Það skiptir sköpum að skilja verkina til að geta skilið við þá!
„Faglegt og hvetjandi námskeið. Einstaklega vel heppnað. Ég hef verið inn í Virk í rúmlega ár og hef ekki farið á svona gott námskeið um nákvæmlega þetta viðfangsefni með þessari nálgun.“
Ert þú að glíma við langvinna verki eða einkenni sem draga úr lífsgæðum þínum?
Á aðeins átta vikum getur þú haft umbreytandi áhrif á heilsu þína og líf.
Þú getur lært að skilja verkina út frá nýjustu taugavísindum og tileinka þér öflugar og gagnreyndar aðferðir til að gjörbreyta sambandi þínu við verkina, draga verulega úr þeim eða jafnvel skilja við verkina og lifa til fulls!
Í hnotskurn
Þú lærir um samband heilans og verkja út frá nútíma taugavísindum, og hvernig er hægt að nýta hugrænar aðferðir til að rjúfa þrálát verkja- eða einkennamynstur og skapa ný heilandi og heilsuvæn mynstur.
Yfirskrift námskeiðsins er orðaleikur sem vísar annars vegar til þess hve mikilvægt og valdeflandi það er að skilja hvað verkir og verkjaboð eru, skilja eigið verkjamynstur og hvernig mögulegt getur verið að skilja við verkina og lifa verkjalausu lífi.
Efnið byggir á gagnreyndum aðferðum
Á námskeiðinu lærir þú
Við höfum báðar farið í gegnum erfiðar heilsuáskoranir og áföll og glímt við langvinna verki sem við töldum okkur þurfa að lifa með.
Þau fræði og aðferðir sem við miðlum á námskeiðinu Skiljum (við) verkina komu okkar út úr langvinnu verkjamynstri og til góðrar heilsu. Í dag lifum við verkjalausu lífi, lausar við óttann og óvissuna sem fylgir langvinnum verkjum.
Viðfangsefni námskeiðsins er okkur því hjartans mál. En við eigum það einnig sameiginlegt að hafa farið í gegnum fjölbreytt nám tengt heilsueflingu og vellíðan og unnið að margskonar verkefnum því tengt.
Vertu velkomin/n/ð á námskeiðið ef þetta er eitthvað fyrir þig!
Fyrirkomulag
Við bjóðum 20% afsláttur fyrir fólk á örorku og endurhæfingarlífeyri, sendu okkur tölvupóst með nafni ef það á við um þig.
Við minnum á að mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeið sem eru tekin til sjálfsstyrkingar, forvarna eða endurhæfingar. Við vitum að þátttakendur okkar hafa fengið styrk fyrir námskeiðinu. Kannaðu þinn rétt hjá þínu stéttarfélagi.
Ef þú vilt aukinn stuðning er í boði að bæta við einkatímum hjá Sóleyju í Verkjaendurferlun (PRT) og heilsumarkþjálfun og hjá Eddu í markþjálfun með áherslu á jákvæða sálfræði.
"Real change, enduring change, happens one step at a time."
Ruth Bader Ginsburg