SKILJUM (við) VERKINA
Það skiptir sköpum
að skilja verkina
til að geta skilið við þá
NÁMSKEIÐ – VINNUSTOFUR
– FYRIRLESTRAR
NÁMSKEIÐ – VINNUSTOFUR
– FYRIRLESTRAR
FYRIRLESTRAR – VINNUSTOFUR – NÁMSKEIÐ
Sóley er grafískur hönnuður, heilsumarkþjálfi, jógakennari og PRT meðferðaraðili (Pain Reprocessing Therapy). Hún er með BA í guðfræði og kynjafræði og MA diplóma jákvæðri sálfræði við HÍ.
Heilsan hefur lengi verið mér áskorun og undanfarin ár hef ég lagt stund á ýmiskonar heilsutengd fræði í leit að leiðum til að endurheimta heilsuna og byggja hana upp. Ég hef reynt á eigin skinni hvaða umbreytingu er hægt að ná með þekkingu á líkamanum, hugarvinnu og nærandi lífsstíl.
Ég hef lengst af starfað sem grafískur hönnuður en nú nýti ég sköpunarkraftinn í að styðja fólk við að hanna sína vegferð í átt að bættri heilsu og velsæld í lífinu.
Edda er markþjálfi frá Gothia Akademi í Svíþjóð, jógakennari og PRT meðferðaraðili (Pain Reprocessing Therapy). Hún er með BA í félagsfræði og MA diplóma í jákvæðri sálfræði við HÍ.
Í kjölfar veikinda og áfalla dreymir mig um að tengja saman jákvæða sálfræði við markþjálfun og jóga og skapa þannig uppbyggilegan vettvang til að bæta vellíðan og heilsu fólks.
Mitt markmið er að hjálpa fólki að lifa innihaldsríku og skapandi lífi og vekja fólk til umhugsunar hvað það er í raun sem skiptir mestu máli. Allt þetta hefur hjálpað mér að móta hugmyndir mínar, bæði þegar kemur að persónulegri framþróun, þroska og mögulegri nýsköpun.
Einnig er hægt að panta vinnustofu eða fyrirlestur t.d. fyrir hópa eða vinnustaði. Ef þú hefur áhuga, skrifaðu okkur póst og við verðum í sambandi.