einstaklingsmiðuð
HEILSUHÖNNUN & heilsuMARKÞÁLFUN

Skiljum(við)verkina!

í vináttu og virðingu við þig – líkamann þinn og lífið

Við förum í heildræna, skapandi og valdeflandi vegferð þar sem við setjum heilsuna þína á teikniborðið og hjálpum þér að skilja verkina til að geta skilið við þá – og skapa þér heilandi og heilsusamlegt hugarfar og lífsstíl sem viðheldur góðri heilsu til framtíðar!

Við nýtum okkur verkfæri hönnunarhugsunar og heilsumarkþjálfunar til að halda utan um vegferðina, eftir þínum þörfum. Hér á myndinni fyrir ofan eru skrefin 6 sett fram myndrænt. Við byrjum á að skilja og kortleggja, stilla hugarfarið og greina þína drauma og markmið. Vinnum svo skapandi með hvaða leiðir eru bestar fyrir þig á þinni heilsuvegferð.

Þú færð aðgang að efni námskeiðsins Skiljum (við) verkina! Innblástur og stuðningur til valdeflingar við að virkja heilunarmátt líkamans.

Á námskeiðinu deili ég aðferðum sem umbreyttu mínu lífi og voru lykillinn að því að ég náði mér út úr vítahring þrálátra verkja. 

Þrálátir verkir og ýmis heilsufarseinkenni eins og iðraólga hafa fylgt mér stóran hluta ævinnar. Ég hef náð að halda þessu í skefjum með heilandi mataræði og lífsstíl, sem skiptir miklu máli. En ef álag jókst og lífsstíllinn var ekki alveg í skorðum voru einkennin mætt á svæðið í svakastuði! – og ég oft alveg ráðalaus. 

Ég hafði gert ráð fyrir að þurfa að ‘lifa með þessu’ eins og manni hefur svo oft verið sagt, og hugsað að ég fékk bara þetta eintak af líkama og verð að gera mitt besta úr því.  

Í þessu námskeiði er fókusinn á að læra um aðferðir til að skilja við verkina, ekki að lifa með þeim. Við setjum fókusinn á heilann og hvernig þrálátu einkennin geta verið veiki í heilanum en ekki staðbundin þar sem við finnum þau. Að rót einkennanna geti verið ofvirkt streitusvar í randkerfi heilans og að verkirnir séu vegna úreltra heilabrauta sem þarf að endurtengja.

Námskeiðinu er ætlað að veita þér fræðslu, innblástur og stuðning til valdeflingar, til að finna leiðina út úr þrálátum heilsufarseinkennum. Ég miðla efninu sem heilsuhönnuður, heilsumarkþjálfi og jógakennari – og það sem mikilvægast er, af eigin reynslu við að nota þessar aðferðir til að  endurheimta heilsuna. 

Bókaðu heilsusamtal ef þú vilt fá nánari kynningu, ég hlakka til að spjalla við þig.

Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"Námskeið sem kennir manni að taka stjórn á eigin líkamlegu líðan og breyta mynstrum sem halda manni í vítahring verkja. Leið fyrir okkur sem höfum allt reint og fáum hvergi skýr svör við því sem amar að okkur. Á sama tíma eflir þetta námskeið og það sem maður lærir þar andlega líðan til muna."

Urður Hákonardóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"Upplífgandi og kærleiksríkt námskeið. Ný nálgun/sýn á erfiðleika og verki. Virkilega flott framsetning á fræðsluefni. Gaf mér nýja sýn á mitt ástand og hvernig ég get reynt að vinna með það og með þvi, að reyna að taka stjórn á verkjum og því sem þeir gera og vinna með likamanum í mildi en ekki í gremju, ótta og kvíða. -Fekk allavega fullt af verkfærum að vinna með. Gefur von um betri tíma. Mæli eindregið með. Anda inn og anda út. Takk fyrir mig ."

Arna Þórunn Björnsdóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
Fannst námskeiðið snerta á svo mörgum þáttum lífsins sem er áhugavert að skoða i mögulegu samhengi við verkina. Þetta var mikið efni og fór djúpt. Viðfeðm reynsla stjórnanda á efninu og næmni og einlægur áhugi á því sem hver og einn er að glíma vakti traust mitt. Gott að finna húmor og léttleika tengjast við verki.

Hrönn Björnsdóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"Að vera á námskeiðinu hjá Sóleyju var mjög upplífgandi, þrátt fyrir erfitt viðfangsefni sem hefur alla jafna neikvæð áhrif á daglegt líf. En með tiltrú hennar á að það sé hægt að vinna sig úr langvarandi sársauka með verkfærunum og tæknni sem hún lætur mann hafa á námskeiðinu með bros á vör varð verkefnið að lifa sársaukalausu lífi viðráðanlegra en ég hafði nokkurn tímann upplifað áður. Loksins trúi ég því að það sé mögulegt. Með því að beita marvísri tækni hafa sársaukaviðbrögð mín minnkað töluvert og þegar ég fæ verkjaköst er ég ekki jafn hrædd við þau og næ hraðar að komast úr þeim. Ég hlakka til að einbeita mér áfram að þessari tækni svo hún verði mér eðlislægari. Eitt það besta við námskeiðið er líka að ég er almennt hressari og glaðari í hversdeginum en ég var áður enda er sá andi Sóleyjar mjög smitandi."

Rakel Adolpsdóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"mér fannst ég skilja ennþá betur hvað hugurinn hefur mikil áhrif, ég er oft á vælinu og læt aðra taka ákvörðun fyrir mig. Þetta hjálpar mér að vinna fallega í sjálfri mér. 'Eg ber ábyrgð á eigin heilsu sem ég vissi en það er gott að fá aðstoð- nauðsynlegt"

Sif Gunnsteinsdóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"Það er svo gott að heyra frá öðrum á námskeiðinu hvað er að virka fyrir þær. Heyrðum fullt af frábærum reynslusögum umótrúlegan bata. Fengum verkfæri til að takast á við verki. Í mínu tilfellli gat ég sleppt verkjatöflum alveg. Byrjaði sem tilraun, því ég hafi fyrir námskeiðið ekki þorað að minnka verkjatöflu skammtinn. Reyndist miklu auðveldara en ég hélt. Hafði verkina áfram, en nú kunni ég að tjónka við þá."

Sólrún Halldórsdóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"Ef þú vilt fá verkfæri í hendurnar til ađ hugsa betur um sjálfa þig, farðu á þetta námskeið. Sóley býr yfir hafsjó af fróðleik, getur því kafað djúpt í málefnin og það sést á þeim verkefnum sem eru lögð fyrir."

Bjarney Kristrún Haraldsóttir
Umsagnir frá námskeiðinu Skiljum (við) verkina!
"þetta er námskeið sem galopnar augu þín gagnvart eigin mætti og kennir þér hvernig þú getur búið til nýjar tengingar í heilanum til að losna við verki, óþol og óþolandi hugsanir.!“

Ragnhildur Ragnarsdóttir
Previous
Next

í hnotskurn

Við hittumst í klukkustund á tveggja vikna fresti yfir 6 mánaða tímabil – 12 skipti. (Fjarfundir eða raunfundir eftir samkomulagi og aðstæðum)

Tölvupósthvatning eða símtal vikuna milli tíma, eftir samkomulagi.

Stuðningsefni í tengslum við hvern tíma sem styður við þína heilsuhönnun.

kr. 245.000 kr.

Við hittumst í klukkustund á tveggja vikna fresti yfir 3 mánaða tímabil – 6 skipti.(Fjarfundir eða raunfundir eftir samkomulagi og aðstæðum)

Tölvupósthvatning eða símtal vikuna milli tíma, eftir samkomulagi.

Stuðningsefni í tengslum við hvern tíma sem styður við þína heilsuhönnun.

kr. 135.000 kr.

Við hittumst í klukkustund vikulega í 6 vikur – 6 skipti. (Fjarfundir eða raunfundir eftir samkomulagi og aðstæðum).

Þú færð frían aðgang að appinu Curable og við einblínum á að styðja þig og hvetja við að nota það daglega. 

kr. 135.000 kr.

Hönnum saman þína heilsuvegferð og leið til að byggja upp góða heilsu, orku og vellíðan!

Scroll to Top
Scroll to Top

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína á henni