OMEGA 6:3 blóðprufa
Við erum öll ólík og borðum mismunandi, svo það er erfitt að vita hvort og hvað mikið af ómega bætiefni hver þarf að taka. Vísbendingar eru um að ómega-3 þurfi að mælast yfir 8% í blóðinu til að heilsubætandi áhrifin skili sér (sjá t.d. hér) og mikilvægt sé að hlutföll ómega-6 og ómega-3 séu sem jöfnust, á bilinu 1-3:1 (ómega 6:3). (sjá t.d. hér).
Eqology býður upp á blóðprufu sem mælir magn ómega-3 í blóðinu og ómega 6:3 hlutföllin.Út frá niðurstöðum er hægt að komast að því hvort nægilegt magn ómega-3 sé í mataræðinu eða hvort þurfi að auka það, og stilla mataræði og lýsisinntöku til að ná gildinum á sem bestan stað og halda þeim þar. Slíka mælingu er enn ekki hægt að fá á Íslandi. Prófið er tekið í upphafi og svo aftur eftir að olían hefur verið tekin inn í 5 mánuði – rauðu blóðkornin endurnýjast á 120 daga fresti – og þá er hægt að sjá breytingarnar eftir inntöku á olíunni, sem eru yfirleitt mjög miklar. Hér er slóð á myndband um prófið.
Í dag eru ómega 6:3 hlutföll vesturlandabúa að meðaltali 10-30:1. (sjá hér)
Það þýðir að stór hluti fólks hefur allt að 30 sinnum meira af fitusýrum sem ýta undir bólgumyndun en þeim sem draga úr bólgumyndun! Það eykur líkur á langvarandi bólguástandi, sem er talið undirliggjandi orsök margra nútíma sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, asma- og ofnæmissjúkdóma, gigtarsjúkdóma og heilabilunar.
Einföld fingurstunga
Prófið er svokallað þurrpróf, stunga í fingur og 2 blóðdropar látnir falla á þar til gerðan pappír og sent út á VITAS, norska óháða rannsóknastofu.