Heilsuhönnun er vefur þar sem þjónustu fyrirtækisins er miðlað og ýmsu efni er varðar heilsu og lífsstíl. Við bjóðum bæði upp á einstaklingsmiðaða þjónustu og hópnámskeið, bæði á netinu og staðbundin.

Inngangur
Í þessari persónuverndarstefnu skýrum við út, hvernig Heilsuhönnun vinnur með og notar persónugreinanlegar upplýsingar sem við gætum safnað í tengslum við starfsemi okkar og heimsókn þína á vefsíðuna og starfsemi sem tengist Heilsuhönnun ehf. og þau réttindi sem einstaklingar hafa á grundvelli persónuverndarlaga. Við hjá Heilsuhönnun leggjum okkur fram við að tryggja öryggi þeirra og fylgjum lögum um persónuvernd.

Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til einstaklings. Þegar við segjum “persónulegar upplýsingar” þá þýðir það, hverjar þær upplýsingar sem geta verið nýttar til þess að bera kennsl á einstakling. Þessi persónuverndarstefna á þar með ekki við um ópersónugreinanlegar upplýsingar.

Tegundir persónuupplýsinga sem unnið er með
Við vinnum með ýmsar tegundir persónuupplýsinga í tengslum við starfsemi okkar. Sem dæmi má nefna; nöfn, kennitölur, heimilisföng, símanúmer, tölvupósta og aðrar samskiptaupplýsingar.

Við gætum geymt eftirfarandi tegundir af persónulegum upplýsingum sem tengjast þér:

  • Samskiptaupplýsingar, það á við um öll samskipti sem þú sendir okkur, hvort sem það er í tölvupósti, skilaboð á samfélagsmiðlum eða í gegnum annað stýrikerfi, sem þú velur að senda okkur skilaboð í gegnum. Við geymum þær upplýsingar er varða samskipti þín við okkur svo að við getum svarað þeim erindum sem þú sendir til okkar og borið kennsl á þig.
  • Póstlisti og skráning á námskeið, ef þú skráir þig á póstlista Heilsuhönnunar eða samþykkir skráningu á póstlistann, eða ef þú skráir þig á námskeið. Póstlistann og námskeiðsskráningar er haldið utan um með póstforritinu Kit.
  • Upplýsingar um viðskiptavini á við um allar þær upplýsingar sem tengjast öllum kaupum þínum á vörum og/eða þjónustu, til dæmis nafnið þitt, titill, heimilisfang, tölvupóstfang, símanúmer o.s.frv. Við geymum þessar upplýsingar til þess að sjá þér fyrir þeim vörum eða þjónustu sem þú hefur óskað frá okkur og einnig til þess að hafa allar viðskiptafærslur skjalfestar. Tilgangurinn með söfnun upplýsinga um viðskiptavini er þess vegna, að hafa stjórn á upplýsingum um viðskiptasamninga sem gerðir eru á milli þín og okkar og/eða að byrja það ferli af þinni ósk.
  • Tæknilegar upplýsingar, þetta nær yfir allar þær upplýsingar um þann búnað sem þú tengist okkur með og afleidd gögn af þeirri tengingu – allar upplýsingar sem tengjast notkun þinni af vefsíðum okkar og annarri nettengdri þjónustu, svo sem IP tölur, útgáfu af stýrikerfi, framkvæmdum aðgerðum, innskráningar upplýsingum þínum, lengd heimsóknar þinnar, hvaða síður þú skoðar og hvernig þú ferðast um vefinn, hversu oft þú notar vefinn okkar, hvaða tímabelti þú ert í og hvaða aðra tækni þú notar til þess að komast inn á vef okkar, sem og aðra nettengda þjónustu.
  • Upplýsingar sem tengjast markaðssetningu, þetta nær yfir þær upplýsingar sem þú velur að fá með því að stilla hvað þú vilt sjá af efni sem er tengt markaðssetningu Heilsuhönnunar og mögulega frá þriðja aðila sem tengist okkur og hvernig við megum hafa samband við þig.
  • Heilsunámskeið. Í einstaklingsmiðuðum námskeiðum eða minni námskeiðum þar sem heilsufarsupplýsingar koma fram notum við forritið Quenza sem hefur eigin persónuverndarstefnu sem er í samræmi við persónuverndarlög á Íslandi.
  • Markaðssetning. Heilsuhönnun notar ópersónulegar og persónugreinanlegar upplýsingar í markaðssetningu til dæmis; til að kynna eigin þjónustu í samræmi við gildandi lög, nema viðskiptavinur hafi sérstaklega andmælt slíkri vinnslu, senda skilaboð í viðskiptalegum tilgangi til viðskiptavina, senda skilaboð í markaðslegum tilgangi og útbúa markaðsgreiningar, senda þjónustukannanir til viðskiptavinar o.þ.h.
  • Vafrakökur (e. cookies). Vafrakökur (e. cockies), eru notaðar á til að telja og greina heimsóknir á vefinn.  Notendur vefsins geta stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af þessum vafrakökum eða hafni þeim með öllu. Upplýsingar sem safnast með þessari aðferð verða notaðar með ábyrgum hætti og eingöngu til greiningar á heimsóknatölfræði.

Tenglar frá þriðja aðila
Vefsíður okkar gætu innihaldið hlekki frá vefsíðu þriðja aðila, tengiforriti, eða hugbúnaði. Með því að ýta á þessa hlekki eða að leyfa þessar tengingar, gætir þú gefið þriðja aðila leyfi til þess að safna og deila gögnum um þig. Við stjórnum ekki vefsíðum þessa þriðja aðila og erum ekki ábyrg fyrir þeirra persónuverndarstefnu. Þegar þú yfirgefur vefsíðu okkar, hvetjum við þig til þess að lesa persónuverndarstefnu þeirrar síðu sem þú heimsækir næst.

Réttur einstaklinga
Einstaklingur á rétt á að að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar eru unnar um hann innan þeirra marka og með þeim takmörkunum sem persónuverndarlög tilgreina, auk þess sem persónuverndarlög veita skráðum einstaklingum margháttuð réttindi sem varða meðferð á persónuupplýsingum um þá. Einnig eiga þátttakendur sem veitt hafa upplýst samþykki rétt á að draga til baka samþykki hvenær sem er og án sérstakra skýringa og verður þá persónuupplýsingum um þá eytt. Þá hefur einstaklingur rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar ef þeir telja að ekki hafi verið fylgt ákvæðum persónuverndarlaga um meðferð á persónuupplýsingum. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Persónuverndar, personuvernd.is.

Breytingar á persónuverndarstefnu Heilsuhönnunar
Heilsuhönnun getur breytt þessari persónuverndarstefnu og bætt við hana hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara. Slíkar breytingar kunna t.d. að vera gerðar til að samræma persónuverndarstefnuna við gildandi lög og reglur er varða persónuvernd hverju sinni. Allar breytingar á stefnunni verða birtar á þessari síðu.

Síðast uppfært: 4. október 2024

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni