Setjum heilsuna
á teikniborðið og hönnum þína heilsuvegferð!
einstaklingsmiðuð heilsumarkþjálfun
Þarftu að koma heilsunni á betri stað en nærð ekki að gera það sem þú vilt og þarft að gera?
Það getur breytt miklu að fá markvissan stuðning á þeirri vegferð.
Það er ekkert dýrmætara en heilsan og ef við gefum okkur tíma til að huga að henni fáum við það margfalt tilbaka í lífsgæðum bæði í nútíð og framtíð.
Við förum í skapandi og valdeflandi vegferð í sex skrefum þar sem við setjum heilsuna þína á teikniborðið – greinum stöðuna heildrænt, og þá stefnu sem þú vilt setja þér og hönnum leiðir sem passa þér til að koma heilsunni og heilsuhugarfarinu í góðan farveg.
Hvort sem verkefnið snýst um að endurheimta heilsuna vegna veikinda, breyta ágætri heilsu í blómstrandi heilsu eða vinna í að koma þér upp fyrirbyggjandi lífsstíl til að halda heilsunni á góðum stað alla ævi, þá getur það verið dýrmætt að taka þér tíma til að hanna þína vegferð.
Hér á myndinni að ofan eru skrefin 6 sett fram myndrænt.
Við nýtum okkur verkfæri hönnunarhugsunar og heilsumarkþjálfunar til að halda utan um vegferðina, eftir þínum þörfum.
Við byrjum á að:
- kortleggja stöðuna
- skoða og vinna með hugarfarið
- móta stefnuna sem þú vilt taka
Vinnum svo á skapandi hátt og með heilsumarkþjálfun í að laða fram og hanna þínar leiðir til að byggja upp góða heilsu og lífsstíl sem endist. Fókusinn er á að valdefla þig til að verða þinn eigin heilsuhönnuður.
Bókaðu heilsusamtal ef þú vilt skoða málið betur.
Skrefin í heilsuhönnun & markþjálfun
- Við vinnum með heildræna kortlagningu og skilning á þinni einstöku heilsu og aðstæðum í lífinu
- Við skoðum þá almennu þekkingu sem til staðar er um líkama og heilsu sem skiptir máli fyrir þig
- Við skoðum hugann og hugarfarið
- Vinnum með að losa um takmarkandi hugsanabrautir og orðanotkun og sköpum hugarfar og málfar sem styður þig og eflir
- Þegar við höfum skapað skilning og stillt hugarfarið förum við í að greina þína stefnu og kortleggja þá drauma sem þú vilt raungera
- Við vinnum með heildarsýn, ásetning og markmið eftir því sem passar þér
- Hér vinnum við með frjálst flæði hugmynda um það sem þú getur gert til að raungera stefnu þína og markmið, skapandi opið flæði
- Hugmyndir, útfærslur og framkvæmdir eru skref í sífelldri hringrás
- Við útfærum valdar hugmyndir
- Skoðum hvernig er hægt að útfæra þær á raunhæfan hátt til að hægt sé að prufukeyra þær – hvað – hvernig – hvers vegna
- Hugmyndir, útfærslur og framkvæmdir eru skref í sífelldri hringrás.
- Hér eru hugmyndir og útfærslur prufukeyrðar.
- Þær sem virka vel festast í sessi og verða partur af þínum lífsstíl og hugarfari
- Þær sem ekki virka eru settar í endurvinnslu og eitthvað ennþá betra verður hannað og prufukeyrt. Það eru engin mistök til í þessu ferli, aðeins lærdómur og tækifæri til að breyta og bæta
- Hugmyndir, útfærslur og framkvæmdir eru skref í sífelldri hringrás.
Áslaug Lárusdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Steinunn Lóa Lárusdóttir
My mission in life is not merely to survive, but to thrive; and to do so with some passion, some compassion, some humor, and some style
/
Takmark mitt í lífinu er ekki bara að lifa af, heldur að blómstra; og að gera það með ástríðu, samkennd, húmor og stílMaya Angelou
Mér finnst þessi orð Maya Angelou hér að ofan svo góð til að minna okkur á að setja markið hærra en bara að lifa af og ná að gera það nauðsynlegasta. Þegar heilsan er í ólagi dugar orkan oft bara til að gera það nauðsynlegasta. Engin aukaorka er eftir til í að njóta lífsins og gera hluti sem hlaða batteríin og næra okkur. Við verður jafnvel samdauna ástandinu og erum bara þakklát fyrir að geta sinnt því sem verður að sinna.
En lífið á ekki að vera svoleiðis og það er alltaf hægt að finna leið til betri heilsu. Það getur skipt sköpum að fá stuðning til að finna leiðina, greina ástandið, skoða möguleika, skref fyrir skref.
Líkami okkar er hannaður til að gera allt sem hann getur til að heila sig og endurbæta – ef hann fær stuðning frá huganum, góða næringu og umönnun er ótrúlegt hvaða heilun er hægt að ná fram! Það þekki ég eftir að hafa misst heilsuna og náð henni tilbaka eins og ég fer yfir í hér.
Að byggja upp og viðhalda góðri heilsu snýst ekki um skyndiátak. Það tekur tíma að gera breytingar sem eiga að endast. Við erum flest vanaföst og þekkjum að það getur verið hægara sagt en gert að breyta venjum. Þá getur skipt sköpum að fá stuðning, hvatningu, fræðslu og verkfæri.
Þú gætir líka verið með fyrirmæli frá lækni, næringafræðingi, kírópraktor, sjúkraþjálfa eða öðrum sérfræðingi sem þú vilt fá aðstoð við að raungera – það er eitt að fá fyrirmæli og annað að ná að flétta þær breytingar inn í daglegt líf.
Ef heilsuhönnun & -heilsumarkþjálfun er eitthvað sem þú vilt skoða hvet ég þig til að bóka heilsusamtal og við skoðum hvort okkar samvinna er það rétta.
Leiðir & verð
Ég mæli yfirleitt með því að taka sér tíma í þessa vinnu og hittast hálfsmánaðarlega yfir 3-6 mánaða tímabil. Við nýtum tímana til að finna út hvað skiptir mestu máli fyrir þig að gera á milli þess sem við hittumst – þannig að aðalvinnan fer fram á milli tímanna.
Það tekur tíma að breyta venjum og skapa nýjar og gott að gefa sér hann og láta hlutina gerast skref fyrir skref.
Sumum hentar betur að hittast vikulega í byrjun og fá þannig meiri stuðning og leiðsögn til að byrja með, við finnum saman bestu leiðina fyrir þig.
Það sem skiptir mestu máli að þú hafa löngun og vilja til að takast á við verkefnið og að virkja sköpunarkraftinn þinn í þágu heilsunnar.
- 2 x 90 mín kortlagningartímar
- 10 x 60 mín tímar
- Fjarfundir eða staðfundir á stofunni Shalom í Þverholti 14, 105 Rvk. eftir samkomulagi og aðstæðum.
- Ég nýti vefinn/smáforritið Quenza til að halda utan um vegferðina, bæði verkefni, stuðningsefni og samskiptin okkar, þar er spjallþráður þar sem þú getur alltaf haft samband við mig. Þú færð boð inn í það við skráningu.
kr. 240.000 kr. (hægt er að semja um greiðslur)
- 2 x 90 mín kortlagningartímar
- 4 x 60 mín tímar
- Fjarfundir eða staðfundir á stofunni Shalom í Þverholti 14, 105 Rvk. eftir samkomulagi og aðstæðum.
- Ég nýti vefinn/smáforritið Quenza til að halda utan um vegferðina, bæði verkefni, stuðningsefni og samskiptin okkar, þar er spjallþráður þar sem þú getur alltaf haft samband við mig. Þú færð boð inn í það við skráningu.
kr. 135.000 kr. (hægt er að semja um greiðslur)
- 2 x 90 mín kortlagningartímar
- 10 x 60 mín tímar
- Fjarfundir eða staðfundir á stofunni Shalom í Þverholti 14, 105 Rvk. eftir samkomulagi og aðstæðum.
- Ég nýti vefinn/smáforritið Quenza til að halda utan um vegferðina, bæði verkefni, stuðningsefni og samskiptin okkar, þar er spjallþráður þar sem þú getur alltaf haft samband við mig. Þú færð boð inn í það við skráningu.
kr. 240.000 kr. (hægt er að semja um greiðslur)

Hönnum saman þína heilsuvegferð og mótum þínar leiðir til að byggja upp góða heilsu, orku og vellíðan!