Skiljum(við)verkina!
Sex vikna netnámskeið
& heilsumarkþjálfun
fyrir konur með þráláta verki
til að geta skilið við þá!
Á námskeiðinu deili ég aðferðum sem umbreyttu mínu lífi og voru lykillinn að því að ég náði mér út úr vítahring þrálátra verkja.
Þrálátir verkir og ýmis heilsufarseinkenni eins og iðraólga hafa fylgt mér stóran hluta ævinnar. Ég hef náð að halda þessu í skefjum með heilandi mataræði og lífsstíl, sem skiptir miklu máli. En ef álag jókst og lífsstíllinn var ekki alveg í skorðum voru einkennin mætt á svæðið í svakastuði! – og ég oft alveg ráðalaus.
Ég hafði gert ráð fyrir að þurfa að ‘lifa með þessu’ eins og manni hefur svo oft verið sagt, og samþykkt að ég hafi bara fengið þetta krefjandi eintak af líkama og verði að gera mitt besta úr því.
Í þessu námskeiði er fókusinn á að læra um leiðir til að skilja við verkina, ekki að lifa með þeim. Við setjum fókusinn á heilann og hvernig þrálátu einkennin geta verið veiki í heilanum en ekki staðbundin þar sem við finnum þau, sem sagt miðlægir verkir. Að rót einkennanna geti verið ofvirkt streitusvar í randkerfi heilans og að verkirnir séu vegna úreltra heilabrauta sem þarf að endurtengja.
Námskeiðinu er ætlað að veita þér fræðslu, innblástur og stuðning til valdeflingar á þinni vegferð til að skilja við verkina og losa um þrálát heilsufarseinkenni – ég miðla efninu sem heilsuhönnuður, heilsumarkþjálfi og það sem mikilvægast er, af eigin reynslu við að nota þessar aðferðir og endurheimta heilsuna.
Ég set námskeiðið upp í aðferðarramma Heilsuhönnunar: Skilningur, hugarfar, stefna, hugmyndir, útfærslur og framkvæmdir.

Í hnotskurn:
- Þú lærir um verki og hvernig heilinn hugsar verki og verkjaboð og hvernig er hægt að hafa áhrif á það
- Þú lærir um tengsl ótta og líkamlegra einkenna og hvernig verkir geta ógnað öryggiskennd okkar
- Þú lærir um mátt hugans og aðferðir til að beita huga og vitund til að endurtengja heilabrautirnar og róa randkerfið
- Þú lærir um gleði- og streituhormón, hlutverk þeirra í þrálátu verkja- og einkennamynstri og hvernig er hægt að vinna með það
- Þú lærir um tengsl hugar og líkama og færð innblástur til að efla það samband t.d með öndun og mildri hreyfingu.
- Þú lærir um mikilvægustu lífsstílsþættina sem efla heilun og vinna gegn verkjum
- Vikulegir hópheilsumarkþjálfunartímar í boði þar sem hægt er að spyrja og ræða efni vikunnar (upptaka aðgengileg ef þú kemst ekki)
- Þú færð 2 x einka heilsumarkþjálfunartíma, í upphafi og í lokin
Urður Hákonardóttir
Arna Þórunn Björnsdóttir
Hrönn Björnsdóttir
Rakel Adolpsdóttir
Sif Gunnsteinsdóttir
Sólrún Halldórsdóttir
Bjarney Kristrún Haraldsóttir
Ragnhildur Ragnarsdóttir
Hafðu samband ef þú ert að kljást við þráláta verki eða önnur þrálát heilsufarseinkenni og við förum yfir hvort þetta námskeið passi þér.
Innifalið:
- Fyrirlestur og verkefni í hverri viku
- Vikulegur hópfundur á Zoom
- 2 x einka heilsumarkþjálfunartími sniðinn að þínum þörfum
- lokaður facebook hópur fyrir þátttakendur
- stuðningur minn, aðhald og ofurtrú á getu þinni til að skilja við verkina!

Á námskeiðinu deili ég aðferðum sem umbreyttu mínu lífi og voru lykillinn að því að ég náði mér út úr vítahring þrálátra verkja og heilsufarseinkenna.