Viltu nota sumarið til að byggja upp heilsueflandi hugarfar og losa um þráláta verki eða önnur heilsufarseinkenni?

Sveigjanlegt sumartilboð í

Heilsuhönnun
& markþjálfun

Við hittumst 6 x yfir sumarið á tíma sem passar þér miðað við þín frí og aðstæður

Þetta er fyrir þig ef:

Ertu að glíma við:

Vilt öðlast:

Innifalið

NÁNAR

Við nýtum okkur ferli Heilsuhönnunar, en setjum fókusinn á hægri skrefin þrjú: skilning, hugarfar og að setja stefnuna, norðurstjörnuna þína. 

Í heilsumarkþjálfun vinnum við með djúpa hlustun, kjarnandi spurningar og viðeigandi ráðleggingar til að styðja þig á þinni vegferð.

við vinnum út frá því að hver manneskja sé líffræðilega einstök og þarfir séu alltaf einstaklingsbundnar.

Við vinnum með raunhæf markmið – skref fyrir skref. 

Við setjum fókusinn á að bæta inn heilsueflandi venjum og leyfa þannig óhagstæðari venjum smátt og smátt að heyra sögunni til.

Við vinnum með 80/20 viðmiðun – að lifa 80% heilsusamlega.  

Ávinningur

Einstaklingsmiðuð heilsuhönnun & markþjálfun er umbreytandi vegferð þar sem þú færð stuðning til að virkja þína innri visku, greina fyrirstöður og hvaða leiðir eru bestar fyrir þig. 

  • Þú færð verkfæri og stuðningsefni sniðið að þínum þörfum.
  • Ég mun styðja þig og hvetja til að standa með sjálfri þér.
  • Hugur og hugarfar sem heilar þig 
  • Betri heilsa – sem er það dýrmætasta!

Fjárfesting: 88.800 kr. 

Hönnum saman þína vegferð í átt að góðri heilsu, orku og vellíðan!

Umsagnir
"Sóley hjálpaði mér að forgangsraða og skipuleggja mig til þess að geta náð árangri. Í dag er ég almennt meðvitaðri um heilsuna mína og hvað ég þarf að gera til þess að líða vel, líkamlega og andlega. Sóley er virkilega vel lesin og hefur frætt mig um ótal margar rannsóknir um hin ýmsu málefni sem hafa nýst mér vel í átt að bættri heilsu. En fyrst og fremst er hún frábær manneskja sem hlustar, skilur og hvetur mann áfram. Ég mæli heilshugar með Sóleyju heilsumarkþjálfa!“

Áslaug Lárusdóttir
Umsagnir
Sóley er frábær heilsumarkþjálfi og hún fær mín allra bestu meðmæli. Tímarnir með henni eru alltaf stútfullir af fróðleik og góðum ráðum og henni er virikilega umhugað um að fólk nái árangri og betri heilsu. Heilsumarkþjálfun með Sóleyju hefur verið árangsrík og meðal annars skilað sér í meiri orku og alls kyns tólum og tækni til að huga að heilsunni í heildstæðu samhengi.

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Umsagnir
"Það sést langar leiðir að Sóley hefur mikla ástríðu fyrir málunum sem um ræðir í heilsumarkþjálfuninni og þess vegna er hún eins og glitrandi viskubrunnur sem gefur bestu ráðin á sama tíma og að hún tekur mikið mark á að allir séu ólíkir og þurfi því fyrst og fremst að hlusta á sig og sinn líkama. Ofan á það er hún frábær hlustandi, hjartahlý og yndisleg í alla staði. Ég mæli því mjög mikið með heilsumarkþjálfun hjá Sóleyju, því hún hjálpaði mér og minni heilsu mikið."

Steinunn Lóa Lárusdóttir
Previous slide
Next slide

Bókaðu kynningarsamtal þér að kostnaðarlausu á dagatalsforminu hér að neðan

Þú getur líka sent mér tölvupóst á soley@heilsuhonnun.is  hringt eða sms. í síma: 698 4300 og ég svara um leið og ég er laus.

Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni