Þú getur pantað EQOLOGY vörur í gegnum EQ slóð Heilsuhönnunar, en hér fyrir neðan eru slóðir beint á þær vörur sem ég mæli sérstaklega með.
Ég bendi á stefnu Eqology að selja olíuna í 6 mánaða áskrift, því það er sá tími sem líkaminn þarf til að koma ómega gildunum á góðan stað – ég er sammála því, þetta er of dýr vara til að kaupa bara eina eða tvær flöskur sem gera takmarkað gagn.
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt hjálp við að panta. Þú getur sent póst á soley@heilsuhonnun.is eða hringt mig í 698 4300.
Þú setur þær vörur í körfuna sem þú vilt versla og svo þegar þú vilt fara í “checkout” kemur gluggi eins og á myndinni hér fyrir neðan og þú þarft að skrá þig.
vörur sem ég get mælt með
Eqology lemon olía og K2+D3 vítamín
Þetta er sú olía sem ég nota og finnst æðisleg. Ég kaupi K2+D3 vítamín með, sem eru bæði efni sem eru mjög mikilvæg fyrir líkamann og eru á fínum kjörum í pakkanum, engin sendingar kostnaður í þessum pakka. Þetta er 6 mánaða áskrift.
Eqology lemon olía
Þetta er sú olía sem ég nota og finnst æðisleg. Sama olían og hér við hliðina, bara ekki með K2+D3. ATH það bætast um 7 € í sendingarkostnað hér. Þetta er 6 mánaða áskrift.
Eqology lemon olía -6 mán skammtur
Sumir vilja bara kaupa 6 mánaða skammt og sleppa við að fara á pósthúsið að sækja flösku mánaðarins. Þá er þessi pakki tilvalinn, 7 flöskur á einu bretti.
Gullolía! - fyrir heila og augu
Þetta er svakalega flott olía með fókus á extra búst fyrir heilann og sjónina. Ég hef prófað hana og líkar mjög vel en finnst hún of dýr til að taka að staðaldri eins og er. Stefni á hana eftir fimmtugt! 🙂 Þetta er 6 mánaða áskrift.
Kollagen
Ég hef notað þetta kollagen af og til og finnst það fínt. Ef þú ert með áskrift á olíu geturðu bætt við pakka af því eftir hendinni, þarft ekki að taka 6 mán. áskrift nema þú viljir það.
Orkubúst vítamín
Mér finnst þetta flott vítamín og tek það inn. Það er dáldið hátt í joði, svo það getur haft áhrif á skjaldkirtilslyf, sem þarf að hafa í huga. Ef þú ert með áskrift á olíu geturðu bætt við pakka af því eftir hendinni, þarft ekki að taka 6 mán. áskrift nema þú viljir það.