Það skiptir sköpum að skilja verkina, til að geta skilið við þá
Skiljum (við) verkina er valdeflandi og nærandi nálgun fyrir fólk sem býr við langvinna verki og hefur áhuga á að fræðast um samband heilans, taugakerfisins og verkja – og hvernig hægt er að virkja hugann til að endurmóta taugabrautir heilans og draga þannig úr eða jafnvel rjúfa þrálát verkjamynstur.