Framsetningin hér að neðan byggir að mestu á þessari grein og svo set ég heimildir eftir því sem við á.

ómega-6 umbreytist m.a. í

línólsýrur &
arakídónsýrur

sem Líkaminn notar m.a. til að búa til hormón sem valda:

ómega-3 umbreytist m.a. í

EPA sýrur &
DHA sýrur

sem Líkaminn notar m.a. til að búa til hormón sem:

Líkaminn okkar getur ekki framleitt ómega-3 og ómega-6 fitusýrur og verður að fá þær úr matnum. Þess vegna eru þær kallaðar lífsnauðsynlegar fitusýrur/ essential fatty acids.

„Margir fræðimenn hafa bent á að maðurinn hafi lengst af í þróunarsögunni neytt jafnmikils magns af omega-6 og omega-3 (hlutfallið 1:1). Mataræði vesturlandabúa í dag inniheldur hins vegar fremur lítið af omega-3 en tiltölulega mikið af omega-6. Sumir sérfræðingar telja að þetta geti ýtt undir langvinna sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, krabbamein og bólgusjúkdóma af ýmsu tagi. Benda þeir á að draga megi úr þessum sjúkdómum með því að auka neyslu á omega-3 og draga úr neyslu á omega-6.“ (úr grein Axels F. Sigurðssonar, hjartalæknis

of mikið af
ómega-6:

krónískt bólguástand

sem eykur líkur á:

hjartasjúkdómum

æðakölkun

hækkuðum blóðþrýstingi

heila og taugasjúkdómum

sykursýki + insúlínóþoli

krabbameini

nógu mikið af ómega-3
(=>2g á dag):

ómega 6:3 jafnvægi

Heilsubótaráhrif:

heilbrigðari frumuhimna – sem hefur áhrif á alla starfsemi líkamans

styrkir hjartastarfsemi

betri heila- og taugastarfsemi

dregur úr æðakölkun

Stuðlar að vöðvauppbyggingu

verndar liðamótin

Dregur úr blóðfitu

Styrkir ónæmiskerfið

ATH. Það er mikilvægt að fá nægilegt ómega 3 úr sjávarfangi (þörungum fyrir vegan), þar sem líkaminn á erfitt með að vinna EPA og DHA úr ALA (ALPHA-LINOLENIC ACID) Ómega tegundinni sem við fáum úr jurtaríkinu, t.d. úr hörfræjum og chia, þó það séu líka hollar og mikilvægar fitusýrur. Sjá heimildir hér og hér.

Hvað þarf ég að gera til að stuðla að góðu ómega 6 og 3 jafnvægi?

Þau ráð sem allsstaðar eru gefin eru að borða vel af fiski og draga úr neyslu á unnum matvælum og grænmetisolíum sem eru háar í ómega 6 og margir halda því fram að það skipti sköpum að taka inn gott lýsi. Í myndbandinu hér fyrir neðan fjallar Dr. Mark Hyman um mikilvægi ómega-3 á skýran og afgerandi hátt.

Stærsta ástæða þess að vesturlandabúar eru svona háir í ómega 6 eru gulu grænmetisolíurnar, sérstaklega sólblóma-, soja- og maísolíur. Þær eru mikið notaðar í matseld og eru algengt innihaldsefni í unnum matvælum, flest allt þetta djúpsteikta er hátt í óhollu ómega 6.

Í staðinn er t.d. hægt að nota ólífuolíu, kókosolíu eða smjör. Sjá myndina hér til hliðar, blái flöturinn sýnir magn ómega 6. Sjá nánar hér í grein Healthline.

Ég hef tekið þónokkur fingurstungupróf til að mæla ómega 3:6 hlutföll og magn ómega-3 í blóði og nánast allar hafa komið út þannig að ómega-6 er of hátt í hlutfalli við ómega-3, líka hjá fólki sem segist borða vel af fiski. Það gefur vísbendingar um að það sé  mikilvægt að taka inn gott lýsi þó fiskur sé hluti af mataræðinu.

Hér má sjá yfirlit yfir omega 6:3 hlutföll í alls kyns matvælum. 

Dæmi um hollan mat sem er hár í ómega 6 og góð leið til að fá lífsnauðsynlegar ómega 6 fitusýrur eru möndlur, valhnetur og sólblómafræ. Hér er grein um góða ómega 6 fæðu.

Dr. Mark Hyman er læknir sem vinnur eftir svokallaðri ‘functional medicine’ nálgun sem er heildræn sýn á heilsu og lítur á matinn sem lyfin okkar, það skiptir öllu að næra líkamann vel svo hann virki vel. Hann fjallar hér á afdráttarlausan hátt um mikilvægi þess að borða fisk og taka inn fiskiolíu.

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni