HEILSUHÖNNUN & heilsuMARKÞÁLFUN
Skiljum(við)verkina!
í vináttu og virðingu við þig – líkamann þinn og lífið
Við förum í heildræna, skapandi og valdeflandi vegferð þar sem við setjum heilsuna þína á teikniborðið og hjálpum þér að skilja verkina til að geta skilið við þá – og skapa þér heilandi og heilsusamlegt hugarfar og lífsstíl sem viðheldur góðri heilsu til framtíðar!
- þú færð fræðsluefni sem hjálpar þér að skilja verki og hvernig heilinn hugsar þá
- Við kortleggjum stöðuna þína heildrænt og skoðum hvar undirliggjandi orsakir geta legið
- Þú mótar þína stefnu, ásetning og markmið sem styðja þig
- Við förum yfir aðferðir til að enduhanna heilabrautinar og skilja við verkina
- við förum yfir mikilvæga lífsstílsþætti og hvað þú þarft að gera til að hanna þér heilandi lífsstíl
- við vinnum með hugann og að skapa heilandi hugarfar sem hjálpar þér að skilja við verkina
- Við hönnum og innleiðum þinar leiðir til að koma huga og líkama í jafnvægi, skilja við verkina og öðlast betri heilsu, skref fyrir skref, á þínum forsendum
Við nýtum okkur verkfæri hönnunarhugsunar og heilsumarkþjálfunar til að halda utan um vegferðina, eftir þínum þörfum. Hér á myndinni fyrir ofan eru skrefin 6 sett fram myndrænt. Við byrjum á að skilja og kortleggja, stilla hugarfarið og greina þína drauma og markmið. Vinnum svo skapandi með hvaða leiðir eru bestar fyrir þig á þinni heilsuvegferð.
Þú færð aðgang að efni námskeiðsins Skiljum (við) verkina! Innblástur og stuðningur til valdeflingar við að virkja heilunarmátt líkamans.
Á námskeiðinu deili ég aðferðum sem umbreyttu mínu lífi og voru lykillinn að því að ég náði mér út úr vítahring þrálátra verkja.
Þrálátir verkir og ýmis heilsufarseinkenni eins og iðraólga hafa fylgt mér stóran hluta ævinnar. Ég hef náð að halda þessu í skefjum með heilandi mataræði og lífsstíl, sem skiptir miklu máli. En ef álag jókst og lífsstíllinn var ekki alveg í skorðum voru einkennin mætt á svæðið í svakastuði! – og ég oft alveg ráðalaus.
Ég hafði gert ráð fyrir að þurfa að ‘lifa með þessu’ eins og manni hefur svo oft verið sagt, og hugsað að ég fékk bara þetta eintak af líkama og verð að gera mitt besta úr því.
Í þessu námskeiði er fókusinn á að læra um aðferðir til að skilja við verkina, ekki að lifa með þeim. Við setjum fókusinn á heilann og hvernig þrálátu einkennin geta verið veiki í heilanum en ekki staðbundin þar sem við finnum þau. Að rót einkennanna geti verið ofvirkt streitusvar í randkerfi heilans og að verkirnir séu vegna úreltra heilabrauta sem þarf að endurtengja.
Námskeiðinu er ætlað að veita þér fræðslu, innblástur og stuðning til valdeflingar, til að finna leiðina út úr þrálátum heilsufarseinkennum. Ég miðla efninu sem heilsuhönnuður, heilsumarkþjálfi og jógakennari – og það sem mikilvægast er, af eigin reynslu við að nota þessar aðferðir til að endurheimta heilsuna.
Bókaðu heilsusamtal ef þú vilt fá nánari kynningu, ég hlakka til að spjalla við þig.
Urður Hákonardóttir
Arna Þórunn Björnsdóttir
Hrönn Björnsdóttir
Rakel Adolpsdóttir
Sif Gunnsteinsdóttir
Sólrún Halldórsdóttir
Bjarney Kristrún Haraldsóttir
Ragnhildur Ragnarsdóttir
í hnotskurn
- Fundir á hálfsmánaðar- eða vikufresti, eftir samkomulagi
- Símtal eða tölvupósthvatning vikuna milli tímanna ef þeir eru hálfsmánaðarlegir
- aðgangur að námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
- Annað stuðningsefni sem styður þína heilsuhönnun
- stuðningur minn, aðhald og ofurtrú á getu þinni til að ná þér út úr þrálátum einkennum
- 6 vikna frír aðgangur að appinu curable, sem er hannað til að vinna með þráláta verki
Við hittumst í klukkustund á tveggja vikna fresti yfir 6 mánaða tímabil – 12 skipti. (Fjarfundir eða raunfundir eftir samkomulagi og aðstæðum)
Tölvupósthvatning eða símtal vikuna milli tíma, eftir samkomulagi.
Stuðningsefni í tengslum við hvern tíma sem styður við þína heilsuhönnun.
kr. 245.000 kr.
Við hittumst í klukkustund á tveggja vikna fresti yfir 3 mánaða tímabil – 6 skipti.(Fjarfundir eða raunfundir eftir samkomulagi og aðstæðum)
Tölvupósthvatning eða símtal vikuna milli tíma, eftir samkomulagi.
Stuðningsefni í tengslum við hvern tíma sem styður við þína heilsuhönnun.
kr. 135.000 kr.
Við hittumst í klukkustund vikulega í 6 vikur – 6 skipti. (Fjarfundir eða raunfundir eftir samkomulagi og aðstæðum).
Þú færð frían aðgang að appinu Curable og við einblínum á að styðja þig og hvetja við að nota það daglega.
kr. 135.000 kr.

Hönnum saman þína heilsuvegferð og leið til að byggja upp góða heilsu, orku og vellíðan!