setjum verkina á teikniborðið & endurhönnum taugaboðin & TAUGABRAUTIRNAR

einstaklingsmiðuð PRT-heilsumarkþjálfun
(PAIN REPROCESSING THERAPY)

Þegar verkir (og ýmis önnur heilsufarseinkenni) hafa verið til staðar í meira en 3-6 mánuði er talað um langvinna verki. Ef engin greinanleg orsök er fyrir þeim (önnur en t.d. slit á segulómmyndum) eru auknar líkur á að einkennin séu taugamótuð (neuroplastic). 

Taugavísindin hafa sýnt fram á að allir verkir eiga sér uppruna í heilanum. Heilinn metur boð frá skynfrumum líkamans og sendir verki til að vara við hættu ef hann telur ástæðu til. Yfirleitt er þetta frábær eiginleiki heilans og okkur lífsnauðsynlegur til að varast hættum og lifa af.

Vandinn er þó sá að heilinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér, hann vinnur hratt og dæmir út frá fyrri reynslu – og stundum getur hann túlkað örugg boð frá skynfrumum líkamans eins og þau séu hættuleg og sent verkjaboð til viðvörunar – þó engin hætta sé til staðar. Verkir eru flókið og áhugavert fyrirbæri – og við vitum að samspil líkamlegra, sálrænna og félagslegra þátta hefur áhrif á birtingarmynd þeirra.

Mikilvægt er að hafa í huga að slík verkjaboð eru alveg jafn sársaukafull og verkjaboð þar sem líkamleg orsök er til staðar, þetta eru jafn  raunveruleg verkjaboð og hver önnur. Eitt skýrasta dæmið um þetta eru verkir í útlimum sem fólk hefur misst (phantom limb pain), sársaukabrautirnar eru enn virkar í heilanum þrátt fyrir að sársaukasvæðið sé ekki lengur til. 

Pain Reprocessing Therapy aðferðin getur skipt sköpum þegar um taugamótaðan verk eða einkenni er að ræða.  Rannsókn sem gerð var á PRT meðferð með fólki sem átti við þráláta bakverki sýndi að 66% þátttakenda losnuðu alveg, eða nánast alveg við verkina og 98% fundu fyrir einhverjum bata. 

PRT aðferðin snýst í grunninn um að endurþjálfa viðbrögð þín við verkjunum/einkennunum, endurstilla varnarkerfi heilans, þannig að óþörf verkjaboð minnki, fjari út og jafnvel stoppi alveg. Í byrjun er fræðsla og skilningur og verkjamynstri hvers og eins mikilvægur og að gengið hafi verið úr skuggu um að verkirnir eða einkennin séu ekki að vara við ógn eins og sýkingu, æxli eða beinbroti.

Ásamt PRT nýtum við verkfæri heilsumarkþjálfunar og jákvæðrar sálfræði og beinum sjónum að styrkleikum þínum og gildum, eflingu jákvæðra tilfinninga, flæðisupplifana og þess sem veitir þér hamingju. Eftir því sem passar þér og þinni heilsuvegferð.

VEGFERÐIN Í HNOTSKURN

Pantaðu kynningartíma þér að kostnaðarlausu ef þú átt við langvinna verki eða einkenni og telur að þetta sé eitthvað sem gæti gagnast þér.  

Hér má sjá umsagnir frá námskeiði sem ég hélt um þessi fræði og aðferðir.

Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"Námskeið sem kennir manni að taka stjórn á eigin líkamlegu líðan og breyta mynstrum sem halda manni í vítahring verkja. Leið fyrir okkur sem höfum allt reint og fáum hvergi skýr svör við því sem amar að okkur. Á sama tíma eflir þetta námskeið og það sem maður lærir þar andlega líðan til muna."

Urður Hákonardóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"Upplífgandi og kærleiksríkt námskeið. Ný nálgun/sýn á erfiðleika og verki. Virkilega flott framsetning á fræðsluefni. Gaf mér nýja sýn á mitt ástand og hvernig ég get reynt að vinna með það og með þvi, að reyna að taka stjórn á verkjum og því sem þeir gera og vinna með likamanum í mildi en ekki í gremju, ótta og kvíða. -Fekk allavega fullt af verkfærum að vinna með. Gefur von um betri tíma. Mæli eindregið með. Anda inn og anda út. Takk fyrir mig ."

Arna Þórunn Björnsdóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
Fannst námskeiðið snerta á svo mörgum þáttum lífsins sem er áhugavert að skoða i mögulegu samhengi við verkina. Þetta var mikið efni og fór djúpt. Viðfeðm reynsla stjórnanda á efninu og næmni og einlægur áhugi á því sem hver og einn er að glíma vakti traust mitt. Gott að finna húmor og léttleika tengjast við verki.

Hrönn Björnsdóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"Að vera á námskeiðinu hjá Sóleyju var mjög upplífgandi, þrátt fyrir erfitt viðfangsefni sem hefur alla jafna neikvæð áhrif á daglegt líf. En með tiltrú hennar á að það sé hægt að vinna sig úr langvarandi sársauka með verkfærunum og tæknni sem hún lætur mann hafa á námskeiðinu með bros á vör varð verkefnið að lifa sársaukalausu lífi viðráðanlegra en ég hafði nokkurn tímann upplifað áður. Loksins trúi ég því að það sé mögulegt. Með því að beita marvísri tækni hafa sársaukaviðbrögð mín minnkað töluvert og þegar ég fæ verkjaköst er ég ekki jafn hrædd við þau og næ hraðar að komast úr þeim. Ég hlakka til að einbeita mér áfram að þessari tækni svo hún verði mér eðlislægari. Eitt það besta við námskeiðið er líka að ég er almennt hressari og glaðari í hversdeginum en ég var áður enda er sá andi Sóleyjar mjög smitandi."

Rakel Adolpsdóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"mér fannst ég skilja ennþá betur hvað hugurinn hefur mikil áhrif, ég er oft á vælinu og læt aðra taka ákvörðun fyrir mig. Þetta hjálpar mér að vinna fallega í sjálfri mér. 'Eg ber ábyrgð á eigin heilsu sem ég vissi en það er gott að fá aðstoð- nauðsynlegt"

Sif Gunnsteinsdóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"Það er svo gott að heyra frá öðrum á námskeiðinu hvað er að virka fyrir þær. Heyrðum fullt af frábærum reynslusögum umótrúlegan bata. Fengum verkfæri til að takast á við verki. Í mínu tilfellli gat ég sleppt verkjatöflum alveg. Byrjaði sem tilraun, því ég hafi fyrir námskeiðið ekki þorað að minnka verkjatöflu skammtinn. Reyndist miklu auðveldara en ég hélt. Hafði verkina áfram, en nú kunni ég að tjónka við þá."

Sólrún Halldórsdóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"Ef þú vilt fá verkfæri í hendurnar til ađ hugsa betur um sjálfa þig, farðu á þetta námskeið. Sóley býr yfir hafsjó af fróðleik, getur því kafað djúpt í málefnin og það sést á þeim verkefnum sem eru lögð fyrir."

Bjarney Kristrún Haraldsóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"þetta er námskeið sem galopnar augu þín gagnvart eigin mætti og kennir þér hvernig þú getur búið til nýjar tengingar í heilanum til að losna við verki, óþol og óþolandi hugsanir.!“

Ragnhildur Ragnarsdóttir
Previous slide
Next slide

Hér fyrir neðan er listi frá Pain Reprocessing Therapy Center yfir einkenni sem algengt er að séu taugamótuð. Ath. að flest þessi einkenni geta líka verið vegna kerfislægra sjúkdóma/structural disease processes. (Hér er PDF skjal með þessum lista)

 

• Bakflæði / Acid reflux • Kvíði / Anxiety • Bakverkir / Back pain • Þrálátir verkir í kviði og mjöðmum / Chronic abdominal and pelvic pain syndromes • Síþreyta / Chronic fatigue syndrome • Þrálátur ofsakláði / Chronic hives • Þrálátar bólgur í hásin / Chronic tendonitis • Þunglyndi / Depression • Svimi / Dizziness • Átröskun / Eating disorders • Vefjagigt / Fibromyalgia • Fótaverkir / Foot pain syndrome • Maga og meltingar einkenni / Gastrointestinal issues • Brjóstsviði / Heartburn • Ofurnæmi (snerting, hljóð, lykt, matur, lyf) / Hypersensitivity syndromes (touch, sound, smells, foods, medications) • Inappropriate sinus tachycardia • Svefnleysi / Insomnia • Interstitial cystitis (irritable bladder syndrome) • Iðraólga / Irritable bowel syndrome • Mígreni / Migraines • Staðbundin verkjanæming / Myofascial pain syndrome • Hálsverkur / Neck pain • Áráttu og þráhyggjuröskun / Obsessive-compulsive disorder • Parasthesias (numbness, tingling, burning) • Piriformis syndrome • Plantar fasciitis • Áfallastreituröskun / Post-traumatic stress disorder • Pots / Postural orthostatic tachycardia syndrome (POTS) • Reflex sympathetic dystrophy (complex regional pain syndrome) • Álagsmeiðsl (meiðsli á svæði sem verður fyrir ítrekuðu álagi) / Repetitive strain injury • Sciatic pain syndrome • Spasmodic dysphonia • Raddbandakrampi / Substance use disorders • Kjálkaverkir / Temporomandibular joint (TMJ) syndrome • Spennuhöfuðverkir / Tension headaches • Tinnitus • Verkir frá kynfærum / Vulvodynia • Hálstognun / Whiplash

Hönnum saman þína leið út úr langvinnum verkjum og einkennum og mótum skrefin í átt að góðri heilsu, orku og vellíðan!

——

Ég náði mér út úr langvinnu verkja- og einkennamynstri með þessum aðferðum og hef mikinn áhuga á að deila þeim. 

 

Bóka kynningartíma

1

Bókaðu kynningartíma hér að neðan.
Þú getur valið um fjarfund á Zoom eða eða komið á stofu í Shalom, Þverholti, 105 R.

2

Í kynningartímanum tökum við stöðuna á heilsunni þinni og hvernig áhrif hún hefur á þína líðan. Við skoðum hver væri þín óskaheilsa og hvernig ég og heilsuhönnun getur stutt þig á þinni heilsuvegferð

3

Ef þetta er fyrir þig skráir þú þig í þá vegferð sem passar þér og gefur þér þá gjöf að setja heilsu þína og heilsuhugarfar á teikniborðið og hanna leiðina í átt að blómstrandi heilsu.

Ég styð þig, leiði og hvet áfram, skref fyrir skref

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni