PRT / Verkjaendurferlun – Átta vikna 1:1 námskeið

119.000 kr.

PRT verkjaendurferlun (Pain Reprocessing Therapy) er árangursrík og oft hraðvirk aðferð til að losna úr viðjum taugamótaðra verkja eða einkenna, því hún beinist beint að rót vandans, sem er heilinn og taugakerfið. Ýmis konar líkamsmeðferðir geta hjálpað við að létta á verkjum, en til að losna við þá þarf að breyta túlkun heilans á hættu og endurmóta mynstrin sem hafa teiknast upp.

Þegar verkir hafa verið til staðar í meira en 3-6 mánuði er talað um langvinna verki. Ef engin afgerandi orsök hefur verið greind eru töluverðar líkur á að rót vandans liggi í heilanum og taugakerfinu; að verkirnir séu taugamótaðir.

Þá getur leiðin til bata falist í að meðhöndla heilann.

Taugavísindin hafa sýnt fram á að allir verkir eiga sér uppruna í heilanum. Verkir eru viðvörunarmerki sem heilinn notar til að vara okkur við hættu og halda okkur á lífi. Þegar verkir verða langvinnir er hættan oft yfirstaðin en taugabrautir verkjanna virkjast áfram.

PRT verkjaendurferlun (Pain Reprocessing Therapy) er árangursrík aðferð og oft hraðvirk þegar um taugamótaðan verk eða einkenni er að ræða, því hún beinist beint að rót vandans, sem er heilinn og taugakerfið. Ýmis konar líkamsmeðferðir geta hjálpað við að létta á verkjum, en til að losna við þá þarf að breyta túlkun heilans á hættu og endurmóta mynstrin sem hafa teiknast upp.

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni