Átta vikna

Valdeflandi

netnámskeið

Það skiptir sköpum að skilja verkina til að geta skilið við þá!

Það skiptir sköpum að skilja verkina
til að geta skilið við þá!

„Faglegt og hvetjandi námskeið. Einstaklega vel heppnað. Ég hef verið inn í Virk í rúmlega ár og hef ekki farið á svona gott námskeið um nákvæmlega þetta viðfangsefni með þessari nálgun.“

Ert þú að glíma við langvinna verki eða einkenni sem draga úr lífsgæðum þínum?

Á aðeins átta vikum getur þú haft umbreytandi áhrif á heilsu þína og líf.

Þú getur lært að skilja verkina út frá nýjustu taugavísindum og tileinka þér öflugar og gagnreyndar aðferðir til að gjörbreyta sambandi þínu við verkina, draga verulega úr þeim eða jafnvel skilja við verkina og lifa til fulls!

Í hnotskurn

Skiljum (við) verkina er valdeflandi og nærandi námskeið fyrir fólk sem glímir við langvinna verki og hefur áhuga á að fræðast um taugamótaða verki og heilsufarseinkenni.

Þú lærir um samband heilans og verkja út frá nútíma taugavísindum, og hvernig er hægt að nýta hugrænar aðferðir til að rjúfa þrálát verkja- eða einkennamynstur og skapa ný heilandi og heilsuvæn mynstur.
Yfirskrift námskeiðsins er orðaleikur sem vísar annars vegar til þess hve mikilvægt og valdeflandi það er að skilja hvað verkir og verkjaboð eru, skilja eigið verkjamynstur og hvernig mögulegt getur verið að skilja við verkina og lifa verkjalausu lífi.

Efnið byggir á gagnreyndum aðferðum

Verkja-endurferlun / PRT

Jákvæðri
sálfræði

Heilsumarkþjálfun og markþjálfun

Jóga og
jóga nidra

Umsagnir þátttakenda

Á námskeiðinu lærir þú

Hæ, við heitum Sóley og Edda Björk

Við höfum báðar farið í gegnum erfiðar heilsuáskoranir og áföll og glímt við langvinna verki sem við töldum okkur þurfa að lifa með.

Þau fræði og aðferðir sem við miðlum á námskeiðinu Skiljum (við) verkina komu okkar út úr langvinnu verkjamynstri og til góðrar heilsu. Í dag lifum við verkjalausu lífi, lausar við óttann og óvissuna sem fylgir langvinnum verkjum. 

Viðfangsefni námskeiðsins er okkur því hjartans mál. En við eigum það einnig sameiginlegt að hafa farið í gegnum fjölbreytt nám tengt heilsueflingu og vellíðan og unnið að margskonar verkefnum því tengt.

Vertu velkomin/n/ð á námskeiðið ef þetta er eitthvað fyrir þig!

Fyrirkomulag

Við bjóðum 20% afsláttur fyrir fólk á örorku og endurhæfingarlífeyri, sendu okkur tölvupóst með nafni ef það á við um þig.

Við minnum á að mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeið sem eru tekin til sjálfsstyrkingar, forvarna eða endurhæfingar. Við vitum að þátttakendur okkar hafa fengið styrk fyrir námskeiðinu. Kannaðu þinn rétt hjá þínu stéttarfélagi.

Mynd af Eddu Björk

Ef þú vilt aukinn stuðning er í boði að bæta við einkatímum hjá Sóleyju í Verkjaendurferlun (PRT) og heilsumarkþjálfun og hjá Eddu í markþjálfun með áherslu á jákvæða sálfræði.

Yfirlit yfir efni námskeiðsins

1. VIKA: Kynning og kortlagning
Við skoðum í upphafi hvernig langvinnir verkir og heilsufarsvandamál geta haft áhrif á hlutverk okkar í lífinu, eiginleika okkar og tilfinningar ásamt stöðu okkar í því félagslega samhengi sem við lifum í.

  • velkomin/n/ið á námskeiðið Skiljum (við) verkina!
    00:00
  • Yfirlit í upphafi viku eitt
  • Heilsumst og lendum í rýminu
    05:36
  • 1. Yfirlit yfir efni og aðferðir námskeiðsins
    17:41
  • 2. Verkefni: Kortlagning einkenna
    03:50
  • 3. Verkefni: Áhrif verkja á sjálfsmynd
    12:55
  • Ítarefni: Edda segir sína verkja- og batasögu
    06:58
  • Ítarefni: Hér segir Sóley sína verkja- og batasögu
    12:30
  • Lokaorð fyrstu viku

2. VIKA: Hvað eru verkir?
Við förum yfir nýja og spennandi þekkingu taugavísindanna um heilann og samband heilans og verkja (og annarra heilsufarseinkenna sem tengjast taugakerfinu).

3. VIKA: Um heilann, taugakerfið og mátt hugans
Við höldum áfram að fjalla um samband heilans, taugakerfisins og verkja og beinum sjónum að huganum.

4. VIKA: Um tilfinningar
Hér verða tilfinningarnar í sviðsljósinu. Við fjöllum um hvað tilfinningar eru, samband heilans og tilfinninga, hvaða hlutverki þær gegna og skoðum hvernig þær hafa áhrif á verki og einkennamynstur.

5. VIKA: Grunngildi, styrkleikar og sýn
Í viku fimm beinum við sjónum okkar í ríkari mæli að þáttum sem styðja okkur í því verkefni að skilja við verkina. Við fjöllum um mikilvægi þess að skapa sér sýn og stilla þannig áttavitann þangað sem við viljum stefna.

6. VIKA: Að lifa í vináttu við þig og líkama þinn
Við skoðum mikilvægi þess að sýna sér mildi í daglegu lífi og getuna til að staldra við og spyrja sig hvers þarfnast ég núna? Við skoðum hvernig hægt er að endurmóta taugabrautir verkjanna í gegnum milt jóga sem eflir innra skyn og tengsl við líkamann.

7. VIKA: Heilsuvænn lífsstíll
Síðustu tvær vikurnar beinum við sjónum okkar að mikilvægi lífsstílsins. Við skoðum lífsstílinn á heildrænan hátt og hvernig við getum stutt við líkamann og heilsuna almennt.

8. VIKA: Heilsuvænn lífsstíll, samantekt og næstu skref
Við fjöllum áfram um heilsuvænan lífsstíl og tökum saman mikilvæga punkta eftir námskeiðið.

Leiðbeinendur

Sóley Stefáns
Sóley Stefáns
Heilsumarkþjálfi
Edda Björk
Edda Björk
Markþjálfi

Innifalið í námskeiðinu

  • Fræðslufyrirlestrar með litríkum glærum og myndefni
  • Valdeflandi og nærandi verkefni fylgja í hverri viku
  • Fjölbreytt fræðslumyndbönd
  • Grafískt stuðningsefni (hægt að hlaða niður PDF)
  • Hljóðupptökur með nærandi hugleiðslum og slökun, sem hjálpa við að brjóta upp verkjamynstur og róa taugakerfið

Skiljum (við) verkina: Átta vikna netnámskeið

74.900 kr.

"Real change, enduring change, happens one step at a time."

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni