Gefðu þér heilandi vor!

12 vikna einstaklingsmiðuð heilsumarkþjálfun og stuðningur við að innleiða heilandi daglegar venjur sem passa þér

Þessi vegferð er fyrir þig ef þú finnur að áframhaldandi stuðningur og leiðsögn gæti skipt sköpum fyrir þína heilun og leið til að skilja við verkina og einkennin!

Bókaðu kynningarsamtal til að skoða hvort þetta gæti verið akkúrat rétta skrefið fyrir þig!

Ég hef reynslu af því hve dýrmætt það er að gefa sér tíma í heilun þegar heilsan er ekki upp á sitt besta. Að setja það í forgang getur breytt öllu. Það er hægt að fá heilsuna og lífið til baka

Ég hef líka upplifað hvað það skiptir miklu máli að sækja sér stuðning á þessari vegferð og það er mér hjartans mál að hvetja fólk til þess. Ef sú leið sem ég býð er eitthvað fyrir þig, hlakka ég til að eiga heilandi vor með þér! 

Innifalið

 • 12 vikna einstaklingsmiðuð heilsumarkþjálfun – 6 skipti.
 • 1 x 90 mín upphafstími þar sem við förum yfir heilsusöguna þína og eigum markþjálfunarsamtal um sólargeislaverkefnið og raunhæf markmið eða leiðarljós.
 • 5 x 60 mín heilsumarkþjálfunartímar, á hálfsmánaðarfresti. Við finnum okkur fasta tíma sem passa og miðum við að námskeiðið hefjist í apríl og endi í júní – og þú nærð að innleiða heilandi venjur fyrir sumarið! Þú færð stöðumat sent fyrir hvern tíma þar sem þú skráir stöðuna og það sem þér þykir mikilvægast að við setjum fókusinn á. 
 • 6 x tölvupóststuðningur í vikunni sem við hittumst ekki.
 • 1 x heilsuhönnunardagbók. Bók sem heldur utan um heilunarvegferðina þína og þú getur nýtt til að vinna afmörkuð verkefni eins og að halda dagbók um mataræði og áhrif á andlega líðan, þakklætisdagbók og fleira eftir því sem passar þinni vegferð.
 • 1 x Relaxator öndunarþjálfi. Relaxator öndunarþjálfi er öflugt verkfæri til að bæta dagsdaglega öndun. Öndun er fyrsta frumþörf líkamans og mjög heilandi að bæta hana. 
 • Aðgangur að efni námskeiðsins Skiljum (við) verkina.

NÁNAR

 • Í heilsumarkþjálfun vinnum við með djúpa hlustun, kjarnandi spurningar og viðeigandi ráðleggingar til að styðja þig á þinni vegferð.
 • við vinnum út frá því að hver manneskja sé líffræðilega einstök og þarfir séu alltaf einstaklingsbundnar.
 • Við vinnum með raunhæf markmið – skref fyrir skref. 
 • Við setjum fókusinn á að bæta inn heilsueflandi venjum og leyfa þannig óhagstæðari venjum smátt og smátt að heyra sögunni til.
 • Við vinnum með 80/20 viðmiðun – að lifa 80% heilsusamlega.  
 • Við förum nánar í að vinna með verkfærin til að endurtengja heilabrautirnar og skilja við verkina eða einkennin, eftir því sem passar þér. 
 • Við skoðum dagsdaglega dagskrá til að greina hvar er svigrúm fyrir heilandi venjur. 
 • Við vinnum heildrænt, með sólargeislana þína og að skapa jafnvægi. 

Ávinningur

 • Á undanförnum fjórum vikum hefur þú fengið alls konar innblástur og verkfæri til að nýta á heilsuvegferðinni þinni og nú er mikilvægt að halda áfram, vökva fræin sem eru komin í moldina. En við eigum það til að missa móðinn og gleyma ástunduninni þegar stuðningur er ekki lengur fyrir hendi. Það er því dýrmæt gjöf að gefa sér að fá áframhaldandi stuðning, að nota tækifærið núna til að halda þér við efnið – og halda áfram að þróa þínar leiðir til að vinna með það.
 • Einstaklingsmiðuð heilsumarkþjálfun er umbreytandi vegferð þar sem þú færð stuðning til að virkja þína innri visku, greina fyrirstöður og hvaða leiðir eru bestar fyrir þig. 
 • Þú færð verkfæri og stuðningsefni sniðið að þínum þörfum.
 • Ég mun styðja þig og hvetja til að halda þér við efnið og gera það sem þú vilt gera.
 • Betri heilsa – sem er það dýrmætasta!

Verð: 154.000 kr. 

Hönnum saman þína vegferð í átt að góðri heilsu, orku og vellíðan!

Umsagnir
"Sóley hjálpaði mér að forgangsraða og skipuleggja mig til þess að geta náð árangri. Í dag er ég almennt meðvitaðri um heilsuna mína og hvað ég þarf að gera til þess að líða vel, líkamlega og andlega. Sóley er virkilega vel lesin og hefur frætt mig um ótal margar rannsóknir um hin ýmsu málefni sem hafa nýst mér vel í átt að bættri heilsu. En fyrst og fremst er hún frábær manneskja sem hlustar, skilur og hvetur mann áfram. Ég mæli heilshugar með Sóleyju heilsumarkþjálfa!“

Áslaug Lárusdóttir
Umsagnir
Sóley er frábær heilsumarkþjálfi og hún fær mín allra bestu meðmæli. Tímarnir með henni eru alltaf stútfullir af fróðleik og góðum ráðum og henni er virikilega umhugað um að fólk nái árangri og betri heilsu. Heilsumarkþjálfun með Sóleyju hefur verið árangsrík og meðal annars skilað sér í meiri orku og alls kyns tólum og tækni til að huga að heilsunni í heildstæðu samhengi.

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Umsagnir
"Það sést langar leiðir að Sóley hefur mikla ástríðu fyrir málunum sem um ræðir í heilsumarkþjálfuninni og þess vegna er hún eins og glitrandi viskubrunnur sem gefur bestu ráðin á sama tíma og að hún tekur mikið mark á að allir séu ólíkir og þurfi því fyrst og fremst að hlusta á sig og sinn líkama. Ofan á það er hún frábær hlustandi, hjartahlý og yndisleg í alla staði. Ég mæli því mjög mikið með heilsumarkþjálfun hjá Sóleyju, því hún hjálpaði mér og minni heilsu mikið."

Steinunn Lóa Lárusdóttir
Previous slide
Next slide
Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni