
átta vikna
Valdeflandi
netnámskeið
Það skiptir sköpum að skilja verkina
til að geta skilið við þá!
„Faglegt og hvetjandi námskeið. Einstaklega vel heppnað. Ég hef verið inn í Virk í rúmlega ár og hef ekki farið á svona gott námskeið um nákvæmlega þetta viðfangsefni með þessari nálgun.“
Ert þú að glíma við langvinna verki eða einkenni sem draga úr lífsgæðum þínum?
- Ertu búin að prófa allskyns líkamsmeðferðir án árangurs?
- Er búið að mynda verkjasvæðið án þess að afgerandi skýring fáist annað en slit?
- Eru verkirnir óreglulegir?
- Byrjuðu einkennin án áverka í upphafi?
- Hefurðu fengið greiningu sem tengist taugakerfinu, t.d. vefjagigt eða iðraólgu?
- Ertu verri þegar streita er til staðar?
- Hefurðu tilhneigingu til að hafa áhyggjur eða kvíða?
- Gerirðu miklar kröfur til sjálfs þín?
Hæ, við heitum Sóley og Edda Björk
Við höfum báðar farið í gegnum erfiðar heilsuáskoranir og áföll og glímt við langvinna verki sem við töldum okkur þurfa að lifa með.
Þau fræði og aðferðir sem við miðlum á námskeiðinu Skiljum (við) verkina komu okkar út úr langvinnu verkjamynstri og til góðrar heilsu. Í dag lifum við verkjalausu lífi, lausar við óttann og óvissuna sem fylgir langvinnum verkjum.
Viðfangsefni námskeiðsins er okkur því hjartans mál, en við eigum það einnig sameiginlegt að hafa farið í gegnum fjölbreytt nám tengt heilsueflingu og vellíðan og unnið að margskonar verkefnum því tengt.
Vertu velkomin/n/ð á námskeiðið ef þetta er eitthvað fyrir þig!

Á aðeins átta vikum getur þú haft umbreytandi áhrif á heilsu þína og líf.
Þú getur lært að skilja verkina út frá nýjustu taugavísindum og tileinkað þér öflugar og gagnreyndar aðferðir til að gjörbreyta sambandi þínu við verkina, draga verulega úr þeim eða jafnvel skilja við verkina og lifa til fulls!
Í hnotskurn
Skiljum (við) verkina er valdeflandi og nærandi námskeið fyrir fólk sem glímir við langvinna verki og hefur áhuga á að fræðast um samband heilans og verkja, og um taugamótaða verki. Ásamt því að læra hugrænar aðferðir til að rjúfa þrálát verkja- eða einkennamynstur og skapa ný heilandi og heilsuvæn mynstur.
Yfirskrift námskeiðsins er orðaleikur sem vísar annars vegar til þess hve mikilvægt og valdeflandi það er að skilja hvað verkir og verkjaboð eru hægt sé að skilja við verkina og lifa verkjalausu lífi.





Efnið byggir á gagnreyndum aðferðum
Verkja-endurferlun / PRT
Jákvæðri
sálfræði
Heilsumarkþjálfun og markþjálfun
Jóga og
jóga nidra
Á námskeiðinu lærir þú
- um að allir verkir eru raunverulegir og aldrei 'bara í huganum'
- um sambandi heilans, taugakerfisins og verkja
- um verki, langvinna verki og taugamótaða verki
- um tilfinningar og mátt hugans
- aðferðir byggðar á taugavísindum til að endurþjálfa heilann þinn og endurstilla taugakerfið
- hagnýtar aðferðir jákvæðrar sálfræði til að bæta eigin líðan og hamingju
- að greina gildi þín, styrkleika og sýn
- að efla samkennd þína í eigin garð
- um öndun og hagnýtar öndunaraðferðir
- um bandvefinn, þyngdaraflið og hreyfingu
- um heilsueflandi lífsstíl
„Faglegt og hvetjandi námskeið. Einstaklega vel heppnað. Ég hef verið inn í Virk í rúmlega ár og hef ekki farið á svona gott námskeið um nákvæmlega þetta viðfangsefni með þessari nálgun.“
„Myndi mæla 100% með námskeiðinu, gefur þér verkfæri til að takast á við líkamlega og andleg langvarandi veikindi, gefur þér styrk og von, góð og kjörnuð nálgun á það hvernig við getum gert enn betur að skilja verkina og sýna okkur samkennd.“
„Ekki spurning að fara, námskeiðið gefur góðan árangur og betri líðan, meiri skilning og trú að geta haft áhrif. Síðan situr eftir mikið af verkfærum til að vinna áfram með.“
Fyrirkomulag
- Þú stýrir ferðinni og getur farið í gegnum námskeiðið á þínum forsendum
- Í hverri viku er fræðslufyrirlestur með litríku myndefni og vísunum í fjölbreytt fræðslumyndbönd
- Í hverri viku færðu valdeflandi verkefni og leiddar hugleiðslur, eftir því sem við á
- Þú hefur aðgang að fyrirlestrunum í 6 mánuði og getur hlaðið niður öllum verkefnum og stuðningsefni til að eiga ótímabundið
- Ef þú vilt stuðning getur þú bætt við einstaklingviðtölum með Sóleyju
Við bjóðum 20% afsláttur fyrir fólk á örorku og endurhæfingarlífeyri, sendu okkur tölvupóst með nafni ef það á við um þig.
Við minnum á að mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeið sem eru tekin til sjálfsstyrkingar, forvarna eða endurhæfingar. Við vitum að þátttakendur okkar hafa fengið styrk fyrir námskeiðinu. Kannaðu þinn rétt hjá þínu stéttarfélagi.

Ef þú vilt aukinn stuðning er alltaf möguleiki að bæta við einkatímum hjá Sóley í PRT verkjaendurferlun og heilsumarkþjálfun.

Vertu velkomin/n/ð í kynningarspjall ef þú hefur spurningar eða vilt vita meira. Ef þú vilt heldur fá símtal geturðu skrifað það í athugasemd við bókunina og ég hringi í þig.
Ég vil kaupa námskeiðið 🧡
Smelltu hér til að fara á síðuna þar sem þú getur keypt aðgang að námskeiðinu og hafið þína vegferð við að skilja verkina og læra leiðir til að skilja við þá! Þú færð aðgang að námskeiðinu um leið og þú hefur greitt og betur byrjað strax í dag eða hvenær sem hentar þér.
"Real change, enduring change, happens one step at a time."
Ruth Bader Ginsburg