Um Eddu Björk

Í kjölfar veikinda og áfalla dreymir mig um að tengja saman jákvæða sálfræði við markþjálfun og jóga og skapa þannig uppbyggilegan vettvang til að bæta vellíðan og heilsu fólks. 

Mitt markmið er að hjálpa fólki að lifa innihaldsríku og skapandi lífi og vekja fólk til umhugsunar hvað það er í raun sem skiptir mestu máli. Allt þetta hefur hjálpað mér að móta hugmyndir mínar, bæði þegar kemur að persónulegri framþróun, þroska og mögulegri nýsköpun

Heilsuvegferðin mín

Heilsuvegferð mín hefur falið í sér fjölmargar áskoranir sem sem ég hef nýtt til að læra og þroskast. Sem dæmi þá greindist ég ung með brjósklos í baki, ég fékk illkynja krabbamein aðeins 24 ára gömul og hef þurft að fara í fjölda aðgerða eftir slæmt fótbrot.

Ég hef fengið að læra hversu hamlandi langvinnir verkir geta verið enda var brjósklosið sem ég greindist með því miður ekki skurðtækt og hafði það mikil áhrif á mína möguleika sem barn og unglingur.

Ég hef fengið að komast í kynni við hversu lífið getur verið hverfult. Þegar ég var aðeins 24 ára gömul greindist ég með mjúkvefjakrabbamein í holhönd. Æxlið var illkynja, lengi vel var óljóst hvernig það hefði dreift sér og ég fór í skurðaðgerð þar sem möguleg útkoma var að handleggurinn minn yrði fjarlægður í heild sinni, sem var ekki gert sem betur fer. Þungar lyfjameðferðir ásamt aukaverkunum fylgdu í kjölfarið, sem kröfðust innlagnar á sjúkrahús í hvert sinn.  Að auki undirgekkst ég tuttugu geislameðferðir og síðan þá hef ég lært hvernig á eiga við langvinna taugaverki.

Tilfinningar í kjölfar alvarlegra veikinda og slysa geta verið mjög krefjandi. Það að vera kippt út úr virkni er erfitt og krefst mikillar vinnu og þolinmæði. Ég hef fengið tækifæri til þess að læra af því að lenda í slæmu fótbroti sem krafðist skurðaðgerða og hefur bæði verið hamlandi og sársaukafullt.

Eftir þessar áskoranir og lærdóm langar mig hjálpa öðrum með því að miðla áfram reynslu minni, þekkingu á markþjálfun, jóga fræðum og verkfærum jákvæðrar sálfræði.

Ég væri ekki sú sem ég er í dag nema fyrir allt sem ég hef upplifað og er þakklát fyrir þann áfallaþroska sem ég hef náð. Öll fáum við ákveðin verkefni í lífinu og það er undir okkur komið hvernig við tökumst á við hlutina og hvernig við viljum blómstra í eigin lífi.

Ég hef upplifað á eigin skinni að með bjartsýni, jákvæðni og von að leiðarljósi er hægt að hugsa í lausnum og byggja sig upp. Það má rækta með sér forvitni og eiginleikann að prófa sig áfram í átt að betra jafnvægi og aukinni vellíðan. Mér hefur tekist að komast úr ótta yfir í öryggi. Ég hef breytt óttanum yfir í sigurtilfinningu og það er stórkostleg tilfinning.

Hafa samband

Mynd af Eddu Björk

Bakgrunnur

Mynd af Eddu Björk

Um eddu Björk

Í kjölfar veikinda og áfalla dreymir mig um að tengja saman jákvæða sálfræði við markþjálfun og jóga og skapa þannig uppbyggilegan vettvang til að bæta vellíðan og heilsu fólks. 

Mitt markmið er að hjálpa fólki að lifa innihaldsríku og skapandi lífi og vekja fólk til umhugsunar hvað það er í raun sem skiptir mestu máli. Allt þetta hefur hjálpað mér að móta hugmyndir mínar, bæði þegar kemur að persónulegri framþróun, þroska og mögulegri nýsköpun

Heilsuvegferðin mín

Heilsuvegferð mín hefur falið í sér fjölmargar áskoranir sem sem ég hef nýtt til að læra og þroskast. Sem dæmi þá greindist ég ung með brjósklos í baki, ég fékk illkynja krabbamein aðeins 24 ára gömul og hef þurft að fara í fjölda aðgerða eftir slæmt fótbrot.

Ég hef fengið að læra hversu hamlandi langvinnir verkir geta verið enda var brjósklosið sem ég greindist með því miður ekki skurðtækt og hafði það mikil áhrif á mína möguleika sem barn og unglingur.

Ég hef fengið að komast í kynni við hversu lífið getur verið hverfult. Þegar ég var aðeins 24 ára gömul greindist ég með mjúkvefjakrabbamein í holhönd. Æxlið var illkynja, lengi vel var óljóst hvernig það hefði dreift sér og ég fór í skurðaðgerð þar sem möguleg útkoma var handleggurinn minn yrði fjarlægður í heild sinni, sem var ekki gert sem betur fer. Þungar lyfjameðferðir ásamt aukaverkunum fylgdu í kjölfarið, sem kröfðust innlagnar á sjúkrahús í hvert sinn.  Að auki undirgekkst ég tuttugu geislameðferðir og síðan þá hef ég lært hvernig á eiga við langvinna taugaverki.

Tilfinningar í kjölfar alvarlegra veikinda og slysa geta verið mjög krefjandi. Það að vera kippt út úr virkni er erfitt og krefst mikillar vinnu og þolinmæði. Ég hef fengið tækifæri til þess að læra af því að lenda í slæmu fótbroti sem krafðist skurðaðgerða og hefur bæði verið hamlandi og sársaukafullt.

Eftir þessar áskoranir og lærdóm langar mig hjálpa öðrum með því að miðla áfram reynslu minni, þekkingu á markþjálfun, jóga fræðum og verkfærum jákvæðrar sálfræði.

Ég væri ekki sú sem ég er í dag nema fyrir allt sem ég hef upplifað og er þakklát fyrir þann áfallaþroska sem ég hef náð. Öll fáum við ákveðin verkefni í lífinu og það er undir okkur komið hvernig við tökumst á við hlutina og hvernig við viljum blómstra í eigin lífi.

 

Ég hef upplifað á eigin skinni að með bjartsýni, jákvæðni og von að leiðarljósi er hægt að hugsa í lausnum og byggja sig upp. Það má rækta með sér forvitni og eiginleikann að prófa sig áfram í átt að betra jafnvægi og aukinni vellíðan. Mér hefur tekist að komast úr ótta yfir í öryggi. Ég hef breytt óttanum yfir í sigurtilfinningu og það er stórkostleg tilfinning.

Hafa samband

Bakgrunnur - yfirlit

Hafa samband

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni