothia Akademi í Svíþjóð, jógakennari og meðferðaraðili í Verkjaendurferlun (Pain Reprocessing Therapy). Hún er með BA í félagsfræði og MA diplóma í jákvæðri sálfræði við EHÍ.
Markmið mitt er að tengja saman jákvæða sálfræði við markþjálfun og jóga og skapa þannig uppbyggilegan vettvang til að bæta vellíðan og heilsu fólks. Hjálpa fólki að lifa innihaldsríku og skapandi lífi og vekja fólk til umhugsunar um hvað það er í raun sem skiptir mestu máli.
Ég hef upplifað á eigin skinni að með bjartsýni, jákvæðni og von að leiðarljósi er hægt að hugsa í lausnum og byggja sig upp. Það má rækta með sér forvitni og eiginleikann að prófa sig áfram í átt að betra jafnvægi og aukinni vellíðan.
Fyrirkomulag
Við bjóðum 20% afsláttur fyrir fólk á örorku og endurhæfingarlífeyri, sendu okkur tölvupóst með nafni ef það á við um þig.
Við minnum á að mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeið sem eru tekin til sjálfsstyrkingar, forvarna eða endurhæfingar. Við vitum að þátttakendur okkar hafa fengið styrk fyrir námskeiðinu. Kannaðu þinn rétt hjá þínu stéttarfélagi.
Ef þú vilt aukinn stuðning er í boði að bæta við einkatímum hjá Sóleyju í Verkjaendurferlun (PRT) og heilsumarkþjálfun og hjá Eddu í markþjálfun með áherslu á jákvæða sálfræði.
"Real change, enduring change, happens one step at a time."
Ruth Bader Ginsburg