It seems we can’t find what you’re looking for. Perhaps searching can help.
1. VIKA: Kynning og kortlagning á einkennum
Við skoðum í upphafi hvernig langvinnir verkir og heilsufarsvandamál geta haft áhrif á hlutverk okkar í lífinu, eiginleika okkar og tilfinningar ásamt stöðu okkar í því félagslega samhengi sem við lifum í.
Hver manneskja er einstök og vegferð þín á námskeiðinu hefst á því að staldra við, taka stöðuna í upphafi og kortleggja:
Hvaða einkenni eru til staðar?
Hvernig hafa þau áhrif á líf þitt og sjálfsmynd þína?
Þessi grunnvinna er mikilvæg til að allt efni námskeiðsins nýtist þér sem best í samhengi við þín einkenni og þínar aðstæður.