VORHREINSUN - eftir páska og fyrir sumarið!

Hreinsandi, heilandi & skapandi mataræði

6 vikna hópnámskeið

25. apríl - 3. júní

Allir hafa sinn innri lækni, við verðum bara að hjálpa honum í sinni vinnu. Hinn náttúrulegi heilunarmáttur sem býr innra með hverju okkar er sterkasta aflið til heilunar. Maturinn á að vera meðalið okkar. Meðalið okkar á að vera maturinn.

Mér finnst þessi orð Hippókratesar, hér að ofan, alltaf svo sterk og mikilvæg. 

Út frá minni reyslu og því sem ég hef lært er hugurinn okkar þessi magnaði innri læknir og náttúrulegi heilunarmáttur. 

Á námskeiðinu Skiljum (við) verkina! skoðuðum við hve hugurinn er öflugur og heilunarmáttinn sem við getum virkjað í gegnum hann. 

En Hippókrates minnir líka á að maturinn á að vera meðalið okkar og meðalið maturinn. 

Til að virkja mátt hugans og heilunarmátt líkamans þurfum við að sjá til þess að góð og heilandi næring sé í kerfinu okkar og að við takmörkum það sem veldur bólgum og veikir örverukerfið okkar. Að við borðum og elskum mat sem elskar okkur tilbaka.

Vorið er frábær tími til að hreinsa og hreyfa við staðnaðri verkjaorku!

Mér finnst þessi orð Hippókratesar, hér að ofan, alltaf svo sterk og mikilvæg. 

Í mínum huga og samkvæmt mínum stúdíum er hugurinn okkar þessi innri læknir og náttúrulegi heilunarmáttur. 

Á námskeiðinu Skiljum (við) verkina! skoðuðum við hve hugurinn er öflugur og heilunarmáttinn sem við getum virkjað í gegnum hann. 

En Hippókrates minnir líka á að maturinn á að vera meðalið okkar. 

Til að virkja mátt hugans og heilunarmátt líkamans þurfum við að sjá til þess að góð og heilandi næring sé í kerfinu okkar og við takmörkum það sem veldur bólgum og veikir örverukerfið okkar. 

Vorið er frábær tími til að hreinsa og hreyfa við staðnaðri verkjaorku!

Námskeiðið í hnotskurn

Tímabil:
25. apríl – 3. júní

Staðsetning: 
Netið. Lokaður facebook hópur, Zoom fundir, vefur og app. 
Þú getur fylgst með hvar sem þú ert og tekið námskeiðið á þínum forsendum. Það er gagnlegast að taka virkan þátt og vinna námskeiðið á meðan á því stendur, því þá færð þú stuðning á facebook, frá mér og hópstuðninginn og getur tekið þátt í fimmtudagsspjallinu. En þú hefur aðgang að efninu í 6 mánuði og stuðningsefni sem hægt er að hlaða niður áttu hjá þér.

Efni og skipulag:

– Á mánudagsmorgnum kemur inn efni vikunnar:

  • Innblástur og fræðsla í formi fyrirlestra
  • Stuðningsefni og verkefni fyrir hverja viku eftir því sem við á
  • Uppskriftir og mataræðisstuðningur 

– Á fimmtudögum kl. 20-21 er spjall, hópmarkþjálfun eftir þörfum og spurningar og svör

– Virkur facebook hópur til stuðnings og samskipta yfir vikuna.

Verð: 

57.900 kr. 

Tilboð fyrir þátttakendur Skiljum (við) verkina!:

44.900 kr.

dagskráin í hnotskurn

1 Vika

Kynning á hreinu mataræði. Við stillum hugarfarið og þú byrjar að hanna þína vegferð og rammann sem þú ert tilbúin að fylgja

2 Vika

Fræðsla og undirbúningur fyrir hreint mataræði í 21 dag. Við byrjum á dagbók um samhengi matar + líðan. Hugmyndavinna um hvað kemur inn í stað þess sem fer út á meðan á hreina mataræðinu stendur

3 Vika

Hreinsandi, heilandi & skapandi mataræði - dagur 1-7. - Innblástur og fókus: blóðsykursjafnvægi og hormónar

4 Vika

Vika 2 af hreinsandi, heilandi & skapandi mataræði - dagur 8-14. Innblástur og fókus: Nærum örverufjölskylduna okkar

5 Vika

Vika 3 af hreinsandi, heilandi & skapandi mataræði - dagur 15-21. Innblástur og fókus: matur fyrir heilann

6 Vika

Mataræði útvíkkað og 80/20 plan hannað fyrir sumarið

NOTUM VORIÐ TIL AÐ næra okkur og efla FYRIR SUMARIÐ
Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni