Um heilsuhönnun

Hugsjón heilsuhönnun er að veita fólki innblástur, hvatningu og stuðning til að koma heilsunni, orkunni og lífinu á góðan, eða helst frábæran stað!  

Hvort sem verkefnið snýst um að endurheimta heilsuna vegna veikinda, breyta ágætri heilsu í frábæra heilsu eða vinna í að koma sér upp fyrirbyggjandi lífsstíl til að halda heilsunni á góðum stað alla ævi. 


Nafnið Heilsuhönnun leggur til að hægt sé að hanna sig í átt að góðri heilsu, 

Það eru alltaf leiðir til að bæta heilsuna.stuðning til að koma heilsunni á góðan staðhuga að heilsunni taka ábyrgð á heilsu sinni – gerast forstjórar eigin líkama, heilsu og velsældar. 

Heilsuhönnun varð til í kjölfar þess að ég fór að vinna sem heilsumarkþjálfi eftir að hafa unnið stærstan hluta starfsævi minnar við  grafíska hönnun og rannsóknir innan hönnunar.

Ég lenti í veikindum sem gerðu mér ókleift að vinna við grafíska hönnun og hellti mér út í heilsustúdíur og leit að minni leið til að endurheimta heilsuna.

Ég tók nokkur jógakennaranám (kundalini jóga, Hatha jóga í anda Vöndu Scaravelli og I AM jóga Nidra djúpslökun), anatómíunám, visthönnun og svo heilsumarkþjálfun, sem varð það sem ég virkilega vildi starfa við. 

Ég komst fljótt að því að það var margt líkt við að starfa sem hönnuður og heilsumarkþjálfi. Sem hönnuður vinn ég með viðskiptavinum við að draga fram kjarnann í því sem þarf að miðla, vinna rannsóknarvinnu og raungera hugmyndir þeirra í myndmáli. Sem heilsumarkþjálfi vinn ég með skjólstæðingum við að laða fram kjarnann í því sem þau vilja, hjálpa þeim að skoða drauma sína og skilgreina markmið sín eða ásetning og finna sínar réttu og bestu leiðir til að raungera þær. 

Konseptið heilsuhönnun fór að sækja á mig og ég ákvað með hjálp míns frábæra markþjálfa að það yrði nafnið og nálgunin mín; að gera heilsueflinguna að áhugaverðu og skapandi hönnunarverkefni. Þannig næ ég að vinna með það tvennt sem ég brenn fyrir hönnun og heilsu. Ég er enn að þróa þessa hugsun og vinn í grunninn eftir aðferðum heilsumarkþjálfunar en flétta inn hönnunarreynslu mína og skapandi kraft hönnunar og ferli hönnunarhugsunar.


Leiðarljós í nálgun Heilsuhönnunar

Vinátta og samtal huga og líkama

Tengslin milli huga og líkama eru heilsunni svo mikilvæg. Hver einasta hugsun hefur áhrif á líkamann og öll þau boðefni sem hann vinnur með á hverju augnabliki. Þetta innra samtal, virðing og vinátta sem hægt er að mynda við líkamann ef við stöldrum við og skynjum getur breytt öllu. Við beinum sjónum okkar að þessum tengslum og skoðum hvernig þau eru og finnum leiðir til að efla þau og næra.

Fókus á líkama og huga sem eina heild og að finna rætur ójafnvægis

Líkaminn er ein samhangandi heild sem leitast við að halda jafnvægi / homeostasis. Ef heilsan og líkamsstarfsemin er ekki í lagi er mikilvægt að leita að undirrótinni, að finna hvað er að setja líkamann úr jafnvægi? Það getur tekið tíma og tilraunir að finna rétta mataræðið og lífsstílinn en það eru til ógrynni dæma um hvernig fólk nær heilsunni tilbaka með því.

Heildræn

Allt sem við gerum í lífinu hefur áhrif á heilsuna. Við lifum hratt í nútímasamfélagi og það er svo margt sem getur sett lykilþætti heilsu líkamans úr skorðum. Hugur okkar og líkami þurfa nægan svefn, góða öndun, nærandi mat, hreyfingu, sköpunargleði og góð fjölskyldu og félagstengsl.
Við kortleggjum stöðuna heildrænt og löðum fram leiðir til að skapa nærandi lífsstíl, skref fyrir skref.

Skapandi

Stór hluti af því sem við gerum daglega er vanabundin hegðun. Brautirnar sem heilinn notar dagsdaglega eru sterkar og mótaðar. Það getur verið áskorun að mynda nýjar brautir, skapa nýja vana, leyfa sér að hugsa hlutina upp á nýtt. Þar er sköpunarkrafturinn lykilverkfæri. Það er krafturinn sem gefur okkur færi á að hugsa upp á nýtt, staðsetja okkur í möguleikavíddinni, gefur okkur leyfi til að leika okkur, dreyma, flæða, finna leiðir.

Valdeflandi

Að byggja upp og viðhalda góðri heilsu er daglegt verkefni alla ævi. Við getum gert svo margt í því verkefni og það fyrsta sem þarf að koma til er að við tökum ábyrgð á heilsunni, eigum hana, gerumst forstjórar heilsunnar okkar. Við nýtum okkur lækna og sérfræðinga hvenær sem þarf en eignarhald heilsu hverrar manneskju er hjá henni sjálfri. Við skoðum fyrirbyggjandi hugarfar, fræðumst um lykilþætti líkamsstarfseminnar og ýmsar leiðir sem við getum notað til að mæla mikilvæga þætti eins og blóðsykur, svefn, omega 3 stöðu í blóði og fleira.

Einstaklingsmiðuð

Það eru engar algildar aðferðir og svör sem eiga við alla. Hver og ein manneskja er einstök, með einstök gen og einstaka sögu sem hefur áhrif á genahegðun, taugakerfið, hormónakerfið og örverukerfið, svo eitthvað sé nefnt. Hver manneskja þarf að þekkja og byggja góð tengsl við sinn líkama til að finna hvað virkar fyrir hana, hvaða mataræði, hvaða hreyfing, hvernig félagslíf, hvaða skapandi starf o.s.frv.

Hvernig virkar heilsuhönnun?

Hönnunarhugsun

Þetta eru þau fimm skref sem sett eru fram í “hönnunarhugsun” (Design Thinking) sem aðferð. Hér set ég þau fram í stuttu máli í tengslum við heilsuhönnun & markþjálfun. Það er sífellt flæði á milli þessara skrefa og þau eru aðeins hugsuð sem leiðarljóst til að hjálpa við þitt hönnunarferli í átt að betri heilsu og lífsstíl.

Samkennd

Í byrjun skiptir miklu máli að skapa með sér samkennd með sjálfri/sjálfum sér. Allar breytingar verða að gerast í vináttu við þinn huga og líkama.

Þarfir

Við notum ýmsar aðferðir heilsumarkþjálfunar til að kortleggja stöðuna og draga fram hvað er mikilvægt að skoða og vinna með.

Hugmyndir

Það eru margar leiðir til að vinna með aðstæður og oft sjáum við bara það sem við þekkjum og erum vön. Hér vinnum við í möguleikavíddinni og leyfum hugmyndum að flæða.

Frumgerð

Hér veljum við úr hugmyndum og skoðum nánar þær sem passa þér og þínum draumum og löngunum best.

Prófun

Þetta stig snýst um að framkvæma hugmyndirnar og sjá hvort þær virka. Hér nýtum við okkur svokallað 'mistaka ónæmi' í aðferðafræði hönnunar. Við verðum að prófa til að læra.

Um heilsumarkþjálfun

Heilsumarkþjálfun er markþjálfun með fókus á heilsu og velsæld. Markþjálfun er samtalsform sem snýst um að leysa úr læðingi möguleika fólks til að njóta sín til fulls, til að uppfylla drauma sína og markmið. Markþjálfi hjálpar markþega (skjólstæðingi sínum) við að greina hvað skiptir máli og hvað ekki, að kynnast og tengjast sjálfri/sjálfum sér á dýpri hátt og finna sínar persónulegu leiðir til að vaxa og dafna. Markþjálfun krefst þess að markþeginn sé tilbúin/n til að vinna vinnuna sem þarf til þess. Alveg eins og íþróttaþjálfari, til dæmis hlaupaþjálfari, getur þjálfað sinn skjóstæðing, veitt innblástur og aðhald, dregið fyrirstöður fram í dagsljósið, ráðlagt og uppfrætt, en það er hlauparinn sem þarf að framkvæma hlaupið.

Í heilsumarkþjálfun vinnum við á heildrænan, valdeflandi, skapandi og einstaklingsmiðaðan hátt. Við byrjum þar sem þú ert núna, munum að þú ert alltaf fullkomin og frábær eins og þú ert á hverju augnabliki. Við skoðum hvaða drauma þú hefur og hvaða markmið þú vilt setja þér. Við kortleggjum stöðuna heildrænt og vinnum skref fyrir skref í að laða fram það sem þú vilt og þarft til að uppfylla þína drauma og markmið og koma þinni heilsu á glymrandi góðan stað. Það er engin ein rétt aðferð til að bæta heilsuna, hver manneskja er einstök og þarf að finna sína leið; sitt mataræði, hreyfingu, félagslíf, sína leið til sjálfsræktar, slökunar og nægs svefns. Þetta er ekki skammtímaátak, átök hafa tilhneygingu til að kalla fram frábæran árangur, en svo fer allt jafnhratt í sama farið. Fókusinn er á að gera raunhæfar breytingar sem endast og verða hluti af lífstílnum til framtíðar.

ath hvort þetta fyrir neðan á að vera….

Viðfangsefni mitt sem heilsumarkþjálfa er að styðja þig og veita þér aðhald í heilsuvegferðinni. Ég mun gefa þér ráð og við munum ákveða saman hvaða verkefni þú gerir.  ath… sérfræðingur í sjálfri/sjálfum þér, að valdeflast til að taka ábyrgð á heilsunni, eiga og elska líkama þinn, gerast forstjóri heilsu þinnar og velferðar. Ég mun líka ráðleggja þér og veita fræðslu um það sem skiptir 

Nánar um hönnun

Everybody designs who devises courses of action aimed at changing existing situations into preferred ones.

“Design is a plan for arranging elements in such a way as best to accomplish a particular purpose.” 

Tilvitnanirnar hér að ofan fjalla um hönnun sem aðferð til að breyta aðstæðum. Hönnun er í eðli sínu aðgerðamiðuð, hún er alltaf um að búa eitthvað til, að láta eitthvað sem ekki er enn veruleiki verða að veruleika. 

Hönnun byggir á sköpunarkrafti, forvitni og trúnni á að hægt sé að breyta og bæta veruleikann – hún vinnur í möguleikavíddinni. Hið hannaða getur verið bygging, hlutur, grafík eða þjónusta – eða vegferð í átt að betri heilsu!

Hugtakið heilsuhönnun leggur þannig til að það sé hægt að hanna sig í áttina að betri heilsu, það þýðir að við höfum vald og getu til að breyta – þetta er því bjartsýn nálgun.

Við vitum flest að við getum gert ýmislegt til að bæta heilsuna. Umræða um heilsusamlegan lífsstíl hefur stóraukist og við vitum margt sem við ættum að gera en það getur verið hægara sagt en gert að breyta gömlu mynstri, við erum vanaföst og það getur verið erfitt að finna orku í breytingar. Breytingar geta í raun ógnað okkur, Það er álag og mikið að gera og breytingar geta bara verið frekar leiðinlegar og hugsunin að taka heilsuna í gegn getur jafnvel verið streytuvaldandi og íþyngjandi. 

Eins getum við verið ringluð á allri heilsuumfjölluninni og átt erfitt með að greina hvað skiptir máli og hvað ekki og hreinlega fallist hendur. 

Að byggja upp og halda góðri heilsu er daglegt verkefni alla ævi og snýst um að koma sér upp daglegum lífsstíl sem styður við heilsuna og fyrirbyggir veikindi eins og hægt er. Heilsan er það dýrmætasta, það lærir fólk þegar það missir hana. 

Það getur skipt sköpum að fá aðstoð í þessu verkefni og finna sína leið til að gera þessa heilsuvegferð að áhugaverðu hönnunarverkefni. 

Í heilsuhönnun notum við verkfæri hönnunar og heilsumarkþjálfunar til að laða fram þær leiðir sem virka fyrir þig.

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni