Þín vegferð frá verkjum til

Rjúfum langvinn verkjamynstur og mótum ný heilsueflandi mynstur sem stuðla að bata og auknu frelsi til að lifa lífinu til fulls 🙌

Vilt þú fá hjálp við að:

UM MIG
Hæ, ég heiti Sóley. Verkir hafa verið hluti af lífi mínu frá því að ég var krakki. Eftir að hafa prófað nánast 'allar aðferðir undir sólinni' án varanlegs árangurs, var ég svo heppin að finna undirrót verkjanna.
Til að ná fullum bata og frelsi frá verkjum var ekki nóg að bæta lífsstílinn og mataræðið - ég þurfti að leiðrétta verkjakerfið mitt og endurstilla taugakerfið!
Í dag hef ég öðlast betri heilsu en ég hefði getað ímyndað mér - ég er laus úr viðjum verkja og heilsuvandamála sem stýrðu lífi mínu - get hreyft mig að vild og gert flest það sem ég óska mér!
Nú á það hug minn allan að hjálpa öðrum sem glíma við langvinna verki og heilsuvandamál að ná bata. Vertu velkomin/n/ð í kynningarspjall ef þú hefur áhuga.

Við nýtum gagnreyndar aðferðir og skapandi hugarfar

Verkjaendur
ferlun PRT

Jákvæð
sálfræði

Jóga og
jóga nidra

Heilsu-
markþjálfun

Hönnunar-
hugsun

Einkatímar

frá verkjum til vellíðunar

Verkjaendurferlun PRT og Heildræn heilsumarkþjálfun með Sóley

Ertu að glíma við þrálát verkjamynstur og vilt fá stuðning við hanna ný heilandi mynstur?

Námskeið

SKILJUM (við) VERKINA

Það skiptir sköpum að skilja verkina til að geta skilið við þá.

Valdeflandi og nærandi námskeið fyrir fólk sem býr við langvinna verki.

Um námskeiðið: skiljum (við) verkina

Þetta er öðruvísi nálgun og von um bót sem er raunhæf og ekki of flókið að vinna að. Efnið er mjög fróðlegt og frábært að geta horft aftur á það sem stendur upp úr.
Mæli mjög svo með þessu námskeiði fyrir alla sem eru búnir að prófa ALLT“

Mjög góð fjárfesting í heilsu.

Um Heildræna heilsumarkþjálfun

...„Heilsumarkþjálfunin hjá Sóleyju hafði mjög góð áhrif á mig. Ég öðlaðist mikla þekkingu á bæði hlutum tengdum heilsu, mataræði, hreyfingu og hugleiðslu en líka þekkingu á mér, hugsunum mínum og tilfinningum. Í gegnum markþjálfunina náði ég að tileinka mér hugsunarhátt og ákveðna meðvitund sem ég mun búa að út lífið, auk þess sem ég lærði að hlusta betur á og virða líkamann minn. “...

Sóley er frábær heilsumarkþjálfi og hún fær mín allra bestu meðmæli. Heilsumarkþjálfun með Sóleyju hefur verið árangsrík og meðal annars skilað sér í meiri orku og alls kyns tólum og tækni til að huga að heilsunni í heildstæðu samhengi. 

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni